Tíminn - 13.10.1977, Síða 2

Tíminn - 13.10.1977, Síða 2
2 Fimmtudagur 13. október 1977. 18 kílómetra vegur gerður á fimm vikum — og hver lengdarkílómetri kostaði aðeins 1,3 milljónir kr. etra aö fara heiman og heim, þegar til þess þarf aö taka. Hákon Guömundsson afhendir Hákoni Bjarnasyni fagurlega bundib eintak af Skógarmálum. — Tfma- mynd: Gunnar. Maður, sem gerði skyldu sína Skógarmál — afmælisrit, helgað Hákoni Bjarnasyni JH-Reykjavik Siðastliðiö sumar varð Hákon Bjarnason skógrækt- arstjóri sjötugur og lét þá af em- bætti eftir fjörutiu ára starf i samræmiviðákvæðilaga um ald- ur embættismanna. Hafði hann þá unnið fjörutiu og fimm ár að skógræktarmálum. Þá hafði ver- iö ákveðið að efna tii útgáfu bókar um skógfræðileg og náttúrufræði- leg efni til þess að minnast af- mælisins og hins mikla og farsæla starfs Hákonar, sem fyrir löngu hefur markað djúp spor. Einnig fékk Skógræktarfélag tslands Sigurð listmálara til þess að mála mynd af Hákoni og hefur henni verið ætlaður staður í fundarher- bergi Skógræktarfélags tslands, þar sem hún mun minna skóg- ræktarmenn á Hákon, starfselju hans, hugsjónaeld og brautryðj- endastarf um alla framtið. Mynd þessi var afhjúpuð fyrir fáum dögum', og I gær var Hákoni afhenteintakafbökinni, sem einn fremsti snillingur þjóðarinnar i bókbandi, Einar Helgason, hafði bundið i forkunnargott band. Fyr- ir Utgáfu bókarinnar stóðu sex vinir og samstarfsmenn Hákonar og forystumenn á sviöi skógrækt- ar og landverndar — þeir Hákon Guðmundsson, Ingvi Þorsteins- son, Snorri Sigurðsson, Haukur Ragnarsson, Jónas Jónsson og Sigurður Blöndal. Hefst bókin á afmæliskveðju frá nær sjö hundr- uð manns.Þará eftir fylgirgrein þar sem Hákon Guðmundsson, fyrrverandi formaður Skógrækt- arfélags tslands, rekur starfs- sögu nafna sins. Sfðan kemur grein eftir Hákon Bjarnason sjálfan, Abúð og örtröð, timarits- grein frá árinu 1942 og var þá timamótagrein, þar eð þar var i fyrsta skipti gerð grein fyrir á- standi gróðurs á landinu öllu, á- ætluð viðátta gróins lands og hversu mikið af grónu landi hefði eyðst frá upphafi byggðar. Jafn- framt voru orsakir gróðureyð- ingarinnar skýrðar. Aðrar greinar i ritinu eru um gróður á tslandi á Isöld eftir Þor- leif Einarsson prófessor, Rödd hrópandans eftir Sigurð Þórar- insson, prófessor, er gerir grein fyrir þvl, sem skrifað hefur verið um gróðureyðingu frá dögum Odds Einarssonar biskups fram til Þorvalds Thoroddsens og Há- konar Bjarnasonar, um jarðveg i Hallormsstaðarskógi eftir Bjarna Helgason jarðvegsfræðing og Grétar Guöbergsson jarðfræðing, um lágplöntur I skógum eftir Hörð Kristinsson prófessor, há- plöntur i skógum eftir Steindór Steindórsson, fyrrverandi skóla- meistara, um gróðurnýtingu og landgæði eftir Ingva Þorsteinsson magister um birki á íslandi eftir Snorra Sigurðsson skógfræðing, um innflutning trjáa til landsins eftir Sigurð Blöndal, núverandi skógræktarstjóra, um skógrækt- arskilyrði á Islandi eftir Hauk Ragnarsson tilraunastjóra og yf- irlit yfir sögu skógræktar og skógræktarfélaga eftir Jónas Jónsson núverandi formann Skógræktarfélags Islands. A kápu bókarinnar er mynd af