Tíminn - 28.10.1977, Side 8
8
Föstudagur 28. október 1977
Magnús Ólafsson formaður SUF.
Fðlkið á
að ráða
— frumvarp Jóns Skaftasonar um
persónukjör skref í rétta átt
Loksins hefur verið lagt fram
á Alþingi frumvarp til laga um
breytingar á kosningalögum.
Það var framsóknarþingmað-
urinn Jón Skaftason, sem lagöi
þetta frumvarp fram, og er
meginefni þess það, að hinum
almenna kjósanda veröi tryggö
áhrif á hvaöa menn veljist til
þingsetu. Full ástæða er þvl til
þess aö fagna frumkvæöi Jóns i
þessu efni og láta I.ljós þá von,
að þetta frumkvæöi veröi til
þess aö Alþingi taki nii á sig
rögg og geri nauösynlegar;
breytingar á kosningalöggjöf-
inni.
A siöustu árum hafa miklar
umræður fariö fram hér á landi
um nauösyn þess að tekið veröi
upp meira persónukjör alþing-
ismanna, en nú er. Kröfurnar
um þetta hafa slfellt oröiö há-
værari, og er ekki að furöa,
enda er staöreyndin sú, aö með
kosningalögunum, sem sam-
þykkt voru samfara kjördæma-
breytingunni 1959 er valiö um
rööun frambjóöenda á lista nær
alfarið tekiö úr höndum hins al-
menna kjósrnda. Reynslan hef-
ur lika oröið sú, aö iðulega hafa
valizt menn til þingsetu, sem
fjöldi manns fullyrðir, að ekki
eigi almennan stuöning kjós-
enda flokksins I viðkomandi
kjördæmi. Sllkt hlýtur ævinlega
að vera mjög skaðlegt, og ekki
sízt fyrir viökomandi þingmenn,
sem ekki geta með nokkru móti
eftir núverandi kosningalöggjöf
sýnt fram á raunverulegt fylgi
sitt meðal kjósenda flokksins.
Með persónukjöri fæst úr þvi
skorið hvaöa menn innan hvers
flokks hafa raunverulegt fylgi
til þess aö sit ja á Alþingi. Þessir
menn leggja siðan geröir sinar
undir dóm kjdsendanna á nokk-
urra ára fresti og fá þá áfram-
haldandi stuðning til þingsetu,
ef störf þeirra hafa veriö i sam-
ræmi viö vilja kjósendanna.
Ótti þingmanna
En þótt von sé látin I ljósi um
aö frumkvæði Jóns Skaftasonar
veröi til þess aö Alþingi taki nú
á sig rögg og breyti meingall-
aðri kosningalöggjöf þá skal
það viðurkennt, aö mörg ljón
eru á veginum. M.a. eru fjöl-
margir þingmenn andvigir per-
sónukjöri enda að sumra mati
ólikt þægilegra aö sitja I ein-
hverju af hinum svokölluðu
„öruggu sætum” og þurfa litt
fyrir lifinu að hafa. Siðan geta
þeirlátiö þá.sem Ibaráttusætin
veljast annast kosningabarátt-
una aö miklu leyti.
Hinu skal þóekki gleymt,
aö formenn stjórnmálaflokk-
anna hafa allir lýst þvi yfir I
sjónvarpi og viöar, aö þeir séu
hlynntir persónukjöri. Vonandi
eru slikar yfirlýsingar ekki aö-
einsorðin tóm, heldur muni þeir
leggja áherzlu á aö þeirra
flokksmenn styöji persönukjör-
iö.
Meirihlutinn
ræður
— Einn helzti kosturinn viö
frumvarp Jóns, ef aö lögum
veröur, er aö með þvi fyrir-
komulagi á kosningum geta
kjósendurnir valiö þann fram-
bjóöanda, sem þeir helzt vilja.
Umsjónarmenn:Pétur Einarsson
Ómar Kristjónsson
Þvi er ekki hætta fyrir nokkurn
flokk, að kjósendur, sem styðja
vilja stefnu flokksins, neyðist til
aö kjósa aöra flokka vegna þess
aö þeim fellur ekki einhver
frambjóöandi flokksins I geö.
Þá losna flokkarnir lika viö
þann mikla vanda, sem þvifylg-
ir,aðþurfa að velja millimanna
á flokkslistann. I flestum tilfell-
um geta allir, sem hug hafa á að
spreyta sig i kosningabaráttu
fengið tækifæri til þess. Siðan
verða þeir, sem ná kjöri að
leggja sig fram um að vinna
þannig,að þeir eigi möguleika á
endurkjöri i næstu kosningum.
Prófkjör
Verði frumvarp Jóns sam-
þykkt veröa prófkjör þau, sem
nú fara fram víða um land
óþörf. Við það vinnst margt,
m.a. það að fleiri veröa virkir
fyrir hvern flokk i aöalkosn-
ingabaráttunni.
