Tíminn - 04.11.1977, Síða 21

Tíminn - 04.11.1977, Síða 21
Föstudagur 4. nóvember 1977 21 íþróttir | Hreinn og Lára við meiðsli að stríða Meiðsli Hreins það slæm, að hann mun lítið taka þátt 1 keppni næsta ár LARA SVEINSDÓTTIR... frá æfingum og keppni fram yfir áramót. íslenzka unglingalandsliðið sigraði i Wales „Strákar- nir voru stórkost legir” — sagði Helgi Danielsson. Wales-búar réðu ekki við aðeins 10 íslendinga — Strákarnir voru hreint út sagt stórkostlegir/ Þeir léku aðeins 10 nær allan síðari hálfleikinn/ og þrátt fyrir það náðu Wales-menn ekki að brjóta þá niður, sagði Helgi Daníelsson, varaformaður K.S.Í., sem er fararstjóri með ungl- ingalandsliðinu í knatt- spyrnu, sem vann það frækilega afrek að vinna sigur (1:0) yfir Wales í gær i Bridgen og þar með tryggði Island sér rétt til að leika í 16-liða úrslitum Evrópukeppni unglinga- landsliða í Póllandi næsta vor. Helgi sagði að það hafi verið rok, þegar leikurinn fór fram og hafi völlurinn verið rennandi blautur og háll. — Strákarnir léku undán vindi i fyrri hálfleik, en fengu ekki mörg marktækifæri. Þeir náðu þó að skora eitt mark, aðeins min. fyrir leikshlé. Páll Ólafsson tók þá innkast — Bene- dikt Guðmundsson tók við knett- inum og skallaði hann inn i vita- teig, þar sem Arnór Guðjohnsen /átti i höggi við einn varnarmann Wales — knötturinn hrökk frá þeim til Ingólfs Ingólfssonar (Stjörnunni), sem skoraöi auð- veldlega af stuttu færi, sagði Helgi sagði að á 7. min., siðari hálfleiksins hefði Páll Ólafsson verið rekinn af velli, en hann hafði fengið að sjá gult spjald fyrr i leiknum. — Þrátt fyrir þetta mótlæti, náðu strákarnir að sýna mjög góðan leik, þótt að þeir hafi aðeins leikið 10 á móti vindi og gegn 11 Wales-búum. Þeir urðu betri og betri, þegar á leikinn leið. Wales-búar pressuðu mikið að marki íslendinga undir lokin, en þá varði Guðmundur Baldvins- son, markvörður, tvisvar sinnum snilldarlega. Guðmundur átti stórleik, ásamt miðvörðunum Agústi Haukssyni og Benedikt Guðmundssyni, semvoru klettar i vörn islenzka liðsins, sagöi Helgi. Þessi sigur islenzku strákana er frækilegur — hann kom skemmtilega á óvart. íslenzka unglingalandsliðið hefur nú þriðja árið i röð tryggt sér rétt til að leika i úrslitakeppni Evrópu- keppninnar. Þess má geta, að liðið sem lék i Wales i gær, er yngsta unglingaliðið, sem Island hefur teflt fram, þvi að 7 af leik- mönnum liðsins mega leika með þvi i næstu Evrópukeppni. — Ég hef farið margar ferðir erlendis með ýmsum knatt- spyrnuhópum. Þessi hópur er sá albezti sem ég hef farið með — strákar, sem eru mjög samstilltir jafnt á leikvelli, sem utan leik- vallar. Þeir eru frábærir fulltrúar Islands — maður er ungur i annað sinn, að vera með þeim, sagði Helgi. Strandamaðurinn sterki, Hreinn Halldórs- son hinn snjalli kúlu- varpari verður að öllum likindum litið i sviðsljós- inu næsta sumar, þar sem hann hefur átt við meiðsli i hné að striða og var hann skorinn upp við þeim fyrir stuttu. Hreinn hefur þvi ekkert getað æft, enda gengur hann haltur. Hreinn getur byrjað aö æfa aft- ur ef tir áramót og þaö tekur hann þó nokkurn tima að ná sinum fyrri styrkleika og þvi er ekki reiknað með að hann taki þátt i stórmótum næsta sumar, sem hann mun þó nota tilaö þjálfa sig upp. Lára Sveinsdóttir, hin fjölhæfa frjálsiþróttastúlka úr Armanni hefur einnig átt viö meiðsli að striða þar sem hún meiddist i ökkla — liðbönd slitnuðu. Lára var skorin upp fyrir stuttu og er hún nú með gifsumbúöir um ökkl- ann. — Hún mun ekki geta byrjaö aö æfa fyrr en eftir áramót. Stefán Hallgrimsson ætlar ekki að hafa heppnina meö sér þvi að pilturinn sá er nú enn einu sinni tognaður og hefur hann ekki getaö keppt neitt að ráöi i rúm- lega tvö ár, vegna tognunar. Hörð barátta framundan í körfuknattleik: ÍR-ingar hef ja vörn sína... á meistaratitlinum, þegar þeir mæta Ármanni á sunnudag* tslandsmeistarar tR Tkörfuknatt- leik, byrja nú á sunnudaginn að verja meistaratitil sinn en þá mæta þeir Armenningum i 1. deildarkeppninni i körfuknatt- leik, sem hefst um helgina. 