Tíminn - 28.09.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.09.1977, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 28. september 1977 13 og Vladimir Ashkenazý leika Sónötu nr. 2 1 D-dúr fyrir fiðlu og pianó op. 94a eftir Sergej Prokofjeff. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Svona stór” eftir Ednu Ferber Sigurður Guðmundsson þýddi. Þórhallur Sigurðsson les (2). 15.00 M iðdegistónl eikar, Filharmoniusveitin i Berlin leikurSerénöðu nr.7 i D-dúr „Haffner-serenöðuna” (K250) eftir Mozart. Ein- leikari á fiðlu: Thomas Brandis. Stjórnandi: Karl Böhm. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. Halldór Gunnarsson kynnir. 17.30 Litli barnatiminn, Finnborg Scheving sér um timann. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vfðsjá. Umsjónarmenn: Ólafur Jónsson og Silja Aðalsteinsdóttir. 20.00 Einsöngur: Margrét Eggertsdóttir syngur lög eftir Sigfús Einarsson. Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. 20.20 Sumarvaka a. A vetrarvertiö 1925 Bjarni M. Jónsson flytur annan hluta frásögu sinnar. b. Innan hringsins Sigurlaug Guðjónsdóttir les fjögur kvæði úr ofannefndri bók Guðmundar skálds Böðvarssonar. c. Sumar- dagar i Atlavfk Stefán Asbjarnarson á Guð- mundarstöðum i Vopnafirði segirfrá.d. tgöngumAgúst Vigfússon flytur frásögu- þátt. e. Kórsöngur: Telpna- kór Hliðaskóla syngurSöng- stjóri: Guðrún Þorsteins- dóttir. Pianóleikari: Þóra Steingrimsdóttir. 21.30 Ótvarpssagan: „Vikur- samfélagið” eftir Guðlaug Arason Sverrir Hólmarsson les (11). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöid- sagan: „Dægradvöl” eftir Benedikt Gröndal Flosi Ólafsson les (13). 22.40 Nútimatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Miðvikudagur 28. september 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Nýjasta tækniog visindi. Umsjónarmaður Sigurður II. Richter. 20.55 Skóladagar(L) Sænskur myndaflokkur i sex þáttum. Lokaþáttur. Efni fimmta þáttar. Katrin reynirenn að fá Evu Mattson til að slita þeim slæma félagsskap sem hún er i, en það gengur illa. Skólastjóri og nemendur halda fund um vandræða- nemendur, og þá ekki sist Pétur, sem er alveg hættur að sækja skóla. Lokapróf nálgast og nemendur geta valið um ýmsar brautir I framhaldsnámi. Foreldrar þeirra eru ekki alltaf á sama máli um, hvað henti þeim best. Þýðandi óskar Ingimarsson (Nordvision — sænska sjónvarpið) 21.55 Ævikvöldið. Kanadísk fræðslumynd um rannsókn- ir á ellinni og svo nefndum öldrunarsjúkdómum. Þýð- andi og þulur Ingi Karl Jó- hannesson. 22.25 Dagskrárlok. r David Graham Phillips: j 27 SUSANNA LENOX Sam leit örvæntingaraugum til föður síns. ,,Það er ekki satt", vældi hann. ,,Ég get svarið, að það er ekki satt, pabbi. Viðerumekki trúlofuð. Ég daðraði bara svo- litið við hana, eins og maður gerir við svo margar stelp- ur". Súsanna leit á hann stórum, óttaslegnum augum. ,,Sam!" hrópaði hún og stóð á öndinni af skelfingu. ,,Sam!" Sam rýndi niður í gólfið, en sneri sér þó í áttina til hannar. Hann var kominn í meiri vanda heldur en hann var maður til að mæta. Manndómur