Tíminn - 09.10.1977, Blaðsíða 2
2
Sunnudagur 9. október 1977
Hitavcituframkvæmdir ó horni Glerárgötu og Þórunnarstrætis. Samkvæmt upplýsingum hjá
Hitaveitu Akureyrar, ættu fyrstu húsin aö fá heitt vatn f næsta mánuði.
SVIPMYNDIR
FRÁ
'
Ilafnarframkvæmdirnar á Oddeyrartanga hafa staðiö yfir I mörg ár, með hléum og valdið mörg-
um ráöamanninum sárum höfuðverk.
AKUR
EYRI
áþ-Reykjavik. Þessa dagana er unnið af kappi
við lagningu hitaveitunnar á Akureyri. En
þrátt fyrir miklar framkvæmdir hafa forráða-
menn bæjarins lagt mikið kapp á að halda bæn-
um snyrtilegum, og samkvæmt þeim myndum
sem birtast hér á siðunni, virðist það hafa tek-
izt. Einnig má sjá myndir frá Torfunesbryggj-
unni, og af framkvæmdum Eimskipafélags ís-
lands á Oddeyrartanga. Þrengslin eru orðin
gifurleg á Torfunesbryggjunni og engin van-
þörf á að bætt yrði úr hafnarmálum höfuðstað-
ar Norðurlands.
Lengi vel kölluðu gárungarnir nýju bryggj-
una á Oddeyri ,,Sigöldu”, en jarðvegurinn und-
ir vöruskemmunni seig og grunnur hússins
s’kekktist. En nú er unnið við að koma skemm-
unni upp sem fyrst, og gera má ráð fyrir að hún
verði tekin i notkun á næsta ári. Samtals er
gólfflötur vöruskemmunnar 3200 fermetrar, og
verða skrifstofur Eimskipafélagsins i öðrum
endanum.
A þessari mynd má sjá niður Þórunnarstræti. A götunii liggur aðalæð, en Ihaust verður hún lögð
að Glerárbrú. Næsta sumar verður hún svo lögð I Glerárþorpið.
Vöruskemma Eimskipafélags tslands I byggingu. Allt kapp veröur
lagt á aö koma henni undir þak sem fyrst. Nokkru noröar hefur
fengiö Kaupfélag Eyfirðinga sem er umboðsaðili fyrir Rikisskip,
húsnæöi fyrir sina starfsemi, þar sem áður var Skipasmlðastöö
KEA (Tlmamyndir KS)
Mikil þrengsli eru einkennandi fyrir Torfunesbryggjuna. Raunar
má það furðulegt heita. að vöruafgreiðslan skuli hafa gengiö jafn
snuörulaust fyrir og og raun ber vitni.