1. deildarkeppnin hefst á morgun með leik Vals og nýliða Þórs frá Akureyri, og siðan mætir KR Njarðvikurliði. A sunnudag- inn leika svo IR — Ármann og Fram — Stúdentar. Baráttan verður hörð i körfu- knattleiknum i vetur, þvi að tvö lið falla niður i 2. deild, þar sem er næsta keppnistimabil hefst verður „úrvalsdeildin” — skipuð aðeins 6 liðum. Mikið hefur verið um breyting- ar á leikmönnum 1. deildarlið- anna. FRAM...leikur meö þrjá nýja leikmenn — landsliðsmennirnir Simon Ólafsson og Guösteinn Ingimarsson leika með liðinu, og einnig Björn Magnússon, allt fyrrverandi leikmenn Armanns. Guösteinn lék með Njarðvlkurlið- inu sl. keppnistimabil. KR...hefur fengiö Jón Sigurðs- son, landsliðsmann úr Armanni, i sinar raðir og þá leikur Banda- rikjamaðurinn Andrews Pizza meö KR-liðinu, en hann er einnig þjálfari liðsins. STtiDENTAR...hafa fengið Kolbein Kristinsson, landsliðs- bakvörö úr 1R, og Bandaríkja- maöurinn Dirk Dunbar leikur einnig með liðinu. — Hann á nú við meiðsli að striða og verður frá keppni til að byrja með. VALUR...hefur Bandarikja- manninn Rick Hockenos f herbúð- um sinum, en Valsmenn hafa misstlandsliðsmanninn Jóhannes Magnússon til Akureyrar. ARMANN...hefur oröið fyrir mikilli blóðtöku. Ármann hefur misst Jón Sigurðsson, sem hefur verið burðarás liðsins undanfarin ár. Birgir Orn Birgis hefur tekið fram skóna aö nýju og þá hafa Armenningar fengiö Bandarikja- manninn Micael Wood i sinar raö- ir. ÞóR...frá Akureyri hefur einn- ig Bandarikjamann i herbúðum sinum — Mark Kristiansen. Þá hafa nýliöarnir fengið Jóhannes Magnússon frá Val og Jón Ind- riöason frá Stúdentum. lR...hefur oröið fyrir blóötöku. ÍR-liðið missti landsliösmanninn Jón Jörundsson til Danmerkur og- Kolbein Kristinsson til Stúdenta. NJARÐVlK...hefur sama mannskapá aö skipa og sl. vetur, nema aö Guösteinn Ingimarsson gekk yfir I raöir Framara. Rafeindatímatöku tæki í Laugardal — verða keypt í vetur, sagði Sveinn Björnsson, varaforseti ÍSÍ á ársþingi SSÍ 26. þing Sundsambands tslands var haldið 16. október s.l. i Snorrabæ. Gestir þingsins voru Sveinn Björnsson, formaður tþróttaráðs Reykjavlkur og Her- mann Guðmundsson fram- kvæmdastjóri t.S.l. Skuldir sambandsins minnkuðu á s.l. ári úr liðlega 2 milljónum i rúm 1400þúsund, þetta er lofsvert framtak, sérstaklega þegar tillit er tekið til þess, aö i sumar var haldið stærsta sundmót sem nokkurn tima hefur verið haldið herna, 8-landa keppnin I sundi. Helzta málið sem lá fyrir þing- inu var breyting á Bikarkeppni SSl, en við hana bætist nú 3. deild. SveinnBjörnssonupplýsti á þessu þingi, að rafeindatimatökutækin, em kaupa átti fyrir 8-landa keppnina i sumar, yröu væntan- lega keypt I vetur. Þessi tæki á aö nota bæði á Laugardalsvelli og i Laugardalslaug, enda eru þau forsenda þess að við getum haldið alþjóðleg mót hér á landi I fram- tiðinni. I stjórn SSl fyrir næsta starfsár sitja eftirtaldir: Formaöur: Birgir Indriðason, Vestmannaeyjum, Siguröur Helgason, Kópavogi, Höröur Óskarsson, Selfossi, Olafur Guð- mundsson, Hafnarfiröi, Hafþór B. Guömundsson, Reykjavik, Oddur R. Hjartarson, Borgarnesi, Torfi Tómasson, Reykjavik og Ólafur Gunnlausson Reykjavik. Að endingu skal vitnað i skýrslu stjórnar fyrir siðasta starfsár, þar segir m.a.: ,,Eins og sá fjöldi unglingameta, sem settur var á siðasta starfsári ber með sér, þá eru afrek I sundiþróttinni á upp- leið þó að nokkuð vanti á aö fram- farir séu jafn stórstigar og hjá nágrannasjóðum okkar. Er von- andi að komandi stjórnir SSI svo og stjórnir félaga, þjálfarar og annað áhugafólk beri gæfu til þess að vinna i auknum mæli aö eflingu sundiþróttarinnar”.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.