Tíminn - 09.10.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 09.10.1977, Blaðsíða 17
Sunnudagur 9. október 1977 17 Katrin Thoroddsen er isama bekk og Arni og fannst henni mjög gaman aö vera I Foss- vogsskóla. — Við höfum góð- ar og skemmtilegar bækur, sérstaklega reikningsbækur og ég er dálftill reiknings- heili satt að segja. Valtim- ana heldur hún mjög upp á og segir allt gert til þess að hver komist i þann starfshóp sem hann æskir helzt. — Sé lega til að fara i hann, er ég bara sett niður annars lega til að fara f hann, ep ég bara sett niður annars staðar, þar sem ég get unnið mina íslenzku sjálf. Eitt kom fram f samtalinu við Arna og Katrinu, sem blaðamanni fannst merkilegt, Þau vildu bæði fá einkunnir. Sögðust skilja tölur betur en um- sagnir. — Nú er fyrirmynda leitað víða, t.d. til Norðurlandanna, Bretlands og Bandarikjanna. Þvi ekki að spara sér tíma og þýða bara erlendar kennslu- bækur? — Það hefur verið athugað i vissum greinum að taka hrein- lega upp erlendar kennslubækur og þýða þær, en niðurstaðan hefur yfirleitt orðið sú, að ekki hefur þótt fært að taka bækur upp óbreyttar. Skólakerfið á .Norðurlöndum er á ýmsum sviðum öðru vfsi og allar að- stæður frábrugðnar okkar. Hið langa islenzka sumarfrf, sem að minu mati er ákaflega mikils virði, þekkist t.d. ekki annars staðar. — Frá þessu er þó ein undan- tekning og það er i enskukennsl- unni, þar sem nú eru í nokkrum skólum notaðar sænskar kennslubækur. Greinin er al- þjóðleg, ef svo má að orði kom- ast,og enskukennsla að mjög litlu leyti háð mismunandi að- stæðum f hinum ýmsu löndum. Opinn skóli — Nú á timum er börnum ekki raðað f bekki eftir einkunnum. Heldurðu að slfkt fyrirkomulag komi niður á þeim, sem bezt standa sig? — Rannsóknir hafa sýnt, að blandaðir bekkir skaða engan veginn betri nemendur, en virð- ast örva þá slakari til meiri dáða. Hitt er svo annað mál, að mis- jöfn starfsgeta nemenda skapar margvfsleg vandamál, sem verða ekki leyst nema með gjör- breyttum starfsháttum i skólan- um. Sumir nemendur geta farið yfir námsefnið á miklu skemmri tfma en aðrir og ættu að fá tækifæri til þess. Það skólaform, sem reynt hefur að bæta úr þessum vanda, er hinn svokallaði opni skóli. Hann byggist á þvf, að nemendum er ekki skipt í bekki, heldur hafa nemendur úr mismunandi ár- göngum tækifæri til þess að vinna saman. Við þetta fyrir- komulag getur hver einstakur unnið með þeim hraða, sem honum er eðlilegur og getur þannig að nokkru marki ráðið sfnum starfsdegi. Slikt athafna- frelsi hlýtur að vera ákaflega þroskandi fyrir nemandann. — Nokkrir skólar hérlendis hafa reynt að gera þetta og þeg- ar Fossvogsskólinn var stofnað- ur var við það miðað að hann starfaði með þessum hætti. Fleiri skólar hafa farið inn á þessa braut, en ekki i eins rikum mæli. Þennan unga mann, Arna Sigurbergsson,ll ára.hittuin við I Fossvogsskóla, en eins og Hörður segir i viðtalinu þá er sá skóli byggður upp sem opinn skóli. Arni trúði okkur fyrir þvi, að skólinn væri svo sem ágætur, en sjálfur teld- ist hann til einstaklings- hyggjumanna og hefði alveg eins gaman að „stúdera” einn sér eins og i hóp. Aðal- gallann á nýja kerfinu telur hann vera, að enga hjálp