og karlmennska var munaður, sem hann þorði ekki að láta eftir sér. ,,Þetta er satt, Súsanna", sagði hann þrjózkulega. ,,Þú varst alltaf að rausa um hjónaband, en ég hafði aldrei hugsað mér neitt þess háttar". ,,En — þú sagðist — elska mig". ,,Ég meinti ekki neitt með því". Það sló þögn á alla. Wright eldri varð fyrstur til þess að rjúfa hana. ,,Þú sérð það sjálfur, Warham, að þetta hefur ekkert verið", sagði hann. ,,Nú fer ég með dreng- inn minn". ,,Það gerir þú, djöfullinn hafi það, ekki!" öskraði Warham.,,Hann skal verða að eiga hana. Súsanna! Lof- aði Sam ekki að eiga þig?" ,,Þegar hann væri búinn í háskólanum", svaraði hún. ,,Datt mér ekki í hug? Og hann taldi þig á að hlaupast að heiman?" ,,Nei", sagði Susanna. ,,Hann...." ,,Ég segi jú", hrópaði fóstri hennar. ,,Enga lygi!" ,,Warham! Warham!" mælti Wright. ,,Gerðu svo vel að hræða ekki barnið". ,,Hann bað mig að fara ekki", sagði Súsanna. ,,Þú lýgur þessu, auminginn þinn!" hvæsti fóstri henn- ar. Og svo sneri hann sér að Wright:: ,,Ef hann hefur beðið hana að vera kyrra, þá hefur það verið af því, að hann hef ur verið hræddur um, að allt kæmist upp— eins og líka er komið á daginn". „Ég hét henni því aldrei að eiga hana", emjaði Sam. ,, Ég kalla guð til vitnis, pabbi! Ég gerði það aldrei. Guð — ég kalla hann til vitnis, Warham! Þú veizt, að þetta er satt, Súsanna. Það varst þú, sem alltaf varst að staglast á giftingu". „ Já", svaraði hún seinlega. „Já, það hef ur líklega ver- ið svo". Hún leit ringluð á karlmennina þrjá.,, Ég hélt, að hann ætlaði aðeiga mig" — rödd hennar f jaraði út, ensvo tók hún sig á og lauk við setninguna — „af því að við elskuðumst". „Ég vissi það!"hrópaði fóstri hennar. „Nú heyrirðu það, Wright. Hún játar, að hann haf i tæltsig". Súsönnu flug strax í hug túlkun Rutar á þeirri hræði- legu kynferðisathöf n, sem þetta orð táknaði. „Nei, nei!" hrópaði hún. „Það mundi ég aldrei hafa leyft honum — jafnvel þótt hann hefði reynt það. Nei — ekki einu sinni, þó að við hefðum verið gift". „Þú heyrir það, Warham!" hrópaði Wright sigurreif- ur. „Ég heyri lygina i henni", grenjaði Warham viti sínu f jær.,, Hún er að reyna að verja hann og tekur svo sökina á sig sjálfa". „Þetta er heilagur sannleikur", sagði Susanna. Warham starði á hana, orðlaus af bræði. Wright tók silkihattinn sinn af píanóinu i stof uhorninu. „Ég er sann- færður um, að þau eru saklaus", sagði hann. „Ég fer með drenginn minn". „Ekki á meðan ég stend hér", svaraði Warham. „Hann skal verða að eiga hana". ,, En stúlkan segir þó, að hún sé óspjölluð, og hún segir, að hann hafi aldrei talað um giftingu, og hún segir, að hann haf i beðið hana að hlaupast ekki að heiman. Líttu á þetta af svolítilli skynsemi, Warham". „Þykist þú vera kristinn?" hvæsti Warham. „Getur það verið, að þú látir blekkja þig með auðsærri lygi? í hjarta þínu veiztu náttúrlega, að strákurinn hef ur f lekað hana, en hún reynir að bera i bætif láka fyrir hana, alveg eins og ....". Hér þagnaði Warham. Það var liklega ekki heppilegt að minna Wright á innræti móður hennar. „Ég