Tíminn - 09.12.1977, Side 4
4
Föstudagur 9. desember 1977
„Lærði íslenzku í Washington með hraði”
segir dr. Lynn Martin
í Menningarstofnun
Bandaríkj anna, en
hún kveður
landið i dag
F.I. — „Nei, ég er ekkert undra-
barn. Ég hafði tekið einkanám-
skeið i islenzku úti i Washington
og var þess vegna nokkuð vel
undirbúin, þegar ég kom til
tsiands,” sagði Dr. Lynn Martin
i samtali við Timann I gær, en
dr. Lynn, sem nú er á förum,
hefur verið ailt i öllu i menning-
unni I Menningarstofnun
Bandarikjanna frá þvi I júli á
siðasta ári, séð um bókasafnið,
fyrirlestra, kvikmyndir og
undirbúið komu bandariskra
listamanna á væntanlega Lista-
hátið 1978. Hún hefur svo mikið
að gera að sé hún spurð um
fristundir hlær hún bara og fer
út I aðra sálma. Hún talar
islenzkuna mjög rétt og virðir
beygingar út I yztu æsar, en tel-
ur þó, að við ættum aö gera mál
okkar aðgengilegra með þvi að
leggja þær alveg niður.
Aður en Lynn kom til Reykja-
vikur, var hún háskólaprófessor
við Háskólann i Wisconsin og
kenndi þar fag, sem hún sjálf
hefur doktorsnafnbót i, þýzkar
bókmenntir. Auk þess hefur hún
verið enskukennari i Kiel, dval-
ið fjögur ár i Þýzkalandi við
nám og kennslu og eftir að hún
gekk I utanrikisþjónustuna, hef-
ur hún auk Islands verið i
afrikanska rikinu Liberiu. i dag
er ferðinni heitið til New York
og i janúar til Frankfurt.
„Hvað ég les helzt? Dagblöðip
gleypi ég og allt efni um island,
nema landbúnaðarfréttir og
fiskimarkaðsfréttir, — tölurnar
þreyta mig. Forystugreinar les
ég gjarnan og bækur eftir Lax-
ness hef ég reynt að lesa mér aö
gagni, en til þess þarf nokkra
æfingu. Sérstakur ritháttur
hans og stafsetning eru mér of-
viða. Góðir menn hafa þó bætt
úr þessu fyrir mig og kennt mér
að þræða hinn gullna meðalveg I
gegnum bækur Laxness og hygg
ég gott til glóðarinnar.”
Dr. Lynn vill ekki kalla sig
rauðsokku, þótt böndin berist
anzi mikið að henni i þvi efni.
Hún er sjálfstæð kona með sjálf-
stæðar koðanir, en ekki róttæk
að eigin sögn. — Ég gerði eitt
sinn skýrslu um það, hversu
skammarlega fáir af fastráðn-
um prófessorum við New York
háskóla væru konur. Það er mitt
framlag i kvennabaráttunni.”
Þegar við spurðum dr. Lynn
um vistina á Islandi almennt fór
hún strax að tala um hið skelfi-
lega skammdegi, hættulegt
ferðalögum litilla skólabarna og
hinar björtu nætur, en ómögu-
legt var að fá hana til þess að
segja nokkuð um íslendinga
Dr. Lynn Martin: „Starfiö er ekki tóm hanastélssamkvæmi, eins og margir ætia
Tfmamynd: Gunnar
sjálfa, — hún vill greinilega eiga
einhverja þeirra að, ef hún
skyldi koma aftur. „Ég sakna
þess bara að fá ekki að vera hér
lengur”.
— í starfi minu hitti ég margt
fólk, sérstaklega lista- og
leikhúsfólk, en ég hef mikið að
gera og lifið er ekki alltaf dans á
rósum,-----ekki eintóm hana-
stélssamkvæmi eins og margir
ætla. Þegar ég kem þreytt heim
úr vinnunni, býður min tiltekt
og uppþvottur alveg eins og hjá
öllum öðrum konum.
Við spurðum dr. Lynn að lok-
um i hvernig heimi henni sýnd-
ist við lifa. Svaraði hún þvi til,
að það væri of einfalt að vera
bjartsýnn nú, þegar öll stór riki
tækju þátt i vigbúnaðarkapp-
hlaupi, en maður skyldi aldrei
missa vonina. Vinsamlegar við-
ræður æðstu manna myndu
fresta framkvæmdum.
