Tíminn - 30.10.1977, Blaðsíða 40

Tíminn - 30.10.1977, Blaðsíða 40
I 1»18-300 Auglýsingadeild Tímans. Harks og Spencer HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI i // TRESMIDJAN MEIDUR / Jj i. SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 — V Myndin er tekin um borft í Bjarna Herjólfssyniog er verið að draga vörpuna inn i ; s> m Uhhl 'ámmm Hm' vL’'" wtii Heildarafl- inn aldrei meiri - aflaaukning á fyrstu níu mán. ársins rúmlega 300 þús. lestir GV-Reykjavik. Heildarafli Is- lendinga niu fyrstu mánuöi ársins var orðinn 1.129.087 lestir eða 304.717 lestum meiri en hann var á sama tima i fyrra. Þetta kemur fram i skýrslu sem Fiskifélag Is- lands hefur nú sent frá sér. Munar þar mestu um aukn- ingu i loðnuafla, en hann er nú 695.698 lestir á móti 421.461 lestum i fyrra. Botnfiskaflinn var i lok september i fyrra 370.260 le^tir, en er nú 390.430 lestir, eða tæplega 20 þús. lest- um meiri. Togaraaflinn hefur aukizt mest, eða úr 162.632 lestum 1 189.667 lestir, en held- ur hefur dregiö úr bátaafla. Kolmunnaaflinn hefur auk- iztgifurlega,eða úr 569 lestum i 11.343 lestir, en annar afli er mjög svipaður þvi sem hann var um þetta leyti i fyrra, nema að sildaraflinn hefur minnkað um rúmlega helm- ing. Heildaraflinn i september- mánuði hefur aukizt um rúm- lega 30 þús. lestir, eöa úr 60.447 lestum i 94.519 lestir og munar þar enn mestu um loðnuaflann sem jókst úr 15.207 lestum i 56.866 lestir. Það er enginn vafi á þvi, að tölurnar sanna aðhér er um aflamet að ræða. Timinn hafði samband við Guðmund Ingi- marsson hjá Fiskifélaginu til aðspyrjast fyrir um hvort töl- ur um aukningu á aflaverð- mæti lægju fyrir og kvað hann nei við. Eftir er mikil vinna við útreikninga áður en það liggur ljóst fyrir. Það fer bæði eftir flokkunarmati og hve mikið af þessu er smáfiskur. Tölur um aflaverðmæti liggja fyrir á næsta ári. Heildarsöltun Suðurlandssildar er nú um 55 þús. tunnur — var 70 þús. í fyrra GV-Reykjavik. — Heildarsöltun Suðurlandssildar mun nú vera um 55 þús. tunnur, en á sama tima i fyrra hafði verið saltað i u.þ.b. 70 þús. tunnur, segir i upplýsingabréfi frá Sildarút- vegsjefnd. Söltun er þegar hafin á 28 söltunarstöðvum á svæðinu frá Eskifirði til Stykkishólms. Sildveiðar i reknet voru leyfð- ar 20. ágúst og veiðar hring- nótaskipa 20. september. Frá vertiðarbyrjun og fram yfir mánaðamótin ágúst/september varð vart við töluverða sild út af Snæfellsnesi og fékkst þar all- góður afli i reknet I nokkra daga. Sildin á þessu svæöi var óvenju stór en mögur, enda var þá skammur timi liðinn frá hrygningu. Siðan hafa rekneta- bátarnir svo til eingöngu veitt á á sama tíma svæðinu frá sunnanverðum Austfjörðum til Ingólfshöfða. Veiði hefir verið fremur dræm þegar á heildina er litið, en þó hafa komið einstaka góðir veiði- dagar á timabilinu. Sjávarútvegsráðuneytið hefir veitt 86 hringnótaskipum leyfi til sildveiða, en um helmingur þessa flota mun ennþá ekki hafa hafiö veiðar, þótt aðeins séu rúml. þrjár vikur eftir af veiði- timanum. Veiðar hringnótaskipanna hafa gengið illa þar til i byrjun þessarar viku, en siðan hefir afli verið sæmilegur á veiði- svæðinu út af Ingólfshöföa, þeg- ar veður hefir leyft. Sildin við suð-austanvert landið hefir verið óvenjulega mögur allt veiðitimabilið og fremur misjöfn að stærð siðustu dagana. 26 erlend skip að veiðum við landið GV-Reykjavik —Nú eru 26 erlend skip á veiðum við Island, og að sögn Benedikts Guðmundssonar hjá Landhelgisgæslunni er það fjöidi I meðallagi. Þetta eru niu færeyskir linuveiðarar, sem eru að veiðum út af Reykjanes- hryggnum, þrir belgiskir togarar og fjórtán vestur-þýzkir. Þrir vestur-þýzku togaranna eru að veiðum út af Reykjanes- hryggnum, en hinir eru allir við Suð-Austurland. Hvatt til notkunar endurskinsmerkja SJ-Reykjavík.Hafinn er áróður fyrir notkun endurskinsmerkja og hafa Menntamálaráðuneyti og Umferðarráð ákveðið að hafa sérstakan endurskins- merkjadag einhvern fyrstu daga nóvembermánaðar. Viða úti á landi eru götur og vegir orðnir betri eftir að lagt hefur verið varanlegt slitlag og þvi er ekið hraðar á þeim. Gangstéttir eru þó viða ekki komnar og þvi aukin slysahætta, og ástæða fyrir gangandi fólk að nota endurskinsmerki I skammdeg- inu. Skýrslur sýna, að hættan á umferðaróhappi er þrefalt meiri I myrkri en i dagsbirtu. Þeir mörgu, sem aka bifreið, hafa vafalaust orðið fyrir þvi að sjá ekki gangandi vegfaranda i myrkri fyrr en um leið og komið var að honum. Þegar ekið er með lágljósum sést gangandi vegfarandi án endurskins aðeins i 20-30 metra fjarlægð. Hins vegar sést hann I allt að 125 metra fjarlægð beri hann endurskinsmerki. Minnt skal á, að stöðvunarvegalengd miðað við 40 km hraða er u.þ.b. 26 metrar við beztu aðstæður. Endurskinsmerkjum hefur verið dreift um allt land og hefur aldrei verið til meira úr- val af þeim en nú. Endurskins- merki fást i mjólkursölustööum og i fleiri verzlu num. Þau kosta frá l25-200kr. 1-4 merki I pakka. Hver vill ekki leggja sitt af mörkum til aukins umferðarör- yggis? Eitt litið endurskins- merki getur bjargað mannslifi. Dauðaslys í Dölum — bill með f jórum farþegum valt ofan í 13 m djúpt gil GV-Reykjavík. A fóstudagskvöld kl. 8,30 var lögreglunni i Borgar- nesi tilkynnt um alvarlegt um- ferðaslys i Bröttubrekku I Dölum. Fólksbfll Ur Reykjavik hafði oltið ofan IMiðdalsgil, sem er 13metra djúpt og lézt einn farþeganna ungur piltur, samstundis. Fjórir farþegar voru f bílnum og voru tveir þaö mikið slasaðir að þyrla frá varnarliðinu var fengin á tólfta timanum til að flytja hina slösuðu til Reykjavik- ur. Þeir íiggja nú á sjúkradeild- um Borgarspitalans og eru ekki i lifshættu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.