Gallinn á þessari aðferö er
hins vegar einn og sá hinn sami
og upp getur komið viö skoöana-
kannanir og prófkjör. Þessi
galli er sá, aö ákveðinn meiri-
hluti, jafnvel naumur meirihluti
kjósenda eins flokks i kjördæmi,
getur ráöið hverjir skipi þing-
sæti flokksins, meira aö segja
þótt þingsætin verði þrjú eða
fleiri. Þetta byggist á þvi að i
frumvarpi Jóns er gert ráö fyrir
að hver kjósandi f lokksins f ái að
tilnefna menn i öll þingsætin.
Þvi er hér lagt til, að þing-
menn kanni rækilega, hvort
ekki sé unnt að finna lausn á
þessu vandamáli. Sérstaklega
er bent á, hvort ekki væri heppi-
legra að taka upp írska kerfið i
einhverri mynd. Með þvf kerfi
væri unnt að komast fram hjá
þessu vandamáli. Með þvi kerfi
heföi fólkið mesta möguleika á
að ráöa hvaða menn veljist til
þingsetu.
Magnús ólafsson
Kynning á ungoim framsóknarmönnum
FRAMSÓKNARFLOKKURINN ER
EINI BYGGÐASTEFNUFLOKKURINN
í dag kynnum við
ungan framsóknar-
mann frá Raufarhöfn.
Hann heitir Pétur
Björnsson fæddur á
Raufarhöfn og uppal-
inn þar. Hann varð
stúdent 1975 og tók
fiskimannapróf 1976. 1
haust settist hann síðan
i útgerðardeild Tækni-
skóla íslands og mun
útskrifast þaðan i vor.
Pétur hefur lagt
stund á iþróttir og
spilar oft bridge við
kunningja sina. Hann
hefur mikinn áhuga á
þjóðmálum og tekur
þátt i starfi Fram-
sóknarflokksins eftir
þvi sem aðstæður hans
á hverjum tima leyfa.
Milli þess, sem hann
hefur setið á skólabekk
hefur hann stundað sjó-
mennsku. M.a. var
hann siðasta ár á tog-
aranum Rauðanúpi frá
Raufarhöfn. Pétur er
kvæntur Margréti Þor-
valdsdóttir frá Akur-
eyri og eiga þau einn
son.
Nýlega tókum við
Pétur tali og spurðum
hann fyrst hvað það
væri, sem kennt væri
við útgerðardeild
Tækniskólans.
— Þar er veitt alhliða
menntun um á hvern hátt
stjórna skuli útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækjum. Þessi
— og hætt er við að
víða væri erfitt atvinnu-
ástand um landsbyggð-
ina, ef Framsóknar-
flokkurinn hefði ekki
komizt í stjórn 1971 og
haft forystu í byggða-
málum síðan
menntun er að minum dómi
mjög góö undirstaða fyrir þaö
verkefni, að taka aö sér slfka
stjórnun. Ég tel mjög gott að
hafa slfka menntun, ef atvikin
eiga eftir aö haga þvi þannig að
ég lendi einhvern tíma I að
stjórna sllku fyrirtæki. En eins
og er stefnir hugurinn mest á
sjóinn, og hef ég áhuga á aö
stunda sjómennskuna a.m.k.
eitthvaö áfram.
Er ekkiútgerðog fiskvinnsla
undirstaða alls atvinnuiffs I
þinni heimabyggö á Raufar-
höfn?
— Rétt er það, og segja má aö
allt atvinnulff á Raufarhöfn
standi og falli meö útgerðinni.
Sömu sögu er einnig aö segja af
Þórshöfn, og á Kópaskeri er út-
gerðvaxandi þáttur I atvinnulif-
inu.
Eru margir togarar geröir út
frá þessum stöðum?
— Nei, aðeins einn togari er
geröur út frá Þórshöfn, ann
ar frá Raufarhöfn. Hugmynd
manna á Þórshöfn var að
byggja eingöngu á Utgerð
smærri báta, enda var mikil
fiskigengd skammt frá landi,
þegar áætlanir voru gerðar um
uppbyggingu fiskiðnaðarins á
staðnum. Siðan gerðist það, að
fiskurinn hverfur af grunnslóð,
m.a. vegna mikils ágangs er-
lendra veiðiskipa út af Norð-
austur-landi. Þvi var ekki um
annaö að gera fyrir Þórshafnar-
búa en að kaupa togara. Attu
þeir f harðri baráttu með aö fá
skip, enda var þá fariö að
stemma stigu viö innflutningi
nýrra togara. Niðurstaöa þessa
máls varð, aö þeir urðu að sætta
sig við að kaupa fremur lélegt
skip og hefur þaö háö þeim alla
tið. Þaö er þvi ljóst, aö það hefur
háð vexti Þórshafnar verulega,
að sú mikla fiskigengd sem var
á grunnslóð, þegar flestir togar-
amir voru keyptir til landsins
1972-74, skyldi hverfa svo gjör-
samlega, sem raun ber vitni.
