Tíminn - 30.10.1977, Blaðsíða 20

Tíminn - 30.10.1977, Blaðsíða 20
20 Sunnudagur 30. október 1977 Sunnudagur 30. október 1977 21 Maöurinn, sem aö þessu sinni var beöinn aö spjalla viö lesendur Tímans, heitir Guömundur Pétursson. Hann hefur starfaö hjá Skipaútgeröríkisins nokkuö á fjóröa áratug.og á aö baki langan vinnudag á hafinu umhverfis Is- land, þótt hann sé ekki eldri aö árum en raun ber vitni. Viö byrjuöum á þvi aö tala um upp- hafiö og hvaöan Guömund bar aö hinu langa ævistarfi sinu. Var tiu daga frá Flatey til Reykjavikur Hann hóf sögu sina á þessa leiö: — Ég fæddist i Flatey á Breiöa- firöi 29. nóvember 1912. En ég ólst upp i Rauöseyjum i Skarös- strandarhreppi í Dalasýslu, þangaö til áriö sem ég fermdist. Þá fór ég i Bjarnareyjar og var siðan i Vestureyjum til haustsins 1933, þegar ég fór hingað til Reykjavikur til þess ,,að leita mér frama” eins og oft er sagt, en ég ætlaði að verða vélstjóri og gera það að ævistarfi minu. Frændi minn, Hafliöi Jónsson, sem var mikils metinn vélstjóri hjá Eimskipafélagi Islands, lofaöi mér aö liösinna mér i þessu efni meö tilstyrk frænda sins,sem var bóndi á Skáleyjum á Breiða- firöi. Fyrsta sporiö var að læra járnsmíöi, þvi aö þaö var þá skil- yröi fyrir inngöngu i Vélskólann. Égfékk nú boö þess efnis,aöég skyldi koma suöur til Reykjavik- ur fyrirfyrsta október 1933. En þá var ekki eins fljótlegt að komast úr Breiöafjaröareyjum tii Reykjavikur og nú. Ferö min frá Flatey og hingaö til höfuöstaöar- ins tók mig tiu daga. Ég fór meö gömlu Súöinni, og þetta var svo- kölluö sláturferö, þaö er aö segja að skipið kom við á öllum smá höfnum á leiðinni: Reykhólum, Salthólmavik, Búöardal, og ekki voru hafnirnar á Snæfellsnesinu eftir skildar. A þessum stööum voruteknarsláturafuröir, kjöt og annað. Þegar til Reykjavikur kom gekk ég á fund Benedikts Grön- dals, sem þá var fortjóri Vél- smiðjunnar Hamars. Hann tjáöi méraö breyting væriá oröin, siö- an hann lofaöi Hafliöa aö taka við mér. Þaö höföu veriö geröir samningar viö járniönaöarmenn þess efnis aö ekki mætti vera nema ákveöinn fjöldi nemenda miöaö viö fjölda sveina á hverju verkstæöi. Þetta þýddi þaö að nú var ég dæmdur úr leik i bili, og Gröndal sagði mér, aö ég gæti ekki komiö til þeirra á verkstæðiö fyrr en fyrsta april. Þaö olli mér aö sjálfsögöu miklum vonbrigö- um. Vetrarmaður i Viðey Þetta var haustiö 1933. Þá var hart i ári i Reykjavikog mikiö at- vinnuleysi. Auövitaö náöi at- vinnuleysiö inn i raöir járnsmiöa og þessi takmörkun var einn varnarleikurinn gegn þvi. Nú voru góö ráö dýr. Mér leizt ekkert á aö fara heim, þvi að þar var ekkert aö hafa aö vetrinum til. En mér þótti lika tvisýnt aö leita eftir vinnu hér suöur með sjó, þvi aö þar var ástandiö ekki heldur neitt sérlega glæsilegt, fiskurinn verðlaus, og eiginlega allt I kalda koli. Þá geröist þaö, aö ég sá auglýst I blaöinu Visi, að þaö vantaöi mann á búið I Viöey. Þar bjó Skarphéöinn Sigurösson og rak talsvert stórt bú um þetta leyti. Væntanlegir umsækjendur um