Tíminn - 28.09.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.09.1977, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 28. september 1977 Fremst á myndinni er sófasettið Júpiter, en nær veggnum er horð stofusett úr sýrðri eik. Islenzkur húsgagnaiðnaður fullkomlega samkeppnisfær Sýningarbás T.M. — húsgagna i Laugardalshöll. Þegar Timinn heimsótti Emil i Meiði, var hann aö ryksuga básinn sinn. Að baki honum sést veggsamstæða, sem svo nýbyrjað er að framleiða, að hún hefur ekki enn hlotið nafn. SKJ-Reykjavik. A iðnkynning- unni i Laugardal vekja athygli glæsileg húsgögn frá Trésmiðj- unni Meiði. Þarna er aðeins litið sýnishorn af framleiðslu Meiðs, en þar eru smiðuð húsgögn i öll herbergi heimilisins. Timinn ræddi við Emil Hjartarson forstjóra, og sagði hann að öll húsgögnin væru hönnuð hjá fyrirtækinu. Arang- urinn er fjölbreytt framleiðsla. Efnið i húsgögnin er að sjálf- sögðu erlent, en þegar islenzku hugviti er beitt við að vinna úr itölskum marmara eða kopar frá Þýzkalandi, verður útkoman sófaborð, sem eru sannkölluð stofuprýði. Húsgögn frá Meiði eru vönduð að allri gerð og standast fullkomlega saman- burð við erlend húsgögn, bæði hvað varðar verð og gæði. Auk þess bjóða forráða menn trésmiðjunnar 15% afslátt af öllum húsgögnum, gegn stað- greiðslu, meðan á sýningunni i Laugardal stendur. E. N.-lampar: Þar sem áður þurfti þrjár perur, þarf tvær nú Kás-Reykjavik. Meðal þátttak- enda i iðnkynningunni i Laugar- dalshöll er fyrirtækið E.N. lampar, sem Einar Nikulásson veitir forstööu, en aðsetur þess er i Skeifunni 3b. Við náðum tali af Einari, þar sem hann var staddur i sýninga- deild fyrirtæki sins inni i Laugardalshöll, og sagði hann okkur þá sitt hvað af framleiðsl- unni. E.N. lampar framleiddu nær eingöngu flúrlampa, þótt þeir framleiddu lika ýmiss kon- ar heimilisljós. Hann hefði verið með i þvi áj- ið 1942, að framleiða fyrsta flúr- ljósið hér á landi, en þá var hann við nám hjá Rafli. Siðan heföi hann veitt fyrirtæki sinu forstöðu i f jórðung aldar, og nú væri svo komið að hann væri einn á þessu sviði, þ.e.a.s. hér á landi. Flúrlamparnir sem E.N. lampar framleiða aðallega nú eru byggðir á sænskri fyrir- mynd. 1 fyrstu sagðist Einar hafa flutt þá inn, en siðar meir fengið leyfi til framleiðslu á þeim sjálfur. Mesta byltingin i þessum flúrlömpum væri vand- aður speglunarbúnaður, gerður úr rafhúðuðu áli, sem bætti lýsingu þeirra til muna, þannig að spara mætti eina peru. Þar sem áðurhefði þurft þrjár perur i lampa, þyrfti ekki nema tvær nú. Einar Nikulásson i sýningardeild E.N. lampa stofnfélagar SÁÁ 10 þús. Að undanförnu hefur farið fram söfnun undirskrifta þeirra, sem vilja gerast stofnfélagar i Sam- tökum áhugafólks um áfengis- vandamálið — SAA. Undirtektir hafa verið með fádæmum góðar um allt land, og má telja liklegt að nú þegar hafi fast að 10 þúsund manns gerzt stofnfélagar. Sem dæmi um undirtektir má nefna, að einungis á Akureyri hafa um eitt þúsund manns skrifað sig á lista og i Grindavik um 250manns. í upphafivar álitið að um fimm þúsund manns myndu gerast stofnfélagar, en undirtektir hafa sýnt að óhætt er að miða við 15.000 manns eða fleiri. Sýnir þetta vel að þjóðin getur staðið saman þegar á reynir. Samtök áhugafólksum áfengis- vandamálið efna til stofnfundar i Háskólabiói laugardaginn 1. októ- ber, klukkan 14 þar sem stefnu- skrá verður lögð fram. Undirskriftarlistar eru á fjöl- mörgum vinnustöðum um land allt, og er lögð áherzla á að ná til allrar þjóðarinnar. Undirbún- ingsnefndin hefur opnað skrif- stofu að Frakkastig 14B i Reykja- vik og er simi þar 12802. Skrif- stofan er opin daglega milli klukkan 15 og 18. Þeir sem hafa undirskriftarlista undir höndum eru beðnir að tilkynna skrifstof- unni um leið og listarnir hafa verið útfylltir og verða þeir þá sóttir. Þessar frábæru viðtökur al- mennings hafa sýnt svo ekki verður um villzt, að þjóðin gerir sér grein fyrir hinu geigvænlega áfengisvandamáli sem herjar á landsmenn og timi kominn til að styðja og styrkja þá starfsemi sem vill berjast við vandann með raunhæfum aðgerðum. Rétt er að taka fram, að framlög stofn- félaga eru frjáls og miðast ein- göngu við getu hvers og eins. Þegar hafa borizt góðar gjafir og má þar nefna að 75 ára gömul kona sem liggur á Borgarspital- anum sendi 50 þúsund krónur að gjöf- Siðasti skiladagur söfnunar- lista erföstudagurinn 30. septem- ber og einnig má skila listum á stofnfundinn i Háskólabiói á laugardaginn. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.