Tíminn - 09.10.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.10.1977, Blaðsíða 11
Sunnudagur 9. október 1977 1T mál sem fylgja lengingu starfsævinnar. Þegar gerðar eruáætlanirum ný störf er tekið tillit til likamlegra möguleika aldraðra. I Sovétrikjunum eru starf- ræktar sérstakar læknastofur fyrir aldraða, svo og sjúkrahús og heilsuhæli, enda þurfa aldr- aðir sérstakrar umönnunar við. Hin aðferðin Baráttan gegn algengustu sjúkdómum hefur ekki mikil áhrif á lengd mannsævinnar. Reiknað hefur verið út að algjör útrjíming hjarta- og æðasjúk- dóma lengja meðalmannsævi um 6-7 ár, og ef krabbameini væri algjörlega útrýmt myndu enn bætast við eitt og hálft ár. Þvf lengri sem mannsævin verður þvi kostnaðarsamara verður sérhvert skref læknavis- indanna. Þarna þurfa lfffræð- ingar að koma til hjálpar. Fyrirári skipaði sovézka VIs- indaakademian nefnd, sem gerði áætlun um rannsöknir á sviði möguleika á lengingu mannsævinnar fyrir árin 1976- 1985. Aætlunin skiptist i þrjá hluta: rannsóknir á sviöi erfða- fræði, efnafræði og eðlisfræði. — Að lifa og starfa i 2-300 ár, það hljómar ævintýralega. Margir lita svo á að þetta verði ekki mögulegt fyrr en eftir langan tima. En við teljum að þetta sé raunhæfur möguleiki okkar tíma, — segir formaður nefndarinnar, Ljef Komarof. — Með áframhaldandi rannsókn- um er mögulegt að á næstu ára- tugum verði fundnar aðferðir til að færa elli og dauða aftur um 40-60 ár, þannig að meðallengd mannsævinnar verði 100-200 ár. Siðarkemsthúnuppi 150-200 ár. Fræðilega séð eru engin tak- mörk fyrir þessari lengingu. Á 25 ára starfsferli hafa hrörnunarfræðingar komið fram með u.þ.b. 300 tilgátur til útskýringar á ástæðum og ferli hrörnunar. í þessu sambandi sagði þekktur sovézkur hrörn- unarfræðingur eittsinn i gamni, að fjöldi kenninga væri i öfugu hlutfalli við skilning á vanda- málinu. 1 þessum gamanyrðum felst sannleikskorn, þar eð- meirihluti kenninganna, jafnvel þær sem staðfestar hafa verið með tilraunum, eru i mótsögn hver við aðra og fyrir kemur að ein kenning útilokar aðra. Á undanförnum árum hafa að visu komið fram tvær kenning- ar, sem bera höfuð og herðar yfir aðrar. Samkvæmt þeirri fyrri erástæða hrörnunar fólgin i þvf að endurtekin mistök eiga sér stað i frumunum og af þeim stafar röng samsetning eggja- hvituefna. Hin kenningin felur i sér, að hrörnum og dauði verði samkvæmt ákveðnu prógrammi sem fyrirfinnst I erfðaeiningum (genum) mannsins jafnvel áður en hann fæðist. Kenning Komarofs, sem hefur helgað þessu vandamáli 30 ár ævi sinnar, er svohljóðandi: hrörnun er erfðafræðilegt ferli, sem hefst þegar þroskaferlið hefur náð hámarki sínu. Með öðrum orðum, ellin stafar af þvi, að þróunin sem leiddi til fullþroska mannsins heldur áfram vegna tregðulögmálsins ef svo mætti segja. Afleiðingin er sú að óhagstætt hlutfall myndast milli framleiðslu og neyzlu á orku. Lenging mannsævinnar er að áliti Komarofs fyrst og fremst vandamál sem snertir sam- eindir og erfðaeiginleika og sem leysa verðurmeð rannsóknum á frumunni. Rannsóknir sovézkra erfða- fræðinga renna stoðum undir þessa kenningu á margvislegan hátt. Hrörnunarfræðingar telja þó mikilvægt á þessu stigi máls- ins að leggja áherzlu á leit að efnafræðilegum og eðlisfræði- legum lausnum vandans, jafn- hliða erfðafræðinni. Tilraunir með dýr hafa sýnt, að unnt er að lengja ævi þeirra til muna. Við þessar tilraunir hafa veriö notuð ýmis efni, svo sem brennisteinsvetni, nokkrar gerðir vítamina og einnig hefur veriö reynd neikvæð jónun. Þá hafa tilraunir með segulsvið gefið góða raun. Svetlana Vinokurova (APN) húsió Jón Loftsson h.f. Byggingavörudeild Hringbraut 121 — sími 28600 21 árekstur áþ-Rvik. Þrátt fyrir itrekaðar að- varanir