Tíminn - 28.09.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.09.1977, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 28. september 1977 3 gerlegt að vita, hve margir hafa þegar skráð sig, en undirtektirn- ar hafa verið mjög góðar. — Við vildum fá stuðning al- mennings áður en við leituðum til yfirvalda um fyrirgreiðslu i þvi skyni að koma markmiði okkar i framkvæmd, sagði Garðar. — Við vonumst til að geta komið afvötn- unarstöð á fót mjög fljótlega. Við höfum von um húsnæði, en of snemmter aðákveða nokkuð i þvi efni, fyrr en félagið hefur verið stofnað og lög samþykkt. — Eitt megintakmark okkar veröur væntanlega aukin fræðsla um áfengismál og fyrirbyggjandi aðgerðir. Ég vona að komandi kynslóðir eigi eftir að fara betur út úr viðskiptum við Bakkus en min kynslóð, þ.e. þeir sem eru á aldrinum 25-35 ára. Þó veit ég aö næsta kynslóð þar á eftir, 15-25 ára, fer enn verr út úr áfengis- vandamálunum, en vonandi verð- ur þróuninni snúið við. Læknar segja aðtveiraf hverjum tiu,sem byrja að drekka áfengi, eigi fyrr eða siðar við alvarleg áfengis- vandamál að striða, og að minu mati er sú tala ekki ofætluð. Það væri mikils virði að geta lækkað þessa tölu eitthvað. Nánar verður tilkynnt um dag- skrá stofnfundar SÁÁ siðar, en þar verða m.a. fluttar einar sjö stuttar ræður. Hún fertvisvar sinnum hraðar en hljóðið. Með Concorde tekur það 1,47 klukkustund að fljúfia frá Paris til Keflavikur. Stjórnklefinn er svipað- ur og í öðrum þotum, aðeins fleiri takkar kannski. Flugfreyjur vélar innar bera svart-hvita búninga frá tizkufyrirtækinu Jean Patou. í gær skoðaði margt manna þotuna, þar á meðal Agnar Kofoed-Ilansen flugmálastjori. Timamynd: Gunnar. SJ-Reykjavik — Undirskrifta- söfnun okkar hefur hlotið mjög góðar undirtektir, og ég geri ráð fyrir að a.in.k. 8-10.000 manns hafi þegar skráð sig sem væntan- lega stofnfélaga i Samtökum á- hugafólks um áfengisvandamál- ið, sagði Garðar Guðmundsson Timamönnum i gær. Þeir læknar og fólk úr öðrum heilbrigðisstétt- um, sem við höfum leitað til, hafa allir skráðsig stofnfélaga, undir- tektir lögregluþjóna eru mjög góðar og raunar allra, sem þekkja áfengisvandamálið i raun. Sex menn, þar á meðal Garð- ar Guðmundsson, ákváðu fyrir skömmu að gangast fyrir stofnun samtaka, sem hefði það að fyrsta verkefni að stofna af- vötnunarstöð fyrir drykkjusjúka. Þessir menn hafa fengið skrif- stofu til afnota að Klapparstig 14 B, og er simi þar 12802. Stofnfund- ur samtakanna SÁA verður á laugardag kl. 14 i Háskólabiói. Skrifstofan er opin daglega kl. 15-18. Fimm hundruð undirskrift- arlistar, sem stofnfélagar rita nöfn sin á, eru á fjölmörgum vinnustöðum viða um land og hjá einstaklingum, og er i rauninni ó- Næsta landsmót hestamanna að Skógarhólum Akveðið hefur verið að næsta landsmót hestamanna verði haldið að Skógarhólum i Þing- vallasveit 13.-16. júli 1978. Sið- asta landsmót var haldið að Vindheimum i Skagafirði 1974. Þegar hafa borizt fyrirspumir til ferðaskrifstofa hér á landi um mótið og þvier gertráð fyrir aö verulegur hópur útlendinga komi hingað, enda sivaxandi á- hugi á islenzkum hestum er- lendis. Sérstaklega er það áber- andi annarsstaðar á Norður- löndum, sem eflaust má þakka vel heppnaðri keppni islenzkra hesta á N-Jótlandi nú i sumar. Undirbúningsnefnd landsmóts- ins hefur þegar haldið nokkra fundi. Þar hafa komið fram ýmsar athyglisverðar hug- myndir, sem eflaust eiga eftir að verða að veruleika á lands- mótinu. Að sjálfsögðu er stefnt aðþvi að landsmót hestamanna 1978 verði glæsilegasta mót hestamanna sem haldið hefur verið hér á landi. Fólk flykkist í nýju áfengisvamarsamtökin CONCORDE Á ÍSLANDI F.I. Reykjavik— tdönskumdag- blöðum birtast að meðaltali u.