Tíminn - 28.09.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.09.1977, Blaðsíða 10
10 Mibvikudagur 28. september 1977 Aöalstjórn. Héöan er sjónvarpsútsendingum stjórnaö. Timamynd: Róbert. Stjórnherbergi fyrir upptökusai. Timamynd:Róbert. Stýrikerfi sjónvarpsins. Þessi tölva stjórnar öllum sjónvarpsstöðv- um úti á landi og móttökutækjum, eins konar taktgjafi. Timamynd: Róbert. Kvikmyndasýningavéi sjónvarpsins er enn I svarthvftu. Sjónvarpiö á von á litmyndavél á næsta ári, og þaöan I frá má segja aö á Islandi sé litsjónvarp. Timamynd: Róbert. Nýtt myndsegulband sjónvarpsins. „Geysilega vandaö og gott tæki”, segir Höröur Frimannsson, sem stendur hjá tækjasamstæöunni. Tlmamynd: Róbert. Sj ónvarpsmenn á litskólabekk KEJ-Reykjavik Nú læra sjónvarpsmenn af kappi á litinn, og voru þeir I siöustu viku á bóklegu námskeiöi sem Norö- menn héldu fyrir sjdnvarpið hér. Nú eru komnir til landsins Norðmaöur og Dani, sem kenna munu á verkiegu námskeiöi I þessari viku. Sjónvarps- starfsfólkiö okkar fær þvi aö reyna sig viö litaupptökur á næstu dögum, en hefur samt friö tii aö gera mistök, þar sem ekkert af þessu birtist á skján- um. Höröur Frimannsson hjá sjónvarpinu sagöi i viötali viö Timann, aö það væri margt fyrir starfsfólk sjónvarpsins aö læra, og þaö yrði ekki fullnuma strax og litaútsendingar úr stúdiói hæfust. — Viö lærum ekki á viku,sagðiHörður, og þvi gæti öðru hvoru birzt bjöguð mynd á skjánum til að byrja með. A námskeiðinu I vikunni verð- ur kennd litafræði og hvernig hægt er að yfirfæra hana á raf- eindatækni. Þá mun norskur listamaður fjalla um fagur- fræðilegu hliðina, svo að sjónvarpsáhorfendum verði ekki misboðið. Einnig verður fjallað um takmörk mannlegs auga og hvernig hægt er að rugla litskyn manna, hvernig það verður gert með góðum árangri og hvað ber að varast i þeim efnum. Að lokum gat Hörður Frimannsson þess, að litkerfiö, sem hér verður notað væri svo kallað PAL-kerfi, v-þýzkt og - nákvæmara en ameriska kerfií ---------------------------------N Video-tæknin: Skermurinn aðeins skæni árið KEJ-Reykjavik 1 Dagblaöinu sl. mánudag kom fram i þætti sem nefnist „Raddir lesenda” fullyröing höfö eftir útvarps- virkja, sem ekki vildi láta nafns sins getiö, þess efnis aö litsjónvarpstækin yröu úrelt eftirörfá ár, kannski tvö, þrjú. Tíminn innti I gær Hörö Frímannsson yfirverkfræöing Rikisútvarpsins.eftir þessu og taldi hann þaö af og frá aö skammt væri I gjörbyltingu á þessu sviöi. Hörður var hins vegar alveg með á nótunum og taldi að út- varpsvirkinn gæti ekki'átti við annað en video-tæknina svo- kölluðu, sem m.a. er talið að öll dagblöð framtiðarinnar muni tileinka sér. Hins vegar sagði Höröur að það hefði komið fram á alþjóðlegri sjónvarpsráðstefnu I Montreal i sumar, aö þaö yröi i fyrsta lagi um 1995, sem þessi tækni V_______________________________________________J 1995 færi að ryðja sér til rúms i sjónvarpsheiminum. Spurningu Timans um hvernig þessi tækni birtist hin- um almenna sjónvarpsnot- anda, svaraði Höröur á þá leiö, aö i stað myndlampans kæmi örþunnur skermur, sem hægt yrði að hengja upp á vegg eins og málverk. Á þenn- an skerm kemur myndin, en tækiö, sem tekur á móti mynd- inni frá sendistöö, er hægt aö geyma hvar sem er og fela fyrir auganu. Eins og fyrr segir, á þessi tækni langt i land, þótt lengi hafi veriö unnið að henni. Þó var búiöað lofa þessari tækni i tengslum við hljómflutnings- tæki fyrir alllöngu, en ekki bólar á henni enn. Þar mun verða notaöur videodiskur (Ur ódýru plasti) fyrir tónlist og mynd, og með öllum UtbUnaði hægt að horfa á viðkomandi tónlistamenn flytja tónlist sina um leið og hlustað er. Slikur Utbúnaður verður þó að öllum likindum óheyrilega dýr. Hörður Frimannsson sagði, að sennilega myndi aöeins stór markaður réttlæta þessa tækni, þar sem kostnaöur við gerð efnisins yrði mikill, og tiltölulega jafn mikill, hvort sem um litið eða mikið upplag yrði að ræða. Hvað varöar dagblöð i videoformi, munu menn kaupa sér fréttaskifu, fara heim með hana og horfa á og hlusta á ffettir þegar þeim hentar. — Tækninni fleygir fram, sagði Hörður, — og það er ekki tilneins að biöa eftir henni. Þá værum við alltaf að biða. t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.