Tíminn - 13.10.1977, Side 10

Tíminn - 13.10.1977, Side 10
10 Miðvikudagur 12. október 1977. Tfv Kópasker viö öxarfjörö — þar eru höfuöstöövar kaupfélagsins. Rætt við Björn Haraldsson i Austurgörðum: Saga kaupfélags N orður- Þingeyinga er einnig saga héraðsins og bróðurþeliö, ennfremur hina skilyröislausu fórnarlund for- ingjanna og hollustu, sem allra kröfuharðastir voru við sjálfa sig. Viöbrögö félags og byggöar i öröugleikum kreppuáranna, þrautseigja og þolgæði en sigur aö lokum, er sá þáttur sögunn- ar, sem hæst ber og mest lýsir af. Ef lexia þeirrar lffsreynslu næöi til nútiöar gegn um þessa bók, væri ég sæll og glaöur. Bók þessi, útgefin i des. sl., hefst meö stuttu ágripi af 130 ára sögu samvinnuverzlunar á Islandi, sem i bókinni er talin hefjast áriö 1844, en af sumum ekki fyrr en 28 árum sföar. Aöalefni bókarinnar er 80 ára saga Kaupfélags Noröur-Þing- eyinga, sem höfundur telur vax- iöút frá Kaupfélagi Þingeyinga. Þróun Kaupfélags Noröur- Þingeyinga telur höfundur svo samslungna veigamiklum þátt- um byggöarlagsins, aö naumast veröi sögur fyrirbæranna sér- raktar svo að vel fari. Þess vegna lýkur heiti bókarinnar á orðunum: Mannllf við yzta haf. Þetta er mikil þróunarsaga. Auk verzlunarsögunnar er kom- ið inn á sögu atvinnumála til lands og sjávar, samgöngu- mála, bygginga og ræktunar- mála, heilbrigöis og menning- armála o.fl. mannlifsþátta. Þá hefur bókin aö geyma sérstaka kafla um kauptúnin Kópasker, aðalheimkynni félagsins, um- hverfislýsingu, byggingasögu og lifið þar, ennfremur frásagn- iraf Raufarhöfn, þar sem félag- iðkom við sögu nærfelt hálfa öld og var um margra ára bil, auk verzlunarinnar, athafnasamasti atvinnurekandi staðarins. 1 Raufarhafnarþætti er ágrip af sögu sildveiða við tsland og sild- ariönaðar, en þó sérstaklega á Raufarhöfn. Er þar ýmislegan fróöleikaöfinna,sem ekki hefur áður komiö á prent. Túlkun þessarar héraðssögu er opinská og glögg.Bók þessi hefur hlotið mikið lof i fjölmiölum, en einnig aðfinnslur. Timinn fékk höfund bókarinnar til þess aö svara nokkrum spurningum um hana : Hvers vegna skrifaðir þú þessa bók? — Félagsstjórnin bað mig aö skrifa sögu kaupfélagsins og einnig sögu Kópaskersbyggðar. I ööru lagi var viðfangsefniö mér einkar hugstætt. Hverja telur þú upp- hafsmenn samvinnu- verzlunar á islandi? — Ég hygg Jón Sigurðsson forseta hafa átt hugmyndina. En séra Þorsteinn Pálsson, þá aöstoðarprestur á Hálsi i Fnjóskadal útfæröi hugmynd forsetans og skipulagöi fyrstur manna á Islandi félagslega samvinnuverzlun. Tryggvi Gunnarsson og Pétur Eggerz brutu isinn.. Þeirra vegvisun reyndist sigild. Um upphaf samvinnuverzlunar á tslandi er ég I höfuðatriöum sammála Arnóri Sigurjónssyni (tsl. sam- vinnufélög 100 ára) og dr. Þor- katli Jóhannessyni rektor (Ævi- saga Tryggva Gunnarssonar) um upphaf samvinnuverzlunar. Hvern eða hverja tel- ur þú upphafsmenn Kaupfélags Norður- Þingeyinga? —- E'ins og segir I bókinni, er KNÞ upphaflega vaxiö út frá Kaupfélagi Þingeyinga. Þrjár, siöar fjórar af upphaflegum deildum KÞ endurskipulögöust i KNÞ. Réttast mun aö telja Pét- ur á Gautlöndum upphafsmann aö KNÞ, þann sem lagöi ráðin á um stofnun þess. Pétur fékk Jón Gauta, bróöur sinn, til þess að fara noröur um sveitir aö stofna félagiö og hefur vafalaust stutt hann tildáöa, meöan Jón stjórn- aöi KNÞ. Hitt er svo ljóst, aö Þórður Flóventsson átti hugmyndina aö sérstöku kaupfélagi fyrir Norö- ur-Þingeyinga og viröist hafa litlu munað, aö hann kæmi þvi á laggir nokkrum árum fyrr en varö. Hvað um forstöðu- menn KNÞ i 80 ár? — Sannarlega átti félagiö for- ingjaláni aö fagna og starfs manna öll sin ár, eins og glögg- lega kemur fram i bókinni. Þar eru verk þeirra látin tala. Eng- inn lá á liði sinu. Foringjarnir gáfu tóninn, aörir starfsmenn og óbreyttir félagsmenn fylgdu þeirra dæmi. Þjónustan var dygg og óeigingjörn. Einhverjum finnst þú spar á lofsyrði handa þeim, sem gerðu stærstu hlutina. — Ég svaraöi þeim ritdómi i sama blaöi og hef þar engu við aö bæta. Okkur bar ekki á milli annað en það, meö hverjum hætti ætti aö bera lof á konur og menn. Gagnrýnandi telur, að með tilkomu útibús Samvinnubankans á Kópaskeri, 1966, hafi uppsafnazt nýr al- menningssjóður. Hvað viltu segja um þetta? — Þetta er misskilningur, ekki óeölilegur. Stofnun útibús- ins var aðeins nafnbreyting. Vinsælli stofnun, Sparisjóði Noröurþingeyinga, sem starfaö hafði i 46 ár var gefiö þetta nýja nafn, útibú Samvinnubankans. Skilyröi til söfnunar sparifjár jukust ekkert við þá nafnbreyt- ingu. Vonazt var eftir fjármagni til útibúsins frá aöalbankanum, en sú von hefur enn ekki rætzt. Hvaða gagn og hverjum hyggst þú vinna með þessari bók? — Aö visa nútiðinni til vegar, laða hana til aðleita sérfótfestu I fortiöinni,, i dáöum hennar og mistökum, sigrum og ósigrum. Hvað telur þú áhuga- verðast i tilveru og starfi Kaupfélags Norður-Þingeyinga? — Einhuga sannfæringu hér- aösbúa um ágæti samvinnu- stefnunnar, vakandi aðgát á efnahag félagsins og framfara- möguleikum, heiðarleikann gagnvart félaginu, samstöðuna En hvað um mistök- in? — Hjá mistökum varö ekki með öllu komizt á svo langri leiö. En þau voru einkum I þvi fólgin, aö stundum var of seint brugöizt við þörf. Þaö gerist enn idag, að menn átta sig of seint á breyttum viöhorfum. Hjá KNÞ leiddu mistökjafnan til lögunar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.