Tíminn - 13.10.1977, Qupperneq 6
Fimmtudagur 13. október 1977.
Hún ætlar aftur í
kvennabúrið
Frönsk stúlka að nafni Diana varð yfir sig
ástfangin af arabiskum prins Múhameð,
frænda Arabiukonungs, og fór með honum til
hans heima, þar sem hún varð ein af mörgum
eiginkonum hans i kvennabúrinu. Henni lik-
aði ekki ófrelsið og einangrun þá, sem hún
varð við að búa i kvennabúrinu, og kom orð-
sendingu tii fólksins sins i Liege i Frakklandi.
Bræður hennar komu tii Austurlanda og
hjálpuðu henni að flýja, og var þetta allt
saman eins og i ævintýri úr Þúsund og einni
nótt. Diana fór heim til fjölskyldu sinnar —
en ástin er sterk! Arabahöfðinginn kom og
vildi vingast við hana aftur og bauð henni
gull og græna skóga ef hún kæmi til sin á ný.
Diana féll i faðm hans og nú er hún farin i
aðra brúðkaupsferð meö Múhameð sinum, og
að þessu sinni til Kaliforniu. Siðan ætla þau
aftur til Arabíu og Diana ætlar aftur I
kvennabúrið. Hér er mynd af þeim þar sem
þau eru að leggja upp i brúökaupsferð nr.
tvö.
Nýr vinur Karólinu
Kennedy
Karólína Kennedy hefur starfað að undanförnu
sem Ijósmyndari við New York Daily News (á byrj-
andakaupi). Hún kunni mjög vel við sig þar og var
áhugasöm í starfinu. Þarna kynntist hún góðum,
vini sem sumir á blaðinu kölluðu ,,kærastann henn-
ar Karólínu", en það er Richard Licatta, sem var
þarna í sumarstarfi. Þegar Richard kvaddi til þess
að snúa sér aftur að námi, þá bauð hann vinkonu
sinni út að borða á veitingastað einum í Manhattan.
Þau sátu þarna og létu fara vel um sig, en hin ró-
lega og innilega stemmning hjá þeim fór fljótt út
um þúfur því að áður en varði höfðu margir ,,kolI-
egar" þeirra, bæði Ijósmyndarar og blaðamenn
ruðzt inn á barinn þar sem þau sátu og ætluðu að
njóta kvöldsins eins og annað ungt fólk. Starfsfé-
lagar þeirra voru aðgangsharðir og kepptust um að
Ijósmynda þau og að reyna að fá þau til að segja
eitthvað um samband þeirra. — Voru þau aðeins
vinir? Ætluðu þau að halda sambandi sínu áfram?
O. s. frv. Unga parið sagði víst lítið, nema að þau
væru að kveðjast og þakka hvort öðru fyrir sam-
starf ið og Licatta blaðamaður var í þann veginn að
missa þolinmæðina, honum fannst þetta allt of mik-
ill ágangur og frekja, en Karólína er öllu vön, og
sagði að þau skyIdu taka þessu létt — því f yrr er það
af staðið, og þetta er nú einu sinni þeirra starf, sagði
Karólína Kennedy, sem er vön Ijósmyndurun frá
barnæsku. Síðan brostu þau f yrir Ijósmyndarana og
vonandi hafa þau svo fengiðað kveðjast í f riði.
Jæja, þú gætir nú '\/"þ.ví skyldi ég
tekið við Geiri og leyft hafa aua
mér stökkva. ánægjuna. í