Hákoni á ferð i Morsárdal á Viði- valla-Grána kunnum hesti, árið 1940. Hákon Guðmundsson ávarpaði Hákon Bjarnasonum leiðoghann afhenti honum eintak af bókinni og vék nokkrum orðum að þvi, hvernig hann ruddi brautina fyrir skilningi á landvernd og um- hverfisvernd og sannaði.að skóg- rækt á íslandi væri annað og meira en fallegur draumur. Jón- as Jónsson mælti einnig nokkur orð og sjálfur sagði Hákon Bjarnason eitthvað á þessa leið: — Ég dreg ekki dul á að mér þykir lofið gott, eins og hverjum öðrum. En þegar öllu er á botninn hvolft þá hef ég ekki gert annað en skyldu mína, og það er ekki sérstakra þakka vert, þó að menn reyni að rækja hana. Um bókina sjálfa sagði hann, að mikils væri um það vert, að hún væri hin gagnlegasta og i henni væri margt sem ekki væri tiltækt annars staðar en mörgum léki hugur á að vita. Þeir, sem gerzt hafa áskrifend- ur að bókinni geta vitjað hennar i skrifstofu Skógræktar rikisins á Ránargötu 18 ef þeim finnst langt að bíða þessað verkfall opinberra starfsmanna leysist svo unnt verði að koma henni til þeirra með öðrum hætti. HE-Sigöldu. — Nú er kominn upp- hækkaður vegur frá Galtalæk að inntaksmannvirkjum Búrfells- stöðvarinnar, og var hann allur gerður á fimm vikum nú i haust, samtals hálfur nltjándi kilómetri á lengd.Ekki er-hitt slöur frásagn- arvert, að hver lengdarkilómetri kostaði ekki nema 1,3 milljónir króna. Mun hvort tveggja fágætt, vinnuhraðinn og hve vegurinn varð ódýr. Þetta er hinn bezti vegur, sex metra breiður og yfirleitt einn til hálfur annar metri á hæð, halla- lítill og á snjóléttu landi og liggur beint á algengustu vindstefnu. Verkstjóri við þessa framkvæmd var Stefán Kjartansson á Hvols- velli. Þess ver að geta, að vegagerð á þessum slóðum er auðveld þar eð vegurinn liggur um vikra og sanda, og þurfti ekki annan ofani- burð íum það bil helming hans en upp var ýtt I hann sjálfan. Voru vinnubrögð með þeim hætti, að tvær stórar ýtur ýttu veginum upp, en hin þriðja miklu minni, jafnaði veginn og lagfærði kant- ana. Rangæingar fagna þessum vegi mjög, og hyggja margir gott til hans I sambandi við virkjun Hrauneyjarfoss, þar eð þangað verður ekki nema rösklega klukkustundarakstur úr þorpun- um. Verður þess vegna auðvelt fyrirfólk úr héraðinu, sem vinnur Aðalfundur Félags Snæ- fellinga og Hnappdæla Nýlega var haldinn aðalfundur félags Snæfellinga og Hnappdæla i Reykjavik. Þar kom fram að félagið hefur haldið spilakvöid og árshátið og ennfremur var efnt til Jónsmessuferðar á heimaslóðir og haldinn var hin árlega kaffi- drykkja fyrir aldraða Snæfellinga og Hnappdæia, sem búsettir eru i Reykjavik. Þá hefur félagið efnt til Spánar- ferðar á hverju hausti, sem góð þátttaka hefur verið i. A þessu ári hafa gengið i félagið 37 nýir félag- ar. Félagsstarf er ágætt og þegar er búið að ákveða spilakvöld 2 fyrir áramót og 2 eftir áramót, auk þess árshátið i janúarmán- uði, kaffidrykkja fyrir aldraða i maimánuði og Jónsmessuferð næsta vor I Breiðafjarðareyjar. Fyrsta spilakvöldið verður haldið 15. okt. kl. 20.30 i Domus Medica og eru félagsmenn beðnir að mæta vel og stundvlslega. 