þessa vinnu áttu aö koma niöur á Steinbryggju daginn eftir og fara út I eyjuna meö litilli trillu, sem sótti þangaö mjólkina. — En þegar nefnd var Steinbryggjan i Reykjavik á þessum árum vissu allir hvaö átt var viö. Þaö var ekki nema um eina steinbryggju aö ræöa, og hún var beint niður undan Pósthússtrætinu. Morgundagurinn rann upp, ég fór niður á bryggju og um borö I trilluna. Farþegar voru margir. Þá fór mér ekki aö litast á blik- una, þvi mig grunaöi aö fleiri væru þar i sömu erindageröum og ég. A leiðinni út I eyjuna fór ég aö tala við þá sem næstir mér sátu i bátnum og þá kom I ljós aö þeir voru allir á leið út i Viðey til þess aö reyna að krækja í þetta eina starf, sem auglýst hafði veriö. Viö lentum nú i Viöey, eins og lög gera ráö fyrir. Bóndi kom niður á bryggju raöaöi okkur upp eins og herfylkingu og kannaði siöan liöiö. Liklega hefur honum sýnzt ég sveitamannslegastur af þeim sem þarna voru saman komnir, þvi hann gekk til min og sagöi: ,,Ég tek þig, góöi.” Kaupiö mitt voru fjörutfu krón- ur á mánuöi. 1 Viöey var ég þangaö til sein- ustu dagana I marz. Mér fannst gott aö vera þar. Þar var gott fólk.góður matur og góð aöhlynn- ing á allan hátt. En það var að sjálfsögöu mikið að gera enda var ég til þess kominn aö vinna. Allir sáu að eitthvað mikið stóð til en... Fyrsta dag aprilmánaöar byrjaöi ég svo aö vinna I Hamri. Laun nemenda voru á þessum ár- um fimmtiu aurar á klukkustund og kaupiö hækkaöi um tuttugu og fimm aura á klukkustund viö hvert ár sem leiö á meöan á náminu stóö. Vinnutiminn var tiu timar á dag. Ég bjó I sama húsi og hjá sama fólkinu þessi fjögur ár, sem ég stundaði nám i Hamri og greiddi niutiu og fimm krónur á mánuöi fyrir fæöi, húsnæöi og þjónustu. Þaö voru ágæt kjör, en þó náöu f járhagslegir endar min- ir ekki saman. Fyrir kom, aö ég ynni lltillega eftirvinnu, en sjald- gæftvar þaö þó.Sá hængur var þó á með eftirvinnuna aö fyrir hana fengum viö lærlingarnir, ekki verkamannakaup, heldur fengum viö greidda sjötiu og fimm aura I staöinn fyrir fimmtiu, fyrstu þrjá timana eftir aö dagvinnu lauk og ef um næturvinna var aö ræöa var kaupiö ein króna á timann. Þegar náminu i Hamri var lok- iö settist ég I fyrsta bekk Vélskól- ans. Þá voru nemendur þar ekki margir. Viö vorum tiu, sem hóf- um nám I skólanum aö þessu sinni og átta sem luku prófi. Tveir heltust úr lestinni, annar mjög fljótlega. Aö loknum fyrsta vetrinum I Vélskólanum réöist ég kyndari á Reykjaborg. Þaö var mjög erfitt verk og ég minnist þess ekki aö hafa oröið eins þreyttur og eftir fyrstu vaktimar þarna. Égvarnýkominn úr skóla, óvanur erfiöisvinnu og þarna var hiö stifasta erfiöi, þvi aö Reykja- borgin var erfið aö kynda. Það var sifelldur mokstur á kolum og ösku, og aö fá kolin til aö brenna. — Enallttókst þetta, meö tilstyrk og ábendingum góöra manna, og ég hætti aö finna til þreytunnar, þegar frá leiö. Þetta verk byggist lika á lagni, ekki slöur en kröft- um. Seinasta feröin á Reykjaborg- inni áöuren ég settistlskóla minn aö