Tíminn - 28.10.1977, Qupperneq 21

Tíminn - 28.10.1977, Qupperneq 21
Föstudagur 28. október 1977 21 íslenzka landsliðið í handknattleik var eins og vængbrotinn fugl | íþróttir ,, Sóknar leikur inn var alltof einhæfur” — sagði Jón Karlsson Iþrótta- frétta- menn verð- launa leik- GEIR HALLSTEINSSON ,'É.g er mjög óiánægður með, að við skildum tapa fyrir þessu norska liði, sem er alls ekki gott, sagði Jón Karlsson, fyrirliði islenzka lands- liðsins, sem tapaði 16:17 fyrir Norðmönnum i Norðurlandamótinu i handknattleik, sem hófst i Laugardalshöll- inni i gærkvöldi. — Sóknarleikur okkar var alltof einhæfur og þung- lamalegur sagði Jón. — Viö náðum okkur aldrei á strik i leiknum og þess vegna varð sóknarleikurinn ekki nógu ógnandi, sagði Geir Hallsteins- son, og það var greinilegt að is- lenzku leikmennirnir voru mjög óánægðir með leik sinn, sem var mjög slakur i alla staði. Islenzka liðið tók forystuna i byrjun og þegar 10 min. voru bún- ar af leiknum, var staðan orðin 7:4 fyrir ísland. Eftir það hrundi leikur islenzka liðsins og léku Norðmenn lélega vörn islenzka liðsins oft grátt. Þeim tókst að jafna 7:7 og staðan var siðan jöfn 9t9 i hálfleik. „Gamla gryfjan” íslenzku leikmennirnir léku mjög illa I byrjun siðari hálfleiks- ins — duttu ofan i „gömlu gryfj- una”, sem hefur svo oft orð ið islenzka landsliðinu að falli. Það var ekki heil brú i þvi sem leikmenn liðsins gerðu og skoruðu þeir aðeins 1 mark úr 9 sóknarlot- um fyrstu 10 min. siðari hálfleiks- ins. Norðmenn tóku siðan leikinn smátt og smátt i sinar hendur — komust yfir 15:12 og siöan 17:14 og þar með var draumur is- lenzka liðsins, um sigur, úr sög- unni. Þó tókst islenzku leikmönn- unum að minnka muninn rétt fyrir leikslok — en það dugöi ekki. Norðmenn fóru með sigur af hólmi. Norska liðið var langt frá þvi að vera gott — engin langskytta var i liði þeirra, en þeir græddu á þvi, hvað vörn islenzka liðsins var lé- leg. Norðmennirnir skoruðu flest mörk sin af linu, eða eftir gegn- umbrot, og úr vitaköstum, sem voru dæmd á islenzku varnar- mennina, þegar þeir brutu á Norðmönnum i dauðafærum á linunni. Mörk Norðmanna skoruðu þessir leikmenn: Ingebriksen 7 (5),Hallén 3, Augestad 3, Rose 1, Haugen 1, Gjerde 1 og Helgevold 1. JÓN KARLSSON... átti mjög góðan leik I gærkvöldi. Hér sést hann skora fram hjá Juul Morgan, markverði, sem átti stórieik I marki Norðmanna. menn í NM Samtök iþróttafrétta- manna ákváðu á fundi i gærkvöldi að veita þrenn verðlaun i sam- bandi við Norður- landamótið i hand- knattleik, og verða verðlaunin afhent að úrslitaleik loknum. Samtökin ákváðu að gefa þrjár styttur, sem verða veitt bezta varnarmanni mótsins, bezta sóknarleikmanniogbezta markverði mótsins. lþrótta- fréttamenn fjölmiðlanna verða i dómnefnd þeirri, sem ákveöur hvaða leikmenn verða Utnefndir. ÓLAFUR BENEDIKTSSON... lék ekki með gegn Norðmönn- um. Olafur meðal áhorfenda Það vakti mikla at- hygli í Laugardals- höllinni i gærkvöldi, að ólafur Benedikts- son, landsliðsmark- vörður í handknatt- leik sem leikur með sænska liðinu Olympia, var ekki lát- inn leika gegn Norð- mönnum. Þetta vakti mikla athygli 1 herbúftum Svia, þvi að Ölafur hefur staðið sig frábærlega með Olimpiu i sænsku 1. deild- arkeppninni handknattleik „Allsvenskan” að undanförnu og sögðu sænsku leikmennirn- ir, sem leika hér á Norður- landamótinu, að Ólafur sé nú bezti markvörðurinn i „All- svenskan”. Það er einkennilegt að