Tíminn - 30.10.1977, Blaðsíða 28

Tíminn - 30.10.1977, Blaðsíða 28
28 Sunnudagur 30. október 1977 1 liter af kem. hreinsuðu rafg. vatni. fylgir til ■áfyllingar hverjum rafgeymi sem keyptur er hjá okkur. RAFGEYMAR Þekkt merki Fjölbreytt úrval 6 og 12 volta fyrir bíla, bæði gamla og nýja, dráttarvélar og vinnuvélar, báta, skip o.fl. Ennfremur: Rafgeymasam'nónd — gtartkaplar o.g pólskór. Einnig: Kemiskt hreinsað rafgeymavatn til áfylling- ar á rafgeyma. k t F5T ARMULA 7 - SIMI 84450 Menn i öndvegi. Björn ritstjóri eftir Lýð Björnsson. Isafoldarprentsmiðja. Það er ekki vonum fyrr að gerð er bók um Bjöm Jónsson ritstjóra og ráðherra, — Isa- foldar — Björn eins og hann var oft nefndur. Höfundur segir aö væri saga hans skrifuö i hefðbundnum ævisögustil yrði þaö tveggja binda verk. En hér kemur sagan á 200 blaðsiðum. Björn Jónsson var tvimæla- lausti röð mestu áhrifamanna á sviði þjóðmála kringum alda- mótin. Þar á hann sæti við hlið doktors Valtýs, Skúla Thorodd- sen og Hannesar Hafstein. Þessirmenn stóöu allir í stjórn- málabaráttunni þar sem hún var hörðust. Þau urðu örlög Valtýs að hann gekk til liös viö uppkastið 1908 og þar meö fyrri andstæöinga. Hann hafði keppt viö Hannes Hafstein um ráðherratign og völd, en þrátt fyrir það gekk hann til liös við hann þegar sannfæringin bauö honum. Er þó eflaust að það hefur kostaö hann nokkra sjálfsafneitun, en hins vegar er bjart um þá stjórnmálamenn sem þannig hefja sig yfir per- sónulegar framavonir og met- orða. Það batt enda á þing- mennsku hanscrg upp frá þvi sat hann á friöstóli úti i Kaup- mannahöfn. En hinir skörungarnir þrir, sem hér voru nefndir, entust allir illa. Björn ogSkúlivoru báðir bilaðir menn 1909 þegar flokkur þeirra náði völdunum, og Hannes Hafstein bilaðist liðlega fimmtugur. Lýður Björnsson hefur unnið þessa sögu vel. Þar er fjallað um þrjú mestu hitamál frá fyrsta tug aldarinnar. enda kom Björn Jónsson mjög við þau öll, — simamálið, Lands- bankamáliö 1909 og uppkastið 1908. Mér virðist aö Lýður segi einkar hóflega og hlutlaust frá þessum málum öllum og geri býsna vel grein fyrir aðal- atriðum I stuttu máli. Mun vandfundin bók sem fremur má mæla með einni sér til lesturs fyrir þá sem fræðast vilja um þennan tíma. Það eru smámunir einir sem ég get fundið að þessu verki. Á blaðsiðu 23 segir: „Sagt var, að menn væru I húsmennsku, ef þeir deildu húsnæði með ein- hverjum bónda gegn leigu eða ókeypis, en voru að öðru leyti sjálfum sér ráöandi”. Víst er þetta rétt en húsmenn voru stundum sér í kofa en það sem skildi þá frá/búandi mönn- um varað þeir höföu aiga ábúð. A bls. 104 þegar talin er blaða- mennska Björns Jónssonar er talað um „blöð Góðtemplara, Goodtemplar og Heimilis- blaðiö”. Stórstúkan gaf Good- templar út en Björn átti Heimilisblaðið sjálfur og gaf það út en með einhverjum styrk frá reglunni. Þar sem segirfrá þviaö Björn Jónsson og flokkur hans lét landssjóð kaupa ráðherra- bústaöinn I Tjarnargötu af HannesiHafsteinbætir hann við að þvi veröi ekki með sanni sagt að Bimi hafi farizt illa við fyrir- rennara sinn. Siðan segir að Hannes var skipaður einn af þremur bankastjórum Islands- banka. Þetta kynnu einhverjir að skilja svo að Björn hefði veriö þar aö verki en ekki Hannes s jálfur svo sem það var. Isafold skýrir frá þvi 13. mai 1909 að það hafi verið ákveðiö fyrir 10 vikum, en ráðherra- skiptin urðu 30. marz. Mi'tm i ondví’gi BJÖRN. RITSTJÖRI Allt kann sá er hófið kann A bls. 156 er frá því sagt að Björn hafi i forsetaförinni borið af sér allt Danahatur i viðtölum við dönsk blöð og gengið svo langt að kenna samstarfsmanni sinum (Guðmundi Kamban) um mestu æsingaskrifin og sé það