nýju, var farin siöla sumars 1939. Ég held, aö mig misminni þaö ekki, aö viö höfum lagt af staö heim frá Þýzkalahdi annan dag septembermánaöar þetta eftir- minnilega haust. Þaö var auöséö og fór ekki framhjá neinum, aö eitthvað mikið stóö til þótt sem betur fór muni engan okkar hafa grunaö, hvilfkósköp voru iaösigi. Það var strið, myrkur og vond vetrarveður Næsta sumar, sumariö 1940 fór ég á línuveiöarann Ólaf Bjarna- son. Hann var mikið afla- og happaskip. Ég hugsaöi gott til glóöarinnar, aö nú skyldi eg þó sannarlega græöa vel, þvi aö þarna mátti búast viö góöum afla. Viö vorum lögskráöir upp á Akra- nesi.ogég varannarvélstjóri. En nú kom i ljós, aö mér haf öi alveg láöst aö kynna mér það, aö vél- stjóramir voru alls ekki ráönir upp á aflahlut, heldur fast kaup. Þegar ég haföi orð á þvi, aö ég vildi fá hlut, fékk ég þau svör, aö þaö heföi aldrei tlökazt hér, og sá háttur yröi alls ekki upp tekinn. Sumariö 1940 var eitt þessara miklu slldarára, sem komu hér á árum áöur. Viö lönduöum á milli þrjátiu- og þrjátiu og eitt þúsund málum og tunnum, sem þótti nærri meö eindæmum á þeim ár- um. Þaö var lika met, aö á þess- um þrem mánuöum, eöa rösklega þaö, höföu hásetarnir rúmar fimm þúsund krónur Itekjur.Slik ósköp höfðu ekki heyrzt þá! — En ég sat meö minar ellefu hundruö krónur, og var satt aö segja ekk- ert mjög kátur. En nú var komiö striö og þá kom til sögunnar hin svokallaöa áhættuþóknun til þeirra sem sigldu um höfin. Ekki man ég nú Guömundur Pétursson. hversu mikiö fé þetta var, en þaö var þó umtalsvert. Ég sigldi nú þennan vetur, veturinn 1940-’41 á Ólafi Bjarnasyni, sem fhitti fisk til Englands. Þetta voru erfiðar feröir. Þaö var striö, þaö var myrkur og þaö voru vond vetrar- veöurá hafinu meö öllu sem þeim fylgir. Ungir menn og hraustir geta boöið sér sittaf hverju, — og þetta gekk allt slysalaust. Þessi vetur minn i siglingunum taföi mig um einn vetur frá námi minu, ég heföi átt aö setjast I „rafmagnsdeild” Vélskólans haustiö 1940, — en auðvitað voru það tekjurnar af millilanda sigBngunum, sem freistuöu min, enda veitti pyngju minni ekki af þeim. Einum vetri siöar, þegar ég skyldi setjast i rafmagnsdeildina, vorum viö aöeins þrir, meiri var nú ásóknin ekki. Og sem viö, þessir þrlr, gengum fyrir skóla- stjórann, sagöi hann viö okkur: Þið þurfið að vera fjórir til þess aö ég megi halda deildinni opinni. En svo bætti hann við i lægri nót- um, blessaður karlinn: Getiö þiö ekki fundið þann fjórða? Jú, viö fengum kunningja okkar einn til þessaðskrá sig og hann var nem- andi i deildinni einhvern tima, mig minnir einn mánuð og það var nóg til þess að ráöuneytiö amaöist ekkert við þvi þótt deild- inni væri haldið opinni allan veturinn. En liklega erum viö hinir þrir félagar, sem tókum próf um vorið, fámennasti hópur- inn sem lokið hefur námi á þeim stað. 1 þjónustu Skipaút- gerðar rikisins Nú er komið voriö 1942. Þá réöist ég fjóröi vélstjóri á Esju, sem ég kalla Esju nr. 2. Þaö er sú Esja, sem við seldum til Bahama fyrir nokkrum árum. Það þótti ágætt aö komast á slikt skip þá. Esjan var mjög vel búin tækni- lega séð eftir þvi sem þá geröist og útgerðarfélagið varö aö teljast traust, þar sem var sjálft Islenzka rikið. Hjá Skipaútgerö rikisins hef ég unniö siöan, fram á þennan dag, og sigli nú sem yfirvélstjóri áEsju nr. 3. 