lögreglu og fjölmiðla, virðist ekki ætla að verða lát á umferðaróhöppum. Frá klukkan sex igærmorgun til kiukkan átján varð samtals 21 árekstur I Reykjavik. t einu tilfellinu var um ölvun að ræða og reyndi^sá ökumaðurað aka á brott, en hann var síðar handsamaður f Kópa- vogi. Enginn mun hafa slasazt al- varlega í óhöppum þessum, utan þess að vegfarandi varð fyrir bil, og fór hjól yfir fót hans. Nær 200 lömb dauð úr garnaeitrun SKJ-Reykjavik. —Á þessu hausti hafa verið mikil brögö að garna- eitrun f sauðfé í Þistilfirði. Veikin er svo skæð að milli 10 og 20 lömb hafa drepizthjá sumum bændum. Að sögn óla Halldórssonar bónda á Gunnarsstöðum hefur garnaeitrun verið að stinga sér niður við Þistilfjörð undanfarin 7- 8 ár en er nú með allra svæsnasta móti. Allt að 5-10% lamba hefur drepizt á sumum búum, en { heild munu hátt i 200 lömb dauð úr pestinni. Hér er um gifurlegt tjón að ræða en verð til bænda fyrir hvern dilk mun vera um 10 þús- und krónur. óli sagði að snöggri fóöur- breytingu væri kennt um þetta fár, enda herjaði pestin mest á lömbin á haustin. Lömbin eru þá tekin af úthaganum og beitt á ræktað land. Um leið eru þau tek- in frá ánum og missa mjólkina. A Keldum er búið til tilrauna- bóluefni sem gerir vissulega gagn. A Gunnarsstööum voru 300 lömbsettá haga og bólusett strax og þau komu af afrétti. Bóluefnið verkar hins vegar svo hægt, að sex dögum eftirað lömbin komu á ræktað beitiland, drápust 10 lömb og eftir 14 daga frá bólusetningu voru lömb enn að drepast. Siðast- liðna viku hefur þó ekkert lamb fundizt dautt á Gunnarsstöðum, en þau lömb sem sett verða á i vetur þarf að bólusetja aftur. Misjafnt er eftir bæjum hve tjón bænda er mikið, en garna- eitrunin er mjög útbreidd austan til við Þistilfjörð. Tfminn ræddi við Pál A. Páls- son yfirdýralækni, og hann sagði að engin sýni úr pestardauðum lömbum úr Þistilfirði hefðu borizt að Keldum og þvi væri ekki hægt að fullyrða neitt með vissu um þennan sjúkdóm. A svipuðum sjúkdómi hefur borið viða um land i langan tima. Mest ber á þessum sjúkdómi við fóðurbreyt- ingu á haustin. Lömbin koma af fjalli, þar sem þau hafa bitið heiðagróður, sem tekinn er að sölna en eru sett á kjarnmikið fóður eins og kál og já, oft eftir sult i smalamennskum. Við fóðurbrey tinguna fjölgar ákveðnum sýklum sem fyrir eru i meltingarvegi lambanna mjög og valda eitrun sem drepur þau. Páll sagði að bóluefni gegn garnaeitrun hefði gefizt vel en það væri sama um hvaða bóluefni væri að ræða, það liði alltaf viss timi frá bólusetningu þar til efnið yrði virkt gegn veikinni. AFL HREYSTI LIFSGLEÐI ♦yjNl □ HEILSURÆKT ATLAS — ælingatimi 10—15 mlnútur á dag. KerliS þarfnast engra áhalda. Þetta er álltln bezta og bM tljótvirkasta aBlerBin til aS tá mikinn _ aBSB Æ vöSvastyrk, góSa heilsu og lagran likamsvöxt. Arangurinn mun sýna sig RL eltir vikutlma þjállun. □ LÍKAMSRÆKT JOWETTS — leiSin til alhliSa llkamsþiállunar, eltir heimsmeistarann I lyftingum og gllmu, George F. Jowett. Jowett er nokkurs konar álramhald al Atlas. Bækurnar kosta kr. 800,-hvor. Sendið greiðslu með pöntun og bréfið f ábyrgð. _ □ VASA-LEIKFIMITÆKI — þjállar allan llkamann íiWgá á stuttum tlma, sérstak- lega þjálfar þetta tæki: y'—y brJóstiB, bakiS og hand- . XV leggsvöSvana (sjá meBf. mynd). TækiS er svo fyrir- f lerBarlltlS, aS hægt er aS _______v TA hala þaB I va3anum. Tæk- 's ásamt leiBarvlsi og myndum kostar kr. 180u,— SendiB natn og helmllisfang til: „LlKAMSRÆKT", þósthólf 1115, Reykjavlk. NAFN ....... HEIMILISFANG BUCHTAL Keramik flísar loksins fyrirliggjandi INNI ÚTI — Komið og skoðið eitt mesta úrval landsins. Við pöntum eftir óskum yðar. — Pantanir óskast sóttar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.