skal viðurkenna það, Warham", sagði Wright hranalega, „að mér er það ekkert í mun, að sonur minn kvænist stúlku, sem — sem er dóttir — ólánssamrar konu. En ef ásökun þín hef ði verið réttmæt, hef ði ég kúg- aðdrenginn til þe'ss að veita henni uppreisn æru sinnar, því að hún er ekki nema seytján ára gömul. Komdu, Sam". Sam hundskaðist í áttina aðdyrunum. Warham hvessti augun heiftúðlega á Wright eldra. „Og þú þykist vera kristinn maður!" urraði hann. Við dyrnar nam Wright eldri staðar — Sam var þegar horfinn fram fyrir —og mælti: „Ég mun refsa Sam svo, að honum verði þetta minnisstætt. Telpan hefur hins vegar aðeins gert sig seka um kjánaskap, og þess vegna máttu ekki vera of harður við hana". „Þú ert helvitis hræsnari!" öskraði Warham. „Eg hefði svo sem átt að vita,'hverju við var að búast af manni, sem lækkar kaupið hjá starfsfólki sínu og gefur svo það, sem hann sparar þannig, til kirkjubyggingar". En Wright var allt of hygginn til þess að fara að hleypa sér í skammir. Hann hélt leiðar sinnar og stjakaði Sam á undan sér. I sama vetfangi og útidyrahurðin lokaðist á eftir þeim, kom f rú Wylie á vettvang. ,, Ég verð að biðja ykkur bæði að hverfa sem skjótast úr mínum húsum", hreytti hún út úr sér. „Fólkið mitt fer að koma til þess að borða há- degismatinn". Warham tók stráhattinn sinn upp af gólf inu, þar sem hann hafði legið. „Þessi kvenmaður kemur mér ekkert við. Verið þér sælar, frú". Og hann æddi út og skellti hurðunum á eftir sér. Frú Wylie leit á Súsönnu heiftaraugum. Andlit hennar var sollið. Súsanna gaf því ekki neinn gaum. Hún starði út í bláinn, náföl, „Burt héðan!" grenjaði frú Wylie. Og svo hljóp hún fram í anddyrið og opnaði upp á gátt. „Hvernig dirfizt þér að stiga fæti yðar inn í hús sóma- samlegs fólks!" Hún varð að geta orðið svo æf af reiði, að hún gleymdi þessum fimm dölum, sem hún var búin aðtaka á móti og átti í rauninni að kristinna manna lög- um aðskila aftur, ef hún aðeins mundi eftir þvi. „Út með yður tafarlaust!" æpti hún skrækri röddu. „Ég fleygi þessu drasli yðar út á götu og yður á eftir, ef þér hypjið yður ekki héðan samstundis". Súsanna tók pokann sinn upp og rölti ofurhægt út á dyrapallinn. Hurðin skall í lás á eftir henni. Hún haltraði niður steinþrepin, gekk uþp götuna fáein skref, stað- næmdist á horninu og skimaði ráðþrota í kringum sig. Þá tók hún eftir því, að fóstri hennar stóð hjá henni. „Hvað ertú nú að fara?" spurði hann hranalega. Hún hristi höfuðið. „Ég býst við", sagði hann, „að ég verði að sjá til með þér. Þú skalt ekki gera dóttur minni meiri skömm". Súsanna leit á hann,*en veitti honum þó ekki neina at- hygli. Hinir óvæntu atburðir síðasta stundarf jórðungs höfðu slævt hugsanir hennar. Ásakanir hans skutu henni ekki framar skelk í bringu. Hið hræðilega skipbrot, sem ást hennar hafði beðið, var henni meiri læging, meiri óvirða en svo, að hún gæf i nokkurn gaum að slikum smá- Eg býst svo sem viö aö svona hundur sé ágætur, ef þú vilt hund sem veltur ekki auö- veldlega um koll.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.