1 janúarmánuöi 1956 baö þáverandi forstjóri Skipaút- geröarinnar, Guðjón Teitsson mig aö koma I land og gerast eftirlitsmaöur skipa og véla út- geröarinnar, þvi að þá var sá, sem þvi starfi haföi gegnt hættur. Þessu tók ég, meö þvi skilyrði þó, aö ég gæti fengiö rúm mitt aftur, A réttri hillu — Rætt við Guðmund Pétursson, vélstjóra Timamynd Gunnar. samkvæmt starfsaldri, ef ég vildi af einhverjum ástæöum taka aft- ur til starfa á sjónum. — Sjórinn hefur lika haldið áfram að toga i þig? — Já. Um áramótin 1974 og ’75 fór ég aftur á sjóinn, og slöan hef ég veriö á Esju. — Ég býst við aö þetta verðisiöastiáfanginn iföstu starfi mlnu. Mér likar prýöisvel þarna, en ég eldist eins og aðrir og þaö er takmarkaö, hversu lengi menn geta sinnt störfum. — Þú hefur víst ekki veriö sjó- veikur, svo lengi sem þú ert búinn að stunda siglingar? — Ég hef alltafveriö sjóveikur! Fyrstístaö var mér þetta hrein- asta kvalræði, en eftir aö ég haföi verið á sjó i ein tvö til þrjú ár, samfellt, háöisjóveikin mér ekki. Ef ég, aftur á móti, var búinn aö vera nokkra daga i landi og fór svo út i vont veöur, þá fann ég alltaf til sjóveiki. Og enn þann dag Idag er ég þannig, aö ef ég er viku I landi eöa svo, og fer út i vont veöur, liöur mér leiöinlega, hef litla matarlyst, og er yfirleitt ekki hress. Vitanlega er þetta sjó- veiki og ekkert annaö. — En framan af starfsárum minum á sjónum fékk ég mikil uppköst og önnur einkenni alvarlegrar sjó- veiki. „Fleygið þið mér i sjó inn!” — Hefur þú þá ekki á þinum langa sjómannsferli, kynnzt fólki, sem var verulega illa haldið af sjóveiki? — Jú, mikil ósköp, — og þaö bæöi starfsfélögum og farþegum. Sjóveiki er sannarlega sjúk- dómur, en þó bregöur svo undar- lega viö, aö þaö er eins og mörg- um sé þaö feimnismál aö vera sjóveikir. Ég þekki menn, sem hafa haft sjómennsku aö ævi- starfi, en eru þó I likum báti og ég, aö þeir finna fyrir sjóveikinni I hvert skipti sem þeir sigla i vondu veðri.eftir að hafa stanzað i landi. Farþegar eru aö sjálf- sögöu I allt öörum báti, þeir eru miklu ver haldnir, eins og eðlilegt er, þar sem þeir eru ekki I stöðugri þjálfun, eins og sjó- mennirnir. Mér er miimisstæður ágætur maður, sem var ráöinn aöstoöar- maöur minn fyrir mörgum árum. Hann sagðist hafa verið á sjó og kvaöst vera litiö eitt sjóveikur. Esja, strandferðaskipið góðkunna, sem var I förum hér við land um áratuga skeið. Margir ciga um hana góðar minningar, bæði farþegar og starfsmenn um borð, þótt til séu hinir, sem dettur alltaf fyrst I hug sjóveiki, þegar þeir sjá skip. Ég hugsaöi meö mér: Hvaö um það. Þetta hlýtur aö lagast hjá honum eins og öörum. Viö sigldum nú i leiöindaveöri frá Reykjavik og héldum