óneitanlega blettur á framkomu Björns. Ekki skal þó þvi mót- mælt, — þetta er engan veginn stórmannlegt, — en sjálfsagt hefur þetta verið satt. Hins veg- ar mun Björn hafa látið sér það lynda þegar það birtist. En þetta er þá dæmi um það hversu laust er við að Lýöur sé að skrifa varnarrit fyrir Björn. Þar sem segir frá Þingvalla- fundi 1888 og tiilögu um að leggja niður Möðruvallaskólann eru þessi orð: „Þá gæti virzt kynlegt að all- margir þeirra, sem leggja vildu skólann niður komu úr röðum þeirra, sem lengst vildu ganga i stjórnarskrármálinu. Litil fylgni virðist á hinn bóginn oft hafa verið milli vinstri stefnu f þvi máli og I framfærslu — og menningarmálum . Sumir þeirra manna sem haröastir voru i Sjálfstæðisbaráttunni og mestir voru fylgismenn Jóns Sigurðssonar og stefnu hans virðast hafa verið hreinustu afturhaldsseggir, hvað varðar fyrrnefnda málaflokka”. Þetta er réttmæt ályktun og á sama hátt er það fjrstæða að halda þvi fram, að reginmunur hafi verið á heimastjórnarmönn um og Valtýingum, eða Sjálf- stæðisflokknum eftir að hann kom til, að þvi sem snertir al- mennt viöhorf til framfara- mála. Flokkaskipunin riölaöist lika. Þingskörungarnir Guöjón Guðlaugsson og Guölaugur Guðmundsson voru fyrst I öðru liðinu og svo i hinu og virtust una hvoru tveggja jafn vel. Og það er furöuleg sagnfræði að vilja stimpla heimastjórnar- flokkinn afturhaldsflokk og hafa fyrir augum löggjöf frá fyrri ráöherraárum Hannesar Haf- steins en þar ber fræöslulögin frá 1907 hæst. Ég ætla að frásögnin af Landsbankamálinu leiöi i ljós, að Björn Jónsson átti rika rétt- lætiskennd. Bankastjórinn tók ekki til greina krofur ráðherra og fyrirmæli um bókhald og vinnubrögð. Þá lét B jörn banka- stjórann vikja um sinn og báða gæzlustjórana með honum, en annar þeirra, Kristján Jónsson, var áhrifamaður I flokki ráðherrans. Má marka af ýmsu að það hefur verið umdeilt i flokknum. Og vlst lagði Björn völd sin f hættu i þvi sambandi. Hitt er svo annað mál hvort svo mikið ólag hafi verið á málum bankans, að ástæða væri til aö reka stjórnendur hans.En þá er á það að lita að vafasamt er að svo hefði orðið ef bankastjórinn hefði virt fyrstu tilmæli ráðherrans. Persónulega hallast ég að þeim skilningi að loftskeytasam- band hafi naumast verið komið á það stig þegar deilan um sim- ann stóð, að þvi fylgdi sama öryggi og sæstreng auk þess sem sú leið sem valin var greiddi meir fyrir simasam- bandi innanlands. Ég hygg lika að úrslitin 1908 hafi litlu eða engu breytt um gang sögunnar. Löggjöf og landshagir hefðu orðið áþekk næstu árin, þó að uppkastið hefði verið samþykkt og sjálfsagt svipaðir möguleik- ar 1918, þó að með nokkuö öðrum hætti bæri að. Sigur- vegararnir 1908 fundu að það var ekki hægt að komast lengra en Hannes Hafstein náði og eru þess fá dæmi að mönn- um hafi oröið minna úr jafn- miklum sigri. En þá er á það að lita að höfuðforinginn frá fyrri árum, dr. Valtýr, var úr leik, Skúli Thoroddsen þoldi illa að vera ekki valinn I ráöherrastól og Kristján Jónsson snerist skjótt gegn Bimi Jónssyni. Er þetta allt mikil saga og stór- brotin og má margt af henni læra. En jafnan skal þess gætt, að aldrei er hægt ap vita hvað oröið hefði ef önnur leið hefði verið valin en sú sem farin var. En Ibókinni um Björn ritstjóra er mikil saga vel sögð og sann- gjarnlega. Halldór Kristjánsson bókmenntir hramleioum ettirtaldar gerðir ■fwg jfy Kf'"- \ HRINGSTIGA: >/í\} Teppastiga, tréþrep, plflf yfl rifflað járn og úr áli. nYlí m PALLSTIGA \ ’M Margar gerðir af inni- og Wx útihandriðum. Ll I 4 Vélsmiðjan Járnverk T Ármúla 32 — Sími 8-46-06

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.