þ.b. fimm greinar daglega um Concorde-þotuna. Eru þær eins og sanngjarnt er, ýmist með eða móti. Ég les þær allar mér til ánægju og fróðleiks, sagði Schittelhelm, framkvæmdastjóri Air France fyrir tsland og Dan- mörku, i samtali við Timann i gær, en framkvæmdastjórinn stóð fyrir skoðunarferð frétta- manna og boðsgesta um þessa margumdeildu vél, meðan hún hafði hér stutta viðdvöl á leið sinni til Madrid. Flugtimi frá Paris var 1,47 klst. og lenti þotan á Keflavikurvelli um niu leytið i gærmorgun. Concorde þotan er afkvæmi brezkra og franskra tæknifræð- inga. Hún hóf áætlunarflug sitt á flugleiðum Air France til Dakar og Rió de Janeiro 21. jan. 1976. Síð ar á sama ári var hún sett i fast áætlunarflug til Caracas og Washington. Ekki hefur henni tekizt að fá lendingarleyfi i New York til frambúðar, og stendur slik hindrun fyrirtækinu óneitan- lega fyrir þrifum, en það er eins og með sovézku eldflaugina forð- um. Hún hefði átt að vera amerisk. Concorde hefði lika átt að vera amerfsk uppfinning, ekki evrópsk. Frönsk viðhorf að sjálf- sögðu. A fyrsta flugári sinu fór Concorde i um 500 reglulegar flugferðir landa i milli. A þessum Slátursala hafin SKJ-Reykjavik — Slátursala hjá Sambandinu byrjaði i gær, en hófst klukkan niu i morgun hjá Sláturfélagi Suðurlands. Að sögn verkstjóra hjá Slátur- félaginu byrjar slátursalan nú seinna en oft áður. Hjá báðum fyrirtækjunum var sagt að ös væri engin enn, enda komið fast að mánaðamótum. Afurðirsem seldar eru hjá S.S., eru frá Selfossi og Laugarási i Biskupstungum. Slátrið kostar 1159 kr. en þá er búið aö hreinsa vambir og haus. Allar búðir S.S. selja nú fryst slátur, fimm saman I kassa. Fólk g£tur þvi gengið inn i næstu verzlun og keypt slátur, þó að sumum finnist það tilheyra sláturtiðinni að fara i sláturhúsið og kaupa afurðirnar ófrosnar. Hjá Sláturfélaginu fást einnig uppskriftir að slátri, fyrir þá sem eru farnir að ryðga I sláturgerð- inni og þá sem eru byrjendur I faginu. Sjóðþurrðin hjá Landakirkju: Hefur sagt af sér embættum Eins og Tíminn skýrði frá í fyrri viku, hefur komið fram sjóð- þurrð hjá Landakirkju i Vest- mannaeyjum. Hefur nú maður sa, sem haft hafði með höndum fjárreiður kirkjunnar sfðan 1969, Einar Haukur Eiríksson, sagt af sér embætti og trúnaðar- störfum sem hann gegndi i Eyj- um, en hann var bæði skattstjóri og forseti bæjarstjórnar Vest- mannaeyja. Ekkert hefur enn verið látið uppi um það, hversu miklum fjárhæðum sjóðþurrðin nemur, enda ekki fullkannað, en talið er, að þær séu verulegar. ferðum lagði hún að baki sér 4 milljónir kilómetra og 2670 klukkustundir. Farþegar voru þá 28.700. Mest hefur sætanýtingin orðið 61,2%, en verður að ná 65%, eigi fyrirtækið að bera sig. Blaðamaður Timans gat þess i samtali við annan flugmanna Concorde i gær, að innréttingar i þotunni virtust standa ytra útliti vélarinnar langt að baki. — Það er alls ekki hægt að bera saman þægindi Boeing 747 saman við þægindi Concorde-þotunnar. Þau eru af ólikum toga spunnin, og samanburður i þessu sambandi álika fjarlægur og ef lagðir væru á metaskálar brezkur Rolls Royce og franskur Ferrari sport- bill. Flugmaðurinn