Tíminn - 30.10.1977, Blaðsíða 23

Tíminn - 30.10.1977, Blaðsíða 23
Sunnudagur 30. október 1977 23 stór” eftir Ednu Ferber Siguröur Gu&mundsson is- lenzka&i, Þórhallur Sigurös- son leikari les (15) 15.00 Mi&degistónleikar: ts- lenzk tónlist 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popphorn Þorgeir Ast- valdsson kynnir. 17.30 Sagan: „Patrick og Rut” eftir K.M. Peyton Silja Aöalsteinsdóttir les þýöingu sfna (11). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Gisli Jóns- son flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Andrés Kristjánsson talar. 20.00 Mánudagslögin 20.30 Afrika — álfa andstæön- anna Jón Þ. Þór sagn- fræöingur fjallar um Zaire, Kongólýöveldiö og Gabon j 21.00 Tónleikar a. „Sports et divertissements” eftir Eric Satie. William Masselos leikur á pianó. b. Svita fyrir fiölu, klarinettu og pianó eftir Darius Milhaud og c. Forleikur um hebresk stef op. 34 eftir Sergej Prokofjeff, Gervase de Peyer, Emmanuel Hurwitz og Lamar Crowson leika ásamt félögum vlr Melos- kammersveitinni i Lundún- um. 21.30 (Jtvarpssagan: „Vikur- samfélagiö” eftir Gu&laug Arason Sverrir Hólmarsson les (19) 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir Búna&ar- þáttur: Um búskapinn i H jaltastaöaþinghá Gisli Kristjánsson talar viö Ing- var Guöjónsson bónda I Döl- um. 22.40 Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar islands i Há- skólabiói i fimmtud. var: — siöari hluti. Hljómsveitar- stjóri: Karsten Andersen Einsöngvari: Sieglinde Kahmanna. Sjö söngvar frá æskuárum (Sieben fruhe Lieder) eftir Alban Berg b. Capriccio Italienne eftir Pjotr Tsjaikovský. — Jón Múli Amason kynnir tón- leikana. 23.20 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Sunnudagur 16.00 Noröurlandamót f hp-1- knattleik 18.00 Stundin okkar. Hlé 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Norrænir unglingakórar syngja negrasálma (L). 21.15 Gæfa eöa gjörvileiki. Bandariskur framhalds- myndaflokkur byggöur á sögu eftir Irwin Shaw. 3. þáttur. 22,05. JMoröuriandamót I hand- knattleik, úrslit. 22.05 Uppreisnin i Atticá- fangelsinu (L) 23.10 Aö kvöldi dags Séra Stefán Lárusson prestur i Odda á Rangárvöllum, flyt- ur hugvekju. 23.20 Dagskrárlok. Mánudagur 31.október 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 tþróttir Umsjónarmaö- ur Bjarni Felixson. 21.15 Tennessee Williams Kanadisk heimildamynd um hinn heimskunna bandariska leikritahöfund Tennessee Williams. I myndinni er rætt viö Willi- ams, og hann les úr ljóöum sinum. Einnig flytja þekktir leikarar kafla úr fimm leikritum skáldsins. Þýö- andi Óskar Ingimarsson. 22.45 Dagskrárlok David Graham Phillips: SUSANNA LENOX Jón Hélgason ,öV að Súsanna gat ekki að sér gert að horfa á hinar f erlegu mjaðmir hennar og læri, sem sýndust enn fyrirferðar- meiri vegna þess, hve lífstykkið var fast reyrt að henni. Mabel var grönn utan um sig, bolurinn allt of stuttur og fæturnir hér um bil jafngildir frá ökla og upp í klyftir. En eigi að síður var hún aðlaðandi. Súsanna hafði aldrei fyrr séð konu í slíkum fötum pilslausa. „Þú myndir svei mér sóma þér í svona fatnaði", sagði Fjóla við hana, „að minnsta kosti af svona mjórri manneskju að vera. Annars eru karlmenn ekki ginkeypt- ir fyrir mögru kvenfólki". „Ekki þessir slæpingjar og halanegrar, sem koma til þessað horfa á okkur", sagði Mabel. „Þeim f innst kven- maður því girnilegri sem hann líkist meira belju eða gyltu. Þeir geta ekki ímyndað sér, að neitt sé kvenkyns, sem ekki líkist því, sem þeri eru vanir að sjá í f jósunum og svínastíunum". Fjóla firrtist ekki agnarögn. Hún skálmaði fram og aftur, sletti til hinum miklu mjöðmum sínum og hló. „Afbrýðisöm", sagði hún kesknislega. „Aumingja hænsnaprikið litla". Burlingham var í hvítum f lónelsfötum, sem litu allvel út í skuggsýnu. Þegar hann hafði málað sig og farðað, var hann ekki óáþekkur ungum drykkjuslarkara að út- liti. Eshwell hafði hengslazt í venjuleg jakkaföt. Temp- est var búinn sem hriðmaður f rá seytjándu öld, en held- ur var stássið velkt og slitlegt. Nú var kveikt Ijós á lömpunum og miðasala útbúin á afturþiljum. Járnstöng var sett til hálfs fyrir afturdyrn- ar að káetunni, svo að ekki kæmist nema einn inn í einu. Leiktjaldið var dregið fyrir. Á það var máluð mynd af f rönskum kastalagarði, eins og þeir litu út á átjándu öld. Pat, „hljómsveitin", var kominn í vesti og svartan kjól og búinn að setja á sig heljarmikinn kraga. Framan á ermarnar hafði verið nælt hvítu handlíni, sem raunar var úr pappa. Þar sem enn var að minnsta kosti hálf önnur klukku- stund þar til dimmt væri orðið hélt Súsanna sig enn á sviðinu. Þegar að því leið, að tjaldið yrði dregið f rá, ætl- aði hún að forða sér inn í búningsklefann. Hún skimaði gegnum gægjugatið á tjaldinu og furðaði sig á því, hve áhorfendasalurinn gat litið vel út við lampaljós. „Hvað geta margir komizt hér fyrir?" spurði hún Mabel, sem enn var á þönum með langa slæðu á handleggnum. „Það er f lugrúmt á hundrað og tuttugu", svaraði hún. „ Hundrað og þrjátíu er hægt að troða inn. Það hafa feng- izt þrjátíu dalir í inngangseyri á einu kvöldi, en við meg- um vera ánægð, ef við fáum f immtán í kvöld". Súsanna virti hana fyrir sér. Hún gekk um gólf og reykti sígarettu, sem hún handiék eins og karlmaður. Það kom svo mikill undrunarsvipur á Súsönnu, að Mabel fór að hlæja. Súsanna mælti: „Mér þykir leitt, ef — ef ég hef verið ókurteis". „O, þú gætir ekki verið ókurteis", sagði Mabel. „En það er eitt af því, sem þú verður að læra — það er mjög áríðandi. Við reykjum öll. Og því ekki það? Sígaretturn- ar voru búnar, en Bob keypti nýjar birgðir i dag". Súsanna leit aftur gegnum gægjugatið. Pat, sem nú var albúinn að taka á móti aðgöngumiðunum, teygði álk- una í áttina að bryggjunni og ávarpaði fólk, sem virtist vera þar, en Súsanna gat auðvitað ekki séð. I hvert skipti sem hann þagnaði stakk Burlingham höfðinu út um gat á miðasölunni og hellti úr sér löngum romsum af hrósyrðum um sýninguna, sem hér átti fram að fara. Fólk streymdi að úr öllum áttum -ungiripiltar með stúlk- ur við hlið sér, slæping jar af brygg junum og sveitamenn, sem komið höfðu til bæjarins til þess að lyfta sér upp einn dag. Súsanna sá ekki eitt einasta andlit sem hún kannaðist