Tíminn - 09.10.1977, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.10.1977, Blaðsíða 16
u Sunnudagur 9. október 1977 Mark- miðið er að þjóna betur einstaklingsbundn- Hörður Lárusson s.f." 'Timamynd Róbert. Grunnskólalögin voru i margra augum bylting. Þau umsneru svo öllu, að jafnvel ráðsettir kennarar, — sem ekki kölluðu nú allt ömmu sína, fórn- uðu höndum. Ný orð voru tekin upp, valfrelsi, umsagnir, val- timar, kannanir og guð má vita hvað. Enn eru þessi orð mörg- um framandi og hugsanirnar á bak við hrein ráðgáta. Slíkt er ekki nema eðlilegt, þvf að grunnskólinn er ungur og enn á tilraunastigi. En I hverju er grunnskólinn frábrugöinn gamla góða skólanum? Við fengum Hörð Lárusson,deildar- stjóra i skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytis, til þess aö svara þessari spumingu fyrir okkur. Kennurum og nemend- um ekki eins miðstýrt Ef við tökum skipulagshliðina fyrst, sagði Hörður, þá hafa grunnskólalögin i för með sér þá breytingu, að nú er kominn á 9 ára samfelldur grunnskóli. Samræmd próf f þriðja, sjötta og áttunda bekk eru niðurfelld, en venjuleg bekkjapróf koma í staðinn. Gagnfræðaprófsbekk- urinn, 10. bekkur, er ekki lengur til og nú ljúka allir grunnskóla- námi i 9. bekk. Landsprófið, sem var samræmt próf f nær öll- um greinum, hefur verið fellt niður sem slfkt, en í staðinn þurfa nemendur í 9. bekk grunn- skóla að taka fjögur samræmd próf, þ.e a.s. i fslenzku, einu er- lendu tungumáli, stærðfræði og annað hvorti samfélagsfræði eða raungreinum. Að öðru leyti sjá skólarnir um námsmat í lok ni- unda bekkjar. — 1 nfunda bekk er boðið upp á valgreinar og nema þær alls 12 til 16 stundum af þeim 33-37, sem nemandinn þarf að taka alls á viku. l áttunda bekk er gert ráð fyrir þremur stundum i valgreinar. — Að hverju er stefnt með öll- um þessum breytingum? — Þessar breytingar eiga að þjóna þvi markmiði að auka sveigjanleika i skólastarfinu og þjóna betur með þeim hætti ein- staklingsbundnum þörfum um þörfum nemenda, — segir Hörður Lárusson deildarstjóri i skólarannsóknadeild menntamála- ráðuneytis um grunnskólalögin nemenda. Með öðrum orðum kennurum og nemendum er ekki eins miðstýrt eins og sagt er, heldur hafa báðir aðilar frjálsari hendur. Kennarar eru ekki lengur bundnir af yfirferð ákveðins námsefnis nema að mjög litlu leyti miðað við það sem áður var og nemendum er gertvalið frjálsara. Þessmá og geta að samræmdu próf ni- unda bekkjar fara fram i febrúarmánuði, en þá þrjá mánuði, sem eftir eru/ getur skólinn skipulagt að eigin vild. Uppbygging og efni námsbóka voru orðin úrelt. — Hvað með námsefnið? — Á undanförnum árum hefur verið lögð mikil vinna í að endurskoða námsefni og kennsluhætti i grunnskólanum. Það var orðin mjög mikil þörf fyrir þessa endurskoðun, þegar hún hófst skömmu fyrir 1970 vegna þess að kennslubækur, sem notaðarvoru, samræmdust ekki núverandi þekkingu i ein- stökum greinum. Uppbygging þeirra var heldur ekki i sam- ræmi við það, sem nú er bezt þekkt í uppeldis- og kennslu- fræðum. Þetta leiddi m.a. til þess að bilið á milli þjóðfélags- ins og skólans var stærra en æskilegt getur talizt. — Eins og málin standa nú, þá hafa nær allar greinar, sem kenndar eru í grunnskólanum verið teknar til gagngerrar endurskoðunar, en verkið er mjög mislangt á veg komið i einstökum greinum. — Hvernig fer endurskoðunin fram? —Yfirleitt er staðið þannig að þessari endurskoðun, að ákveð- inn starfshópur, sem i eru kennarar á grunnskólastigi og framhaldsskólastigi, gera f upp- hafi yfirlityfir stöðu greinarinn- ar eins og hún er i skólanum. Þegar sú staða er komin á hreint gerir hópurinn tillögur um námsskrá, námsefni; kennsluhætti, menntun kennara og fleira f þeim dúr, og eru álits- gerðirnar sendar ráðuneytinu til umfjöllunar. 1 sumum tilvik- um eru gerðar athugasemdir af hálfu ráðuneytisins. Þegar til- lögur hafa verið samþykktar og ákveðið hefur verið að hefjast handa á grundvelli þeirra er settur námsstjóri til þess að sjá um framkvæmdir og fær hann til liðs við sig kennara úr grunn- skólanum. Það eru þess vegna grunnskólakennararnir sjálfir, sem sjá að mestu um breytingar á námsefni og kennsluháttum, en ekki einhverjir sérfræðingar, sem kannski hafa takmarkaða reynslu af kennslustarfinu. Eiga erfitt með að leggja af yfirheyrslur — Þú talar um breytta kennsluhætti? — Já, veigamikill þáttur i þessum breytingum — sé miðað við gamla lagið, eru breyttir starfshættir í skólanum. Nú er sem sagt aukin áherzla lögð á sjálfstæða vinnu hjá nemendum og hlutverk kennarans verður þá frekar að leiðbeina nemend- um um þessa vinnu, i stað þess aðhalda þeim fyrirlestra, hlýða yfir eða stjórna. Sfðastnefnda atriðið er senni- lega sá þáttur umbótarstarfs- ins, sem hvað örðugast er að koma á. Orsakirnar fyrir þvi eru fyrst og fremst þær, að kennarar hafa ekki hlotið þjálf- un i samræmi við þessar hug- myndir og þeir hafa allir til- einkað sér ákveðið starfsfyrir- komulag, sem af skiljanlegum ástæðum er ákaflega erfitt að breyta. Til þess að koma til móts við kennara i þessu efni, hafa verið haldin námskeið á vegum Kennaraháskóla Islands undanfarin ár og hafa þau verið mjög vel sótt. Virðist þvi sem kennarar hafi mikinn áhuga á því að tileinka sér nýja starfs- hætti. Tilraunakennsla — Svo að við snúum okkur aft- ur að nýju kennslubókunum. Hvernig eru þær fullunnar? — Aður en bókin er fullunnin, er efnisuppkast hennar sett I til- raunakennslu í um 5-6 bekkja- deildum. Við tilraunakennsluna koma i mörgum tilfellum upp ákveðnar athugasemdir frá kennurum, brottfellingar, við- bætur, breytingar á framsetn- ingu og svo frv. Endurskoðun hefst að tilraunakennslu lokinni og er endurskoðaði textinn sendur nokkrum skólum til notkunar. Komi ekki i ljós alvarlegir vankantar, er efnið siðan gefið út í endanlegu formi. — Hvernig bregðast kennarar við þessu tilraunastarfi? — Það er ákaflega misjafnt hvað út úr tilraunakennslunni kemur. Sumir kennarar gefa mjög gagnlegar ábendingar um breytingar. Frá öðrum heyrist ekki neitt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.