Tíminn - 09.10.1977, Blaðsíða 27
— sem er með tvöfalt nýra öðrum megin — eins og
raunar gerist um tíunda hvern mann
Svo eru það aftur nýrun. Gerð nýrn-
anna i Guðlaugu Þóru er ef til vill ekki
eins sérkennileg og sumir kunna að
halda. Um 10% allra manna eru með
tvöfalt nýra öðrum megin, segja lækn-
arnir og þetta fyrirbæri telst þess
vegna ekki óeðlilegt, frekar en til dæmis
að vera örvhentur, heldur er það eins
konar afbrigði af þvi sem eðlilegast er
og venjulegast.
Tvöfalt nýra lýsir sér þannig, að
nýrnaskálarnar eru aðgreindar og leið-
arar tveir, i staðinn fyrir einn, liggja
upp i nýrað. Helzti ágallinn við þessa
gerð nýrna er sá, að þess konar hefur
meiri tilhneigingu tit þess að bólgna, ef
eitthvað ber út af, heldur en nýra venju-
legustu gerðar.
En að svo komnu hefur Guðlaug Þóra
ekki miklar áhyggjur af sliku. Hennar
hugmyndaheimur er allur annar, og
gleði hennar og sorg af öðru sprottin.
Það er hin sæla veröld barnsins, sem
Það eru litil sem engin óþægindi, sem
hún hefur af þessu, sagði móðir telp-
unnar enn fremur, en það er fylgzt með
henni, og það á að athuga þvagsýni á
misseris fresti. Verði þetta henni til ein-
hverra óþæginda, þegar fram i sækir,
getur ef til vill reynzt nauðsynlegt að
fjarlægja þetta aukanýra, ef nota má
það heiti. En það verður að minnsta
kosti ekki gert fyrr en hún er orðin eldri,
hefur okkur verið sagt. Það hefur ekki
heldur neitt komið fram, sem rekur á
eftir með það.
Sjálf vildi Guðlaug Þóra fátt við okk-
ur tala, þegar við heimsóttum hana.
Hún hafði lika nóg að gera við að hugsa
um brúðuna sina, sem búin var að fá hlý
prjónaföt, svo að henni verður ekki kalt,
þótt nú fari að hausta að, og á auk þess
sérstaka kerru, rétt eins og alvörubörn-
in. En þegar ekki var brúðan, þá var
lika alls konar dót að risla við, forvitni-
leg leikföng af ýmsu tagi, svo að ung-
frúnni var hreint ekki láandi, þó að hún
gæti ekki verið að standa i að skrafa við
blaðamenn, sem svo oft eru óþarflega
hnýsnir og spurulir. Ég held maður
þekki það.
Samt brosti hún framan í gestina,
þegar hún fór að venjast þeim, meira að
segja skellihló. Henni hefur liklega
fundizt þeir skritnir, þegar betur var að
gáð.
hún lifir og hrærist i. Og vonandi sneiða
óæskilegar bólgur hjá tvöfalda nýranu i
henni á komandi tið, þó að allur varinn
sé góður.