Raufarhafnarbúarhafa aldrei
treyst á útgerð smábáta?
— Vöxtur Raufarhafnar var
mestur á sildarárunum, en
þegar hún hvarf skapaðist mjög
alvarlegt ástand á staönum.
Siðan var togbátur keyptur og
frystihUsið endurbyggt. Siðan
var þessi togbátur seldur, strax
og unnt var að fá togara.
Annað stórt atriði I atvinnu-
málum Raufarhafnarbúa er
loðnubræöslan, sem þar er. Hún
veitir mikla atvinnu á vetrum,
og vinna verður aö því að lengja
þann ti'ma sem hún veitir at-
vinnu.
En f þvi sambandi má nefna,
aö á Þórshöfn er sildarbræðsla,
sem byggð var f lok sfldarár-
anna. Þessi bræðsla hefur lftið
Pétur Björnsson
verið notuð. Ég tel aö það kosti
litiö að standsetja hana þannig
að lo&iubræðsla geti einnig haf-
izt á Þórshöf n og veitt þar mikla
atvinnu.
Hvaö getur þú nefnt annað,
sem tryggði vöxt og eflingu
byggðanna I Noröur-Þfngeyjar-
sýslu?
— Að mínum dómi háir það
Raufarhöfnverulega hve lítiö er
þar um iðnaðarmenn. Það á
einnig við aðra þéttbýliskjarna f
sýslunni, þó að ástandið sé ekki
eins slæmt og á Raufarhöfn.
Td. er öll þjónusta viö Utgerð-
ina frá Raufarhöfn mjög léleg
og er mikil nauðsyn á öflugu
verkstæði til þess að þjóna út-
gerð, fiskvinnslu og öðrum, sem
á þessari þjónustu þurfa að
halda.
Eins skortir okkur verulega
aöra iönaðarmain, sérstaklega
byggingariönaöarmenn. I
mörgum tilfellum verða menn
aö vera aö brasa I því sjálfir aö
byggja hús yfir sig. Þótt ýmsir
vilji gjarnan hafa þann hátt á,
eruþó fjölmargir, sem vilja fá
fagmenn til þess aö byggja fyrir
sig, ef þess er kostur. Þá væri
þaö stórt skref i þá átt að fjölga
ibúum á þessum stöðum ef þar
væri meira um ibúðarhúsnæði,
sem unnt væri aö fá keypt eöa
leigt.
En hvað segir þú um eflingu
ýmiskonar smáframleiðsluiðn-
aöar i sýslunni?
— Aö slíkri iönaðaruppbygg-
ingu veröur markvisst aö
stefna, enda yröi slfkt til þess að
skjóta fleiri stoöum undir at-
vinnulifið og gera það á allan
hátttryggara. Auk þess eru fjöl-
margir, sem ekki geta eða vilja
vinna f fiski. Þaö fólk veröur að
fá vinnu við sitt hæfi.
Nú höfum við fyrst og fremst
talaö um atvinnu og manniif I
þéttbýliskjörnum Noröur-Þing-
eyjarsýslu. En hvaö getur þú
sagt okkur um búskap i sýsl-
unni?
— Frá náttúrunnar hendi eru
búskaparskilyrði góð í sýslunni.
Þar eru sauðlönd góð og dilkar
vænir. Hins vegar fóru kalárin
mjög illa með marga bændur,
og segja má að margir bændur
hafi ekki náð sér enn eftir þau
áföll.
NU um skeið hefur veriö unniö
að gerð landbúnaöaráætlunar
fyrir sýsluna og vona ég að
þegar farið verður að fram-
kvæma þá áætlun verði það
veruleg lyftistöng fyrir sveitir
sýslunnar.Eins telég nauðsyná
að leggja áherzlu á að auka at-
vinnuval I sveitum og koma þar
á fót ýmissi annarri atvinnu en
þeim hefðbundna búskap, sem
um aldir hefur verið stundaöur.
I þvisambandi má nefna fiski-
raekt og sitthvað fleira.
Hvernig er samgöngum um
Noröur-Þingeyjarsýslu háttaö?
— Það er ekki ofsögum sagt,
þótt þaö sé fullyrt að á sumum
svæöum sýslunnar séu vegir
með þvi versta, sem gerist á
landinu. T.d. má nefna veginn
um Melrakkasléttu. Þann veg
verður aö endurbyggja, svo og
aðra vegi i' héraöinu, sem ekki
hafa veriö endurbyggöir á sið-
ustu árum. Snjóþyngsli I hérað-
inu eru mikil, og þvi er þar mikil
nauðsyn á háum og góöum veg-
um, sem ekki lokast I fyrstu
snjóum.
Nú flýgur Flugfélag Norður-
lands reglulega til nokkurra
staða i sýsiunni. Er ekki mikil
samgöngubót I þvi?
— Tilkoma þessa flugs mark-
aði þáttaskil I samgöngumálum
Framhald á bls. 20