Fréttablaðið - 27.05.2006, Side 82

Fréttablaðið - 27.05.2006, Side 82
 27. maí 2006 LAUGARDAGUR62 utlit@frettabladid.is Veðrið undanfarna daga hefur ekki beinlínis boðið upp á mikil sólböð eða legu við sundlaugarbakkann en bikiní- in og sumarlegu sundbolirnir eru samt sem áður komnir í búðirnar. Það er reyndar frekar gott mál því eflaust eru margir sem hafa ákveðið að flýja þessa íslensku lélegu afsökun fyrir sumar og fara eitthvert þar sem þeir geta spókað sig um í einhverju öðru en vetrar- kápu og leðurstígvélum. Úrvalið af fallega munstruðum og sumarlegum sundfötum er mjög gott í búðum bæjarins og markaðurinn fyrir þau væri senni- lega mun minni ef ekki væru allar dásamlega heitu sundlaugarnar okkar. Reyndar virðast íslenskar stúlkur sjaldan láta kuldann á sig fá og stripla hiklaust um á bikiníi allan ársins hring þrátt fyrir glamrandi tennur og gæsahúð. Sundfatatískan nú er fremur fjölbreytt og það gengur nánast allt upp. Það besta við hana er þó að háskornu buxurnar í anda níunda áratugarins þykja virkilega lummó og lágskornar bikiníbuxur sem minna helst á boxerbuxur ráða sundfatatískunni í dag. En þær virka einmitt vel á nánast hvaða líkama sem er og því yfir litlu að kvarta. hilda@frettabladid.is alfrun@frettabladid.is MÓÐUR VIKUNNAR > BORGHILDUR GUNNARSDÓTTIR Spáir þú mikið í tískuna? Já, mér finnst gaman að fylgjast með því sem er að gerast. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Hann er frekar klassískur, er ekki mikið fyrir skart og dúllerí. Mér finnst skemmtilegra að rokka hlutina aðeins upp. Uppáhaldshönnuðir eða fata- merki? Hjá second hand grúskur- um eins og mér skipta merkin ekki öllu máli en það er rosa gaman þegar við finnum gamlar merkjavörur niðri á lager, til dæmis Chanel töskur, Yves Saint Laurent stutt- buxur og Dior kápur. Flottustu litirnir? svartur og ferskjulitur. Hverju ertu veikust fyrir? Kjólum og kápum. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Ég keypti mér þrjá kjóla og tvær hálsfestar í Rokki og rósum. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Hnésokkar af öllum gerðum, sokkabönd, rosa háir hælar, ökklastíg- vél og mittisháar gallabuxur. Hvað ætlarðu að kaupa þér fyrir sumarið? Fullt af flott- um sundbolum og einhver crazy sólgleraugu fyrir utanlandsferðina með hlunknum mínum. Uppáhaldsverslun? Spúútnik og Rokk og Rósir. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mán- uði? Jjjii, segjum skynsamlega miklum. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Eins og er væru það svartar gallabuxur, nýji blómakjóllinn og beislitaða sumar- kápan sem er tekin saman í mittið. Uppáhaldsflík? Ferskjulitaður kjóll sem ég keypti í London. Hvert myndir þú fara í verslunarferð? Til New York, Berlínar eða London. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Ætli það sé ekki ljótasta dragt í heimi sem ég keypti mér fyrir mörgum árum þegar pabbi fór með mig í verslunarferð til Canada. SMEKKURINN MINN: HELENA JÓNSDÓTTIR VERSLUNARSTJÓRI Í SPÚÚTNIK Í KRINGLUNNI Er ekki mikið fyrir skart eða dúllerí Gæsahúð á sundlaugarbakkanum BLÓMABOLUR Sætur og sumarlegur. Úr Spúútnik. SUNDTASKA Þessi væri sæt á ströndinni. Fæst í Spúútnik. FEDORA Hattur úr Topshop. GAMLI STÍLLINN Gamaldags sundbolir eru frekar heitir í dag og fást meðal annars í Spúútnik. SEAFOLLY Fallegt bikini frá Seafolly. Fæst í Útilífi. JASPER CONRAN Töff bikiní sem fæst í Debenhams. SEVENTIES Fallegt og örlítið í anda áttunda áratugarins. Fæst í Topshop. RAUTT Þetta bikiní fæst í Centrum. GLÆSILEGT Með Hawai bragði. Fæst í Oasis. GRÆNT OG GULT Töff bikiní frá Nikita. Fæst í Retro. SUNDSKÝLA Strákarnir geta líka fundið eitthvað sniðugt. Þessi er úr Spúútnik. SANDALAR Töff skór úr Oasis. Jæja þá er íslenska sumarið komið með sínum vindum, regn- dropum og kuldaköstum. Á meðan ég bölsótast yfir kuldanum sem hefur plagað okkur undanfarna daga þá er ég um leið pínulítið fegin að ég bý ekki í „Sunny California“ eða einhverju þvíum- líku. Það er nú einfaldlega staðreynd lífs míns að pínupils og hlýra- bolir fara mínum grannvaxna líkama ekkert sérstaklega vel og ég ætti bara að þakka fyrir að geta klæðst ágætlega þykkum peysum og síðbuxum. Þarf ekki að vera sprangandi um með bláhvítu spóa- leggina mína fyrir alla til að sjá og jafnvel hæðast að í laumi. Föt fara konum vel eins og við femínistarnir segjum gjarnan og sumar- leg og um leið efnislítil föt fara fæstum líkömum eitthvað betur en þau venjulegu. Ekki það að mér sé eitthvað sérstaklega annt um kuldann og að sjálfsögðu verð ég óskaplega fegin þegar ég get farið að hætta að nota rauða glossið mitt til að fela fjólubláu varirnar. Íslenskt sumar býður tískudrósum landsins bara alls ekki upp á það sama og sumar í öðrum heitari löndum. Hérna til dæmis skiptum við ekki strigaskónum út fyrir sandala eða hettupeysum fyrir hlýraboli á sumrin. Ó nei. Í staðinn losum við okkur kannski við gammósíurnar en þá verður líka að vera alveg extra heitt. Einnig skiptum við út hvítri húð fyrir freknótta og kannski örlítið brúnleita ef heppnin er með okkur. Úlpan víkur fyrir vindjakka sem verður helst að vera frekar regnheldur og trefillinn fer af hálsinum og ofan í tösku - til öryggis ef það skyldi allt í einu bresta á vont veður. En eins og ég segi er ég bara frekar fegin á meðan ég þarf ekki að taka þátt í keppninni „Hver er með brúnustu lapp- irnar, stæltustu kálfana eða brjóstin sem fylla mest út í hlýrabol- inn?“ - á meðan ég slappa af á Austurvelli. Pínupils og hlýrabolir > Nýi herrailmurinn ...frá Versace er ferskur og eitthvað sem karlmenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.