Tíminn - 09.10.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.10.1977, Blaðsíða 9
Sunnudagur 9. október 1977 9 Pantið vegna mik«»ar eftirspurnar BHM vill sam- starf við BSRB — um úrskurð vafaatriða varðandi störf félagsmanna BHM í verkfalli BSRB Flest virðist nú benda til þess að til verkfalls opinberra starfs- manna innan BSRB muni koma n.k. þriðjudag. Rikisstarfsmenn innan BHM hafa hins vegar enn ekki fengið verkfallsrétt og eru launamál þeirra nú til meðferðar hjá Kjaradómi.Rikisstarfsmenn innan BHM, sem eru um 1500 munu því starfa áfram meðan rikisstarfsmenn og bæjarstarfs- menn innan BSRB eru i verkfalli. Ástæða þessa erm.a. sú, að BHM sá sér ekki fært að þiggja sam- bærilegan verkfallsrétt við BSRB vegna: 1. Verulega stærri hluti háskóla- manna hefðu ekki verkfallsrétt skv. slikum lögum en hjá BSRB. Má þar nefna lækna, dómara, presta, dýralækna. 2. Langursamningstimi (2 ár) án endurskoðunar. Sbr. kröfur BSRB um endurskoðunarrétt, sem ekki er gert ráð fyrir i lögunum. 3. Auk þess var jafnframt laga- setningunni fyrirhuguð veru- leg skerðing á lifeyrissjóði opinberra starfsmanna. Fjármálaráðherra beitti sér fyrir þvi, að gerð var könnun á kjörum á almennum vinnumark- aði annars vegar og rikisstarfs- manna hins vegar. Niðurstöður þessarar könnunar sýndu, að verulegur munur er á kjörum þessara hópa, á þetta ekki sizt við um miðbik og efri hluta launa- stigans. Rikisstarfsmenn væntu þess, að þessi niðrstaða yrði til þess, að þessi munur yrði leið- réttur i þeim samningum, sem nú standi yfir. Tilboð fjármálaráð- herra til BSRB og BHM bera þess þó engin merki, að hið opinbera hyggist fara eftir niðurstöðum könnunarinnar, og er það megin- ástæða fyrir þvi, að ekki hafa náðst samningar við BHM og BSRB. Mjög hefur borið á þvi að undanförnu i fréttum, að saman- burður við frjálsan vinnumarkað sýni, að mest þurfi að hækka lægstu laun svo og miðbik launa- stiga opinberra starfsmanna sbr. könnun Hagstofu Islands. 1 þessu sambandi má benda á, að jafnvel enn meiri munur er á launum margra háskólamanna á almenn- um vinnumarkaði og hjá hinu opinbera. Auðvelt er hins vegar að finna önnur rök fyrir þvi, að lægstu laun þurfi að hækka veru- lega. Eftirfarandi bréf var sent BSRB hinn 5. okt. s.l.: „Á fundi launamálaráðs hinn 4. okt. s.l. var samþykkt svohljóð- andi yfirlýsing til birtingar i' fjöl- miðlum: „Bandalag háskólamanna lýsir yfir stuðningi við baráttu BSRB fyrir leiðréttingu kjara rikis- starfsmanna til samræmis við kjör launþega á hinum almenna vinnumarkaði. BHM hvetur félagsmenn sina til að gæta þess vel að ganga ekkiinn á starfssvið félagsmanna i BSRB ef til verk- falls kemur.” Jafnframtvarkosinnefnd til að fjalla um hugsanleg vafaatriði varðandi störf félagsmanna BHM i verkfalli BSRB ef til þess kem- ur. Launamálaráð BHM óskar hér með ef tir samstarfi við BSRB um umfjöllun vafaatriða og fer þess á leitað BSRB tilnefni tvo eða fleiri fulltrúa til að fjalla um slik vafa- atriði með ofangreindri nefnd. Ef BSRB telur hentugra að haga þessum málum á annan veg er launamálaráð BHM reiðubúið til viðræðna um það.” BHM vill loks benda félags- mönnum sinum á að hafa sam- band við skrifstofu BHM ef upp koma vafaatriði varðandi störf þeirra i hugsanlegu verkfalli BSRB. Sænskur gólf- MARMARI í 3 litum - Hagstætt verð ■t Grensásvegi 12 Simi 1-72-20 Einn glæsilegastÍAskemmtistaður Evrópu Smurbrauðsdömur Björn Axelsson yf ir- matreiðslumaður Aðeins það bezta er nógu gott: Köld borð Cabarett Síldarréttir Heitir réttir Eftirréttir Brauðtertur Cocktailsnittur Kaf fisnittur Sendum út veizluretti fyrir ferminga- og cocktail-veizlur Einnig bendum við á okkar glæsilegu husakynni sem yður standa til boða til hvers konar mannfagnaðar Sylvia Jóhannsdóttir lærð frá Gastronomisk Institut Köbenhavn Dagbjört Imsland lærð frá 2-33-3302-33-35 KL.1-4 DAGLEGA Aarhus staður hinna íslenzk húsgögn fyrir íslenzk heimili Hagleikur+ Hagkvæmni = Vönduð og varanleg völundarsmíð. Iðnkynningunni í Laugardal er lokið — en við höldum áfram að sýna í verzlun okkar að Síðumúla 30 húsgögn sem vöktu mesta athygli á sýningunni — og margar fleiri gerðir. Lítið viö, hringið eða skrifið eftir myndabók og ákiæðaprufum!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.