sé — Þess ber að geta, að fyrir- komulagið, opinn skóli, krefst talsvert meiri undirbúnings af hálfu kennara en hefðbundinn skóli og samvinna á milli kenn- ara innbyrðis er algjört skilyrði fyrir þvf að vel gangi. Hér áður fyrr fór mest öll undirbúnings- vinna kennara fram utan skól- ans og var unnin af hverjum kennara fyrir sig. Hið breytta kennsluform gerir hins vegar ráð fyrir að kennarar vinni undirbúningsstarf sitt i skólan- um og með öðrum starfsbræðr- um. Skyggnzt inn i atvinnu- lifið — Það er stundum fjálglega talað um það, að tengja beri skólann við atvinnulifið. Hefur eitthvað áunnizt í þvf efni? hægtað fá heima þvf að nýju kennslubækurnar vefjist fyr- ir mörgum foreldrum. Sér- staklega stærðfræðin. Hann sagði, að krakkar í öðrum skólum væru forvitnir að vita, hvað gerðist innan vcggja Fossvogsskóla og stundum gerðust þeir dóm- haröir og segðu fyrirkomu- lagið apað eftir öðrum þjóð- — Grunnskólalögin leggja mikla áherzlu á þennan þátt. Við höfum þó ekki getað sinnt honum sem skyldi, þar sem hann krefst mikillar undirbún- ingsvinnu og skipulagningar. Einnig hafa fjárveitingar i þessu skyni verið takmarkaðar. Smávegis hefur þó áunnizt eins og t.d. í skólanum i Neskaups- stað, en þar hefur s.l. tvö ár far- ið fram alhliða kynning á sjávarútvegi og fiskiðnaði. Kynningin hefur tekizt mjög vel, svo er áhuga starfsmanna skólans og góðri samvinnu þeirra við forstjóra fiskvinnslu- stöðva fyrir að þakka. Fleiri skólar hafa gert ýmis- legt, þótt ég nefni hér aðeins einn sem dæmi, og valgreina- stundir níunda bekkjar er m.a. hægt að nota i þessu skyni. Ef likar kynningar eiga aftur á móti að fara fram á breiðum grundvelli, þarf aö útbúa kennslugögn og sennilega að leggja einhverjar llnur um það, hvernig eðlilegt sé að kennsla af þessu tagi fari fram. Fleiri fá tækifæri — Hvernig er sambandi hátt- að á milli grunnskólans og framhaldsskólanna? —-Núá þessu hausti voru inn- tökuskilyrði í framhaldsskólana rýmkuð verulega. Breytingin felst i þvi, að nú er sama lág- mark skilgreint fyrir alla skóla. Þar þarf ekki lengur hærri eink- unn til þess að komast inn i menntaskóla en aðra skóla. Þar með er ekki sagt, að námskröf- ur f framhaldsskólunum hafi breytzt, heldur er aðeins miklu fleiri nemendum gefið tækifæri til þess að reyna. — Þeir nemendur, sem ekki ná þessu lágmarki er gefinn kostur á svokölluðu fornámi, þar sem þeir hafa möguleika á að bæta undirbúning sinn og fer fornámið fram i viðkomandi skóla, svo framarlega sem nemendahópurinn er nægilega stór. Sambandið á milli grunn- skólans og framhaldsskólans er að þessu leyti gott. — Hins vegar er ljóst, að þörf er að gera breytingar f fram- haldsskólunum ekki siður en i grunnskólanum. Það þarf m.a. að stefna að þvi, að aivarlegir gallar eins og blindgötur verði lagfærðir. Blindgötur er það kallað, þegar menn fá ekki viðurkenningu á þvi náms- efni.sem þeir hafa lagt stund á, vilji þeir skipta um námsbraut. A slðasta alþingi var lagt fram frumvarp til laga að samræmd- um framhaldsskóla og verður það væntanlega tekið upp á þinginu, sem nú fer i hönd, sagði Hörður Lárusson að lokum. — F.I. um. Timamyndir Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.