1 stjórn félagsins eru: Bjarni Jóh. Bjarnason form., Baldur Kristjánsson, gjaldkeri, Guðm. G. Pétursson, ritari og Elsa Ágústsdóttir og Björn Eiðsson meðstjórnendur. Fjörugasti dagur í 25 ár hjá Sláturfélagi Suðurlands F.I. Reykjavík. — Það var reglu- lega fjörugt hér hjá okkur á þriðjudaginn, og við, sem varla höfum séð mann svo árum skipt- ir, fengum allt i einu heimsókn þúsunda, sagði Vigfús Tómasson, sölustjóri i Sláturfélagi Suður- lands I samtali við Tímann i gær, en fyrsti verkfallsdagurinn var mjög viðburðarríkur hjá Slátur- félaginu. — Þann dag seldust yfir þrjú þúsund slátur, sem er met miðað við tima og segja kunnugir að annar eins dagur hafi ekki komið i 25 ár. Fólk hefur hugsað með sér, sagði Vigfús að verkfallið yrði varla svo langt, að annar timi gæfist betur til innkaupa, og þess vegna var fullt út úr dyrum hjá okkur allan daginn. Starfsfólkið mátti hafa sig allt við og i matar- hléi var númerum útbýtt til þeirra, sem biðu, svo a* röðin ruglaðist sem minnst. E menn voru þolinmóðir og starfsfólkið stóð sig með afbrigðum vel á þessum fjöruga degi. 1 gær var farið að hægjast um i slátursölunni, en þó var með meira móti að gera fyrirhádegið. Fjörkippur kom I slátursöluna fyrsta verkfallsdaginn. Sláturfélagiö með eigin strætisvagn Suðureyri: Ný s orpeyðingar s töð GV-Reykjavik. — Sorpeyð- ingarstöðin er komin upp og hún verður væntanlega komin i gagnið næstu daga, sagði Krist- ján Pálsson, sveitarstjóri á Suðureyri i viðtali við Timann í gær. — Hingað til hefur sorpið verið brennt í fjör- um og þetta rusl getur verið stórhættulegt þegar það fer að rotna. Sorpbrennslan nyja eyð- ir úrganginum niður I 10% en henni var valin staður i kleif rétt fyrir innan þorpið. Gisli Guðlaugsson tæknifræð- ingur hafði yfirumsjón með framkvæmdum, en hreppurinn sá um framkvæmdir. Nú er allri byggingarvinnu lokið, en eftir er að fylla upp að sorpbrennsl- unni. Ekki er hægt að segja að þetta sé bygging, því að þetta eru veggir, sem settir eru i hlið- ina svo að jarðvegurinn renni ekki fram. Framkvæmdir þess- ar, sem staðið hafa nú i sumar kosta þrjár milljónir. Að þessu er mikil bragarbót fyrir okkur hérna á Suðureyri, sagði Krist- ján, —en þetta er eina sorpeyð- ingarstöðin á Vestfjörðum fyrir utan þá sem er á Isafirði. Nú er verið að steypa 500 metra kafla í einum áfanga á Eyrargötu á Suðureyri, sem er ein af tveim götum sem liggja þvert i gegnum þorpið. Ætlunin er að ljúka þessum fram- kvæmdum á næsta hálfa mán- uði. Þetta er mesta átak við gatnagerð á Suðureyri hingað til, — vafalaust fleiri en starfsmenn SS, sem fara með vagninum F.I. Reykjavik. — Sláturfélag Suðurlands leysir samgöngu- vanda starfsfólks síns á einfaldan hátt og hefur útvegað bil, sem fer einn rúnt um borgina, stanzar á ákveðnum stöðum og tekur upp fólk. Eru þó nokkrir, sem hafa not- fært sér þessa þjónustu I verkfall- inu og vafalaust fleiri en starfs- menn Sláturfélagsins einir, enda hefur strætisvagnamissirinn orðið Reykvikingum þungur. Vagninn fer snemma af stað, er um klukkan hálf sjö á fyrsta staðnum, en hringsólar siðan um borgina I 45 minútur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.