Tíminn - 31.12.1977, Qupperneq 8

Tíminn - 31.12.1977, Qupperneq 8
8, Laugardagur 31. desember 1977 Ingólfur Davíðsson: og búið í gamla daga 203 „Hilsift" á Eyrarbakka (bakblib) 14/8 1877 Kornsá I Vatnsdal um 1890 Lltum heim a6 Kornsá i Vatnsdal, kunnu býliað fornu og nýju, kallað Kárnsá I Vatns- dælu. Er þar m.a. getið Þor- grims Kárnsárgoöa, fööur Þor- kels kröflu. A siðasta fjórðungi 19. aldar varð Kornsá höfðingjasetur að ný ju, er Lárus Björnsson Blöndal sýslumaöur hélt þar bú frá 1877 til 1894, kvæntur Kristinu Asgeirsdóttur frá Lambastööum á Seltjamar- nesi. Voru þau bæöi rausnsöm og höföingsbragur á heimilinu. Lárus reisti timburhús á Kornsá, og þótti það að vonum sveitarprýði (sjá mynd). Um aldamótin keypti Kornsá Björn Sigfússon prests Jónsson- ar frá Reykjahlið. Hann var um skeið alþingisfulltrúi Húnvetn- inga. Kona hans, Ingunn Jóns- dóttir frá Melum hefur ritað „Gömul kynni” o.fl. bækur. Lárus Blöndal alþingisbóka- vörður hefur léö i þáttinn mynd af gamla timburhúsinu á Kornsá, og látið fylgja nöfn á fólkinu. Myndina tók Arnór Egilsson ljósmyndari, liklega um 1890. Nöfn á fólkinu talið frá vinstri til hægri: Jón Sigfússon prests Jónssonar, Kristján Lárusson Blöndal, Haraldur Lárusson Blöndal, Kristin Blön- dal, Lárus Blöndal sýslumaöur, Sigrlöur Lárusdóttir Blöndal, Þórður Magnússon Blöndal, Guðrún Lárusdóttir Blöndal, Páll Snorrason kaupmaður á Siglufirði Jónssonar, Sigriður Jónasdóttir yfirsetukona, Anna Stefánsdóttir, systir séra Stefán i Auðkúlu. 1 glugganum Agúst Lárusson Blöndal. 1 dyrunum: Jósep Lárusson Blöndal og Jónas Guömundsson bóndi á Eyjtílfsstöðum. Skúrbygging var reist norðan við húsið, lfk- lega um eða skömmu eftir fyrri heimsstyrjöld. Húsið stendur enn, enda gert úr völdum viöi (rauðavið, sem seint fúnar). Torfbær með burstum sttíð þarna áður, og eitthvað eftir að timburhúsiö var byggt. Höldum suður yfir heiðar og litum á gömul kunn timburhús á Eyrarbakka. Nálægt kirkjunni stendur enn „Húsið”, en það lét Jens Lassen kaupmaður reisa árið 1765, og hefur þaö lítið breytzt frá upphafi. Þetta er bjálkahús með standþiljum að utan og með mjög háu risi. Verzlunarstjórarnir bjuggu i þvi og var löngum horft þangaö með óttablandinni virðingu. Nafn þessa litla timburhúss „Húsiö” talar máli sinu um ibúðir almennings á siðustu öld. Gert hefur verið við húsið 1 seinni tið og litur það vel út. Myndimar af þvi voru teknar 14. ágúst 1977 og sýna framhliö og bakhlið, ásamt gömlum brunni bakvið það. Loks er mynd af gömlu verzlunarhúsunum (Lefoii- verzlun), tekin um 1890, en þau eru nú horfin. Jámklæöning var orðin ryöbrunnin, en hinir gildu viðir enn tífúnir. Var efnið notað i stórt fiskverkunar- og salt- geymsluhús I Þorlákshöfn, en möl og skeljasandi ýtt yfir rústir gömlu „Vesturbúöarhúsanna”. Var hin sögufræga „Lefolii- verzlun” þar með horfin að fullu og öllu. „Þarfasti þjónninn” hefir auðsjáanlega veriö helzta flutn- ingatækið. Hús Lefoliiverzlunar voru einhverjar mestu verzlunarbyggingar á Islandi um skeið. Um 1884 lét Lefolii byggja bökunarhús og voru Lefoliibrauöin fræg. Verzlun- inni lauk 1919 og hafði þá verið kennd við Lefolii i um 80 ár. Kunnur verzlunarstjóri 1887- 1909 var Pétur Nielsen, mikill áhugamaöuri náttúrufræði. Gaf hann mikið safn fugla og eggja til náttúrugripasafnsins. Þeim sem vildu fræðast um húsin og verzlunina skal bent á ritið „Saga Eyrarbakka” eftir Vig- fús Guömundsson, útgefin 1949. „Hikiið” á Eyrarbaklu 14/8 1877 Lefolii-verzlun á Eyrarbakka um 1890

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.