Volkswagen umboðið 25 ára
Volkswagen umboðið I
Heklu hf. I Reykjavik á aldar-
fjórðungsafmæli um þessar
mundir, en Hekla hf . tók við
innflutningi á Volkswagen bif-
reiðum þann 6. des. 1952. Þaö
kom fram á blaðamannafundi.
sem haldinn var af þessu til-
efni, að alls hafa selzt 12.135
bifreiðar frá upphafi, þar af
um 365 1 ár. Nýjustu gerðirnar
eru VW Avant og VW Derby.
A myndinni má sjá t.f.v. yf-
irmann útflutningsdeildar VW
á Norðurlöndum, Wolfgang
Daiber, Arna Bjarnason
frkstj. og lngimund Sigfús-
son forstjóra Heklu hf.
A fundinum var einnig sölu-
fulltrúi Volkswagen á Norður-
löndum Engebert Moe.
e Frestur
ur um sérkjarasamninga að
fara fyrir kjaranefnd ef ekki
er sótt eftir þeim fresti sem nú
hefur fengizt.
Að sögn Magnúsar óskars-
sonar vinnumálafulltrúa
Reykjavikur — þykir rétt i svo
stórum samningum, að rikið
fari á undan við gerð sér-
kjarasamninga. Sveitarfélög-
in sömdu mörg á undan rikinu
æins og kunnugt er og þvi
rennur frestur þeirra út fyrr.
„Það felur ekki i sér að þessir
aðilar hafi ekki sjálfstæðan
samningsrétt”, sagði Magnús.
Verkstæði
höfnina, en þau - eru netagerð
Thorberg Einarssonar og Neta-
gerð Guðmundar Sveinssonar. Sá
siðarnefndi hefur haft aðstöðu i
Bakkaskála undanfarin fimm ár,
en Gunnar kvað meginhluta verk-
stæðisins vera i Mosfellssveit.
. Hinn aðilinn hefur ekki haft að-
stöðu á hafnarsvæðinu. Þess má
geta að Hampiðjan mun hafa rætt
við Netagerð Guðmundar Sveins-
sonar um hugsanlegt samstarf.
Það munu einkum vera útgerð-
armenn loðnuskipa sem standa
að baki Netagerð Thorbergs Ein-
arssonar, en einnig er talið að
umboðsmenn norskra veiðarfæra
eigi þar hlut að máli. Ef það er
rétt, gæti verið vafasamt að veita
erlendum aðilum betri möguleika
á að keppa við innlenda aðila.
Samkoma
stuðlað að þvi. b) Að berjast gegn
dauðarefsingum og pyndingum
eða slæmri meðferð á hverjum
þeim, sem fangelsaður er, hafður
i haldi eða hindraður á annan hátt
i trássi við fyrirmæli Mannrétt-
indayfirlýsingar Sameinuðu
þjóðanna. c) Að berjast með öll-
um tiltækum ráðum gegn þvi, að
þeim, sem hafðir eru i haldi vegna
sannfæringar sinnar eða stjórn-
málaskoðana, verði haldið án
þess að dómsrannsókn fari fram
innan rýmilegs tima, eða gegn
hvers konar málsmeðferð varð-
andi slika fanga, er ekki sam-
ræmist viðurkenndum reglum,
sem tryggja réttláta dóms-
rannsókn.
íslandsdeild Amnesty Inter-
national var stofnuð árið 1974.
Félagar hennar eru nú þrjú
hundruð.
GIRMI
Brauðristar
Verð kr. 9.-330.-
Sendum i póstkröfu
Verð kr.
5.660,-
Sendum í
póstkröfu
RAFIÐJAN
Kirkjustræti 8
Sirnur (91) 1-92-94 & 2-66-60
QIFWMi
Hrærivélar
Verð kr.
15.830.-
Sendum
i póst-
kröfu.
Kirkjustræti 8
Simar (91) 1-92-94 & 2-66-60
GIRMI^
jr^GIRMI8*
jf Grill-ofnar .
á ótrúlega góðu verði:
kr. 26.915.- Sendum i póstkröfu."
m
Har-
þurrkur
RATIÐJAN" J
HF.
Kirkjustræti 8
Simar (91) 1-92-94 & 2-66-60