gerðist jafnvel svo djarfur að likja samskiptum áhafnar og farþega við það, sem gerzt hefði i upphafi flugsögunn- ar, þegar allirvoru frá sér numd- ir yfir tækninni og litt i kapphlaupi við timann. I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Matreiðslu- kynning á veggspjaldi Framleiðsluráð landbúnað- arins hefur látið gera vegg- spjald, sem ætlað er til leið- beiningar fyrir húsmæður og aðra sem fást við matseld. Sýnt er hvernig taka á kjöt- skrokk I sundur, þá kemur fram hvað hver hluti skrokks- ins heitir, hvernig á að mat- reiða helztu vöðva, hver er réttur steikingar- eða suðu- timi, hvað áætla þarf mikið af hverjum réttiá mann, og hvað hentar að bera fram með þessum kjötréttum. Veggspjaldið er litprentað, stærðin er 42x32 sm. Það nálg- ast að vera litil matreiðslu- bók, og færi vel á þvi að setja það upp i eldhúsi. Gert er ráð fyrir að veggspjaldinu verði dreift frá Afurðasölu Sam- bandsins á Kirkjusandi til kjötkaupmanna næstu daga. „Stoltir af því að hafa séð um * fyrirgreiðslu á Concorde- farþegum,, — segir Kjartan Lárusson forstjóri Ferðaskrifstofu rikisins F.I. Reykjavik — Það var haft samband við okkur og við beðnir um að sjá um fyrirgreiðslu á þessu flugi AirFrance, og erum við mjög stoltir af þvi. Allt gekk samkvæmt áætlun, en auðvitað voru Spánverjarnir taugaveiklað- ir fyrst I stað og hræddir um að eitthvaö færi úr skorðum. Timi var naumur og hver stund dýr, sagði Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðaskrifstofu rikisins, I samtali við Tlmann i gær, en það kom I hlut Ferðaskrifstofunnar að ann- ast skjóta afgreiðslu á spænsku Concordefarþeganna, sem létu svo litið að heimsækja tsland i einni mestu Maraþon-ferð sög- unnar. Stoppið á íslandi var um þrjár og hálf klukkustund, sagði Kjart- an, og var ekið með farþegana i hringferð um Reykjavik og ná- grenni. Enga stund tók að renna fólkinui gegnum tollinn, þar sem allar töskur voru skildar eftir úti i þotunni, og var auðvitað höfð náin samvinna við tollayfirvöld á Keflavikurvellii þessu sambandi. Ég sé á skeytum hjá mér, að búið hefurverið að skipuleggja ferðina um hálft ár fram i timann, og er þvi litil afsökun fyrir hálfklaufa- lega skammri viðdvöl hér á landi. Spánverjarnir unnu til þessa ferðalags I eins konar happdrætti hjá einni af stærstu verzlunum Spánar í Madrid, „Corte Inglés” að nafni. Voru verðlaunin viku- dvöl iParis og smástopp á íslandi i lokin. Kjartan sagði að slikur ferðamáti sem kallaðist á er- lendri tungu „incentive travel” væri þekktur hjá bandarískum fyrirtækjum, en þau hafa lengi umbunað afbragðs starfsmönn- um með feröalögum vítt og breitt um heiminn og virðist þessi þátt- ur ferðamála fara vaxandi. Sambandið: Stór útflutn- ings samningur í júnl s.l. gerði iðnaðardeild StS samning um sölu á ullarvörum og ullarvoð við kanadlska fyrirtækið KINETIC. Salan i ár til Kinetic er áætluð um 140 millj. kr„ og er þá eingöngu átt við prjónafatnað en uppistaðan I honum eru hinar svokölluðu peysukápur. Fyrir- tækið kaupir einnig um 72 þús. metra af ofnu kápuefni. Að verö- mæti er þessi sala u.þ.b. 224 millj. kr„ og miðað er viö að megnið af þessari pöntun veröi afgreitt á þessu ári. Framleiðslan fer fram i mörgum prjóna- og saumastof- um vlðs vegar um landið, og má þvi segja að hér sé um aö ræða „landsverksmiðju” eins og segir I fréttatilkynningu frá iðnaöar- deildinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.