það sé kallað á Ólaf frá Sviþjóð, til að láta hann horfa á landsliðið leika. —Ég kann enga ástæðu, fyrir þvi að ég hafi ekki veriö látinn leika, sagði Ólafur. Landsliðsnefndin lét þá Gunnar Einarsson og Kristján Sigmundsson spreyta sig — þeirstóðusigágætlega, en það verður þó að viðurkenna, að þeir hafa ekki þá reynslu, sem Ólafur hefur. ísland fær aðvörun frá N or ðmönnum — um að þeir verði að taka á honum stóra sinum, ef þeir ætla sér að ná árangri í HM-keppninni ÓLAFUR EINARSSON — skoraöi flest mörk tslands, eöa 7. íslenzka landsliðiö fékk heldur betur aðvörun í Laugarda Ishöl linni í gærkvöldi/ um að það verður að taka á honum stóra sínurri/ ef það ætlar sér að gera stóra hluti i HM-keppninni í Dan- mörku. Allur leikur ís- lenzka liðsins bar vott um/ að þarna væri á ferðinni ósamstillt lið/ sem er ekki liklegt til afreka á næst- unni. — Ég er langt frá því aö vera ánægður meö leik strákanna, en það verður að hafa það i huga, að þeirhafa ekkert getað æft saman að undanförnu, sagði Birgir Björnsson formaöur landsliðs- nefndarinnar i handknattleik, eftir leikinn. Þó aö islenzka liðið hafi litið getaö æft, þá er ekki eingöngu hægt að kenna þvi um, hvernig fór. Leikmenn liðsins voru langt frá þvi að vera traustvekjandi — sóknarleikur liðsins var i algjör- um molum og varnarleikurinn var mjög slakur. Aftur á móti var markvarzlan þolanleg — það er ekki hægt að kenna markvörðun- um um, hvernig fór. Það er greinilegt að það vantar lykilmenn i sóknar- og varnarleik landsliðsins — leikmenn sem halda haus og getað „púrrað” aðra leikmenn upp, þegar á móti blæs. Að visu vantaði þá Arna Indriðason — veikur og Björgvin Björgvinsson — meiddur,en þeir hefðu þó engu getað breytt, a.m.k. ekki i sóknarleiknum. Þaö vantar leikmenn til aö láta knött- inn ganga og dempa niður hraöa, þegar leikur liösins er farinn út i ævintýramennsku. Arangur islenzka liðsins var mjög slakur — aðeins 5 leikmenn skoruðu mörk liðsins, sem sýnir að breiddin er ekki mikil. Islenzka liðið skoraöi 9 mörk i fyrri hálfleik, úr 23 sóknarlotum, en 7 mörk i siðari hálfleik úr 23 sóknarlotum — alls 16 mörk úr 46 sóknarlotum, sem er slakur árangur. Arangur einstakra leikmanna, varð þessi — mörk, skot og siöan knettinum tapað: Ólafur.............7(4)—11—2 Jón K...............3 — 4—0 Þorbjörn G.........2 — 3—0 Bjarni................2 — 3—1 Geir..................2 — 9—1 Birgir J..............0 — 1—1 Þórarinn..............0 — 1—1 Jón Pétur ........0 — 2—1 Þorbergur.........0 — 3—1 Mörk islenzka liðsins voru skoruð þannig: — Langskot 6, af linu 4, vitaköst 4 og 2 úr horni. Geir átti 2 linusendingar, sem gáfu mörk, en Ólafur Einarsson eina. Færey- ingar veittu Finnum harða keppni Finnar unnu sigur (20:17) yfir Færeyingum i Norðurlanda- mótinu i handknattleik i gær- kvöldi i Laugardalshöllinni. Færeyingar komu mjög á ó- vart og höfðu þeir forystu til aö byrja meö og sfðan stóöu þeir i Finnum þar til undir lok leiksins, en þá var úthald þeirra á þrotum og tryggöu Finnar sér sigur á lokasprett- ingum. Finnar og Færeyingar leika i riðli með Svium og eftir að hafa séð leik Finna og Færey- inga, þá er útséð að Sviar fari léttilega i úrslit — þeir eiga að vinna stórsigur yfir „litlu” þjóðunum. Danir mæta Norðmönn- um Tveir leikir veröa leiknir i NM-mótinu i kvöld — þá mæta Sviar Færeyingum kl. 8 og siö- an leika Danir og Norðmenn. -

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.