Tíminn - 31.12.1977, Page 32

Tíminn - 31.12.1977, Page 32
32 Laugardaglir 31. desember 1977 Anthon Mohr: Árni og Berit FERÐALOK barnatíminn Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku I sama bili kom sérkennilog skrúðgangn út úr skóginum þeim fyndist ekki ein- manalegt að búa hér ógiftir á þessari af- skekktu Kyrrahafseyju og minntist á i þvi sam- bandi, hvort skipaferðir væru ekki strjálar. „Það er nú dálitið misjafnt”, svöruðu prestarnir. „Stundum koma skip hér við tvis- var til þrisvar á ári, en stundum geta liðið nokk- uð ár milli þess að áætl- unarskip koma hér við. Perluveiðarar og fiski- bátar Malaja koma hér aftur á móti oft við og með þeim fáum við oft blöð og bréf frá ættlandi og öðrum fjarlægum löndum.” Þeir sögðust ekkert vera einmana. Þeir hefðu alltaf nóg að gera, og loftslagið væri ágætt. Lika féllu þeim eyjarskeggjarnir ágæt lega. Þeir sögðust eiga ósköpin öll af bókum. Faðir Gaspard væri að skrifa bók um Kyrra- hafseyjarnar, ibúa þeirra og lifskjör. Hann hafði byrjað að safna efni i þessa bók strax fyrsta árið, en fyrir rúmu ári hafði hann loks talið sig færan um að byrja að skrifa sjálfa bókