Tíminn - 30.10.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.10.1977, Blaðsíða 15
Sunnudagur 30. október 1977 15 tóiiiiœ Vosgen I, yfirmaður armensku kirkjunnar hefur enn f heiðri siði frá 301 er armenska kirkjan var stofnsett. tnilausrar sovétstjórnarinnar og og armensku kirkjunnar rik- ir eins og Vosgen I útskyrði á latinu „modus vivendi”. Gagnkvæm virðing Vosgen I er Armeni frá Rúmeniu og hefur starfað ötul- lega ituttugu ár.Hann fullyrðir, að hann hafi aldrei þurft að kvarta undan framkomu sovét- stjórnarinnar gagnvart kirkju sinni. — Auðvitað er ekkert sam- komulag milli kristindomsins og guðlausrar efnishyggju, seg- ir hann. En þeir bera virðingu fyrir okkur. Sem kristnir menn verðum við einnig að virða trú- lausa. Ef til vill er léttara fyrir arm- ensku kirkjuna en önnur trúar- samfélög i Sovétríkjunum að beravirðingu fyrir rikisvaldinu. Staða kirkjunnar er sterkari vegna þess að hún er samein- ingartákn þjóðarinnar og hefur sterka menningarlega stöðu i Armenlu. A sunnudögum fyllast allar kirkjur I Armenlu af trú- uðu fólki, og margir eru á ungl- ingaaldri. Mikill meirihluti barna, eða yfir 70% samkvæmt tölum Vosgens I, eru skírð I kirkju og ungt fólk velur oft hjónavigslu I kirkju fremur en borgaralega giftingu. Sænskir fylgjendur armensku kirkjunnar Hefðirnar sem fylgja starfi Vosgens I eru allt frá tlmum fyrsta biskupsins i Armenlu, Gregoriusi, sem hóf starfiö árið 301. Sama ár var kristni lögtek- in og kirkja stofnuð I Armenlu. Vosgen I er andlegur yfirmaður armensku kirkjunnar um allan heim og hann einn getur vlgt biskupa. Það eru lika armenskir prestaskólar I Jerúsalem og Beirút. Við guðfræðilegu aka- demluna I Etjmiadsins leggja nú 28 prestarstundá ýmsa þætti guðfræði. Flestir þeirra eru sovéskir, en þar eru einnig prestar frá Sýrlandi, Lýblu og Rúmenlu. Frá Etjmiadsin liggja þræðir til allra armenskra safnaða I heiminum. Jafnvel i Svlþjóð eru nú nokkur hundruö fylgjendur armensku kirkjunnar sem eru innflytjendur frá Tyrklandi, Iran ogLibanon. Vosgen I segir, að enn hafi þeir I Svíþjóð enga kirkju, en hún muni risa. Engir sunnudagaskól- ar Eins og öðrum trúarhópum I Sovétrlkjunum er armensku kirkjunni þröngur stakkur skor- inn. Kirkjan má ekki reka skóla, ekki einu sinni sunnudagaskóla. Enprestarnirfá að húsvitjahjá þeim kristnu og foreldrar geta tekið böm sin meö til guðsþjón- ustu. Þannig er enn hægt að ala börn upp I guðsótta og góðum siðum segir Vosgen I. Armenska kirkjan fjármagn- ar starfsemisína með söfnunar- fé. Þeirhafa llka rétttilað taka á móti framlögum frá armenum erlendis til rekstrar kirkjunnar. — Armenska kirkjan hefur komizt I betri efni hin síðari ár, segir Vosgen I. Menningararfleifð Hefðir kirkjunnar gera Armenum kleift að halda þjóðareinkennum sinum. Staf- róf þeirra er sérstakt. Armenar fengu sitt eigið stafróf kringum 400, en höfundur þess var munkurinn heilagur Nesrop. Slðar hefur þurft að bæta tveim bókstöfum við þá 36 uppruna- legu, en þegar á heildina er litið hefur stafrófið litið breytzt. Bókmenntalegir dýrgripir Armena eru nú geymdir I hand- ritasafninu i' Matanadaran. HUsið hafa sovézkir arkitektar teiknað I klasslskum armensk- um stll. í Matanadaran eru u.þ.b. 15.000 armensk handrit frá nær öllum heimshornum saman komin á einn stað. Handritin gefa mynd af blóm- legri armenskri menningu fyrir meir en þúsund árum. Meðal handritanna eru myndskreyttar bibllur, heimspekileg rit um það, hversu forgengilegir hlut- imir eru og óstöðugir, stærð- fræðibækur og söguleg rit. • Einn helzti dýrgripur safnsins er rit sögulegs efnis, sem skrif- að er á kálfsskinn og mun vera frá 13. öld. Brotum var safnað saman frá óliklegustu stöðum. Einu blaði var bjargað af Pól- verja I seinni heimsstyrj öldinni og annað blað höfðu tvær amerískar konur flutt leynilega til Englands. Bæði þessi blöð eru nú i Matanadaran. Aðrir hlutar bókarinnar fundust i klaustrum og enn aörir voru keyptir á uppboðum. örlög bókarinnar eru eins og spegil- myndaf sögu armensku þjóöar- innar, að brotna I mola sundrast og dreifast og sameinast að nýju. (þýttSKJ) BlatátatalstaíalsBlátatátslatatatatalgQ oc ALFA-LAVAL MJÓLKUR- framleiðendur! Tækið sem beðið hefur verið eftir er nú komið Duovac 300 vinnur á þrefaldan hátt: 1. örvar kúna til að selja. 2. Mjólkar hana. 3. Hreytir hana. Tryggir að kýrin sé alltaf eins mjólkuð —og siðast en ekki sizt — að einn maður getur annað fleiri tækjum. DUOVAC 300 fyrirbyggir júgurskemmd af völdum mjalta Takmarkað magn — Hafið samband sem fyrst S.imb.md islenzkra samvinnutelag.i VÉLADEILD Armul.tJ Rt*yk|.tvik sirm Jb * |Eiréi|ei|EirEilnrEilnlril5l5l5l5l5l5iai5l5l5l5l5 Hestaeigendur Tamningastöðin á Þjótanda við Þjórsár- brú tekur til starfa 6. nóvember. Upplýsingar i sima (99)6555, milli kl. 19 og 22 á kvöldin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.