hér vestur i Faxaflóann, en ferðinni var heitið vestur og norður um land. Þegar komiö var fram á miöja vaktina, saknaöi ég aö- stoðarmannsins mins. Ég för nú aö lita í kringum mig og svipast um eftir honum. Fyrir aftan vélarrúmið var gangur, þar sem skrúfuásar vélanna liggja I gegn. Þarna fann ég nú aöstoöarmann minn, liggjandiá poka, fárveikan ogmeö há-hljóöum. Ég hringdi nú upp I brú og baö um aöstoö viö aö koma manninum upp úr vélar- rúminu, þvi aö þar haföi hann ekkert að gera i þessu ástandi. Þegar við nú komum upp á gang- inn með manninn, stundi hann upp: Fleygið þið mér I sjóinn! Og það var sannarlega ekki nein uppgerð. Svo mjög geta menn orðið aðþrengdir af sjóveiki. Þaö er algengt að menn missi alveg kjarkinn, þegar sjóveiki hefur gengið mjög nærri þeim. Vinátta hélzt þrátt fyrir ólíkar skoðanir og gagn- stæða hagsmuni — Nú hefur þú, Guðmundur, ekki aðeins unnið verk þin á öld- um hafsins. Þú munt Ifka hafa veriö bæði formaður Vélstjóra- féiagsins og forseti Farmanna- og fiskimannasambands tslands — Já, þaö er rétt, ég hef gert þetta hvort tveggja. Ég átti sæti i stjórn Vélstjórafélagsins og var formaður þesseitt tlmabil og alls hef ég staöiö i þessu félagsmála- stússi I tuttugu og fjögur ár. Þaö voru víst tvö kjörtímabil eða fjög- ur ár sem ég var forseti Far- manna- og fiskimannasambands- ins, og ég átti lengi sæti I stjóm þess. — Þaö hlýtur aö vera margs aö minnast frá þeim árum? — Auövitaö geröist sitt af hverju á öllum þessum árum, og kannski er mér þaö hugstæöar nú en oft endranær, þvi aö einmitt núna, þegar viö erum aö tala saman.stendurþjóöfélagiöí stór- átökum á þessum vettvangi. — Sjálfur hef ég margoft staöiö I samningaþófiog tel mig vita tals- vert um þá hluti. Samningamál eru sjaldnast skemmtileg- og miklu leiðinlegri en þau þurfa aö vera. Þó finnst mér, aö meiri mildi og einnig meiri manndómur sé á þeim vettvangi núna heldur en þegar ég kynntist þessu fyrst. Ég hef verið svo heppinn, aö þeir sem hafa setið á móti mér „hinummeginviöboröiö”eins og oft er tekið til oröa, haf a verið aö mlnu áliti ágætir menn, og hafa oröiö góöir kunningjar mlnir. Ég minnist þess aldrei aö hafa staöiö svo upp úr stólnum aö gegnt mér viö samningaboröiö sæti óvinur minn. Auövitaö hafa menn skipzt á skoðunum, og hvor aöili um sig variö sinn málstaö. Sllkt er eöli- legt og meira að segja sjálfsagt A þessum dögum, sem nú eru aö líöa, sækir margt á hugann: Þolir okkar litla og fámenna þjób félag aö veröa af meö þá starfs- krafta sem glatast i langvarandi verkföllum? Og væri kröftum okkar ekki betur varið á annan hátt en þennan? Stundum heyrist sagt: Verkfall og verkfallsréttur eru leyfar frá gömlum tima þessi baráttuaðferö hefur sungiö sitt siðasta vers. — Hitt hefur þvi miöur sýnt sig, og sýnir sig enn, aö þeir sem ekki hafa þetta vop; og ekki neita þvl þeir verða undir i lífsbaráttunni. Þroskast menn svo á þessum vettvangi aö innan tiltölulega skamms tíma geti hvor aðilinn um sig valiö úr sin- um hópi kunnáttumenn