við, og þó hélt hún, að hún þekkti hér um bil hvert mannsbarn í Sutherland, að minnsta kosti í sjón. Loks hlaut hún þá umbun að sjá einn mann, sem hún kannaðist við. Redney King, sonur þvottakonunnar, kom inn í káetuna. Hann var stór og þrekinn, mikill slags- Ritstjórn, skrifstofa og afgreiösla málahundur og var vanur að erta hana með því að toga í hárið á henni eða sparka í öklana á henni, ef svo hittist á, að hann væri næstur fyrir aftan hana þegar krakkarnir gengu í röðum út úr skólanum eða inn í hann. Hún brosti til hans úr felustað sínum. Redney var henni þessa stundina ímynd alls, sem henni þótt vænt um í þessum gamla bæ. Leikararnir f jórir, sem beðið höfðu á sviðinu og talað hirðuleysislega um gestina, misstu allt í einu taumhald á sjálfum sér. Hver fyrir sig voru þessir smábæjarbúar hlægilegir, en þegar þeir höfðu f yllt heilan sal, skutu þeir þeim skelk í bringu. Mabel var með grátstafinn í kverk- unum. Fjóla baðaði út höndunum og talaði hástöfum um gervi sitt. Karlmennirnir gengu um gólf, Eshwell skalf og Empest ranghvolfdi í sér augunum. báðir vættu þurr- ar varirnar hvað eftir annað með tungubroddinum. Burlingham kom út úr miðaskýlinu og tókst nú einnig á hendur embætti Pats. Gestirnir voru allir komnir í sæti sín, og nú þurfti ekki annað að gera en gæta þess, að flækingarnir uppi ábryggjunni laumuðust ekki inn líka. Pat fór inn í lítið skot, sem var fyrir f raman sjálft svið- ið, og byrjaði að stilla fiðluna sína með þeim mesta fyrirgangi og hávaða sem unnt var til þess að fölk héldi að þarna væri heil hljómsveit að verki. Fjóla sýndi sig í hliðardyrunum, mjög virðuleg í svörtum ,,silki"-kjól og með glitrandi skartgripi í hárinu og um hálsinn og hringi, sem glóðu einsog eldslogi. Hún heilsaði sýningargestun- um, dró f ram lítið, gamalt stof uorgel og settist við það. Það varð þögn, er hún hafði leikið forleikinn. Súsanna gægðist gegnum gat, sem var á baktjaldinu, og sá, að tjaldið var dregið frá. Hún greip andann á lofti af hræðslu, er hún sá áhorfendurna yfir Ijóst gervihárið á Fjólu og sollið drykkjumannsandlitið á Pat. Framan úr salnum hljómaði hin mjúka rödd Burlinghams, sem til- kynnti, að nú væri sýningin að hef jast — sýningin, sem myndi vekja óblandna hrifningu frá upphafi til enda" Fyrsta atriðið var eintal brjálaða f urstans, f lutt af „hin- um frábæra listamanni, Gregor Tempest". Súsanna kipptist til er Tempest kom fram á sviðið — Tempest, sembæði íaugum hennar og skini gólfljósanna var orðinn að konungi, sem á einhvern f urðulega átakan- legan hátt hafði misst vitglóruna. Hefði einhver sagt henni, að leikur Tempests væri apalæti og þjáningar hennar sjálf rar væru alveg eins átakanlega og það, sem borið hafði fyrir alla konunga heimsins — hversu reið hefði hún ekki orðið, ef einhver hefði reynt að sannfæra hana um þetta, hversu innilega hefði hún ekki andmælt þeim, sem þannig hefði leitazt við að svipta hana imynd- un hennar. Og ef þií þarfnast hjálpar, öskraöu bara! Hvers vegna skyldi svona gamla indæla konu langa til aö vera barnfóstra Denna? DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.