til þess að reikna út hvaö þjóðfélagið þolir á hverjum tima? Ef svo færi þá væri það vel. Verðbólga og allt sem henni fylgir á naumast mjög langa framtið fyrir höndum I nú- verandi mynd sinni. — Fannst þér ekki erfitt verk — sjálf vinnan, fyrir utan öll skoðanaskiptin — að standa að samningamálum? — Þetta er miklu meiri vinna en þeirgeta gertsér Ihugarlund sem ekki hafa einhvern tlma unniö hliöstæö störf. En fyrst og fremst er þetta viökvæmnismál. Allir ota slnum tota og öllum finnst að þeir hafi orðið útundan I slagnum. En fyrst við erum aö rasða þessa hluti, vil ég lýsa þvi yfir aö mln reynsla og sannfæring er sú, að hvort sem okkur llkar þaö betur eða verr, þá er þjóöfélag okkar ekki oröiö svo þroskaö enn að viö getum afnumiö verkföll. Reglubundnar ferðir samkvæmt áætlun —Eitt iangar mig að spyrja þig um varðandi starf þitt: Er ykkur farrnönnum ekki leiðar lang- dvalir fjarri heimilum ykkar og fjölskyldum? — Siglingasaga min má heita alveg bundin viö strandferöaskip- in okkar. Lengsti timinn sem ég hef verið að heiman eru fjórir mánuöir. Viö fór um til Danmerk- ur á milli jóla og nýjárs veturinn 1945 og komum I aprlllok 1946. Þá stóö yfir stórviðgerð á Esju 2. i Alaborg. Aö ööru eyti eru lengstu fjarvistir minar aö heiman þegar ég var a olluskipinu Þyrli. Þar var ég i' fjögur ár. Feröir okkar voru mjög óreglulegar og óákveönar. Þaö var algengt, að viö flyttum ollu úr skipum sem lágu annaö hvort uppi I Hvalfiröi eöa á y tri höfninni I Reykjavlk og flyttum hana til Keflavlkur. Þetta fannst mér bæöi leiöinlegt og er- fitt. Ég vil heldur vera lengra frá heimili mlnu en aö snúast svo að segja alveg viö bæjardymar, og komast þó ekki heim. Núoröiö siglum viö samkvæmt áætlun, sem gerö ermeð það fyrir augum, aö skipið sé átta daga i hverri ferö, en stanzi tvo þrjá eöa jafnvel fjóra daga I heimahöfn sinni, Reykjavík. Þetta er mjög þægilegt. Viö vitum áætlun okkar með þriggja mánaða fyrirvara, og svo er auövitaö alltaf hægt aö halda sambandi viö heimilisitt og fjölskyldu slmleiöis á meðan á ferðinni stendur. Þetta er ger- samlega óltkt þvl sem gerist hjá farmönnum, sem stunda milli- landasiglingar. Nú er öll tækni I gerö skipa, aö- staða til lestunar, losunar, o.s.frv. miðuð viö það að af- greiöslan taki sem allra skemmstan tima. Þetta er eðli- legt, skipin eru dýr, áhafnimar sömuleiöis, og þaö miöar allt aö þvl aö fækka mannshöndunum, sem viö þetta vinna og aö stytta timann. En þetta táknar lika auð- vitaö skemmri stanz i höfnum, þar á meðal i heimahöfn. — Ég er sannfæröur um aö I þessa átt muni þróunin stefna I framtíö- inni, hvort sem þeim er sjóinn stunda, er þaö ljúft eöa leitt. Er þetta hjátrú? Viöhöfum veriö aðtala um sjó- mennsku. Sumir segja aö sió- menn séu hjátrúafullir. Ef til vill er það rétt og ef svo er þá er ég sjálfsagt i þeim hópi. A löngum sjómannsferli mlnum hef ég komizt aö raun um, aö llfið er eitthvað meira en ég sjálfur og þaö sem ég sé og heyri daglega. Ég held aö ég segi það satt, aö þeir hlutir séu ekki margir, sem hafa komið mér á óvart. Stundum dreymir mig, og stundum kemur vitneskjan til mín á einhvern hátt, sem ég get ekki lýst. Ef til vill finn ég þaö á mér, — ég veit varla hvernig ég á aö oröa þessa reynslu mina. Mér er innisstæöur atburður sem varö á strlösárunum. Viö lágum viö Flatey á Skjálfanda, suö-austanvert viöeyna. Þaö var gott veður, noröankaldi, og ekk- ert athugavertviöaöliggja þarna á meðan við biöum birtu næsta dags. Ég átti aö fara íkojuklukk- an tólf, hvaö ég og geröi. Ég sofnaöi strax. En ég haföi ekki sofið lengi, þegar ég vaknaöi og gat ekki sofnaö aftur. Og meira en þaö: Ég gat helzt ekki verið inni I herberginu. Ég brá mér i einhver föt og fór út á dekk. Þaö var ágætt veður og ekkert aö. Ég fór niður aftur og ætlaöi að sofna en það tókst ekki. Ekki veit ég hvernig á þvi stóö senmiega hefur þaö veriö hálf- , óafvitandi en staöreynd er aö leið min lá niður i vélarrúm, og þar fór ég eitthvað að grúska I ann- arri vélinni, og fann þar þá strax galla sem hefði getaö haft alvar- legar afleiðingar ef ekki væri aö gert.Maðurinn sem var á vakt i vélarrúmi gerði viö þetta meö mér en eitthvað held ég aö honum hafi fundizt ég dularfullur aö þessu sinni. — Að þessari viðgerö lokinni hélt ég til rúms mlns lagði mig útaf og nú stóö ekkert á því ið ég sofnaði. Um klukkan sex um morguninn kom áhlaupiö Allt I einu skall á suð-austan afspyrnurok, — ger- samlega snarvitlaust veöur. Ég er nærri viss um, aö ef ekki heföi veriö búiö aö gera viö vélina heföi verið útgerleg ef ekki ógerningur að koma I veg fyrir að skipið strandaði — ræki á landi I veður- ofsanum. — Nú ert þú aö vfsu ekki neitt gamall maöur, Guðmundur, en þó átt þú aö baki langa starfsævi. Heföir þú viljaö gera eitthvaö annaö en þaö sem varö hlutskipti þitt? — Nei, þvert á móti. Mér finnst ég alltaf hafa verib á réttri hillu i llfinu. Ég gæti vel lokið þvl þess vegna.aö ég færiánægður. En ég er ekki gamall, tæpra sextiu og fimm ára. Ættmenn mlnir I fööur- ætt hafa náö háum aldri svo ég geri alveg ráö fyrir þvl aö eiga mörg ár ólifuð. Afasystir min fór meö þulur i útvarpiö hundraö ára gömul og liföi i fimm ár eftir þaö. Hún hét María Andrésdóttir og átti heima I Stykkishólmi. Þaö kannast margir viö hana. Um m ig er þaö aö seg ja aö ég er enn i fullu fjöri og mér finnst ekk- ert liggja á aö draga upp tjald- hælana. —VS CHEVROLET NOVA Ótrúlegt en satt! í sparaksturskeppni BÍKR fór Chevrolet Nova, 8 cyl. 305 cu.in. sjálfskiptur, 39,56 km á 5 ltr. af bensíni, sem jafngildir 12,64 ltr. eyðslu á 100 km. og varð nr. 2 í sínum flokki. Þetta dæmi sannar fullkomlega að tæknimönnum G.M. hefur tekist að gera þennan stóra bíl ótrúlega sparneytinn. Nú er ’78 árgerðin komin og er enn á sama hagstæða verðinu. Oft var þörf en nú er nauðsyn að tryggja sér bíl strax fyrir næstu hækkun. Chevrolet Nova-mest seldi ameríski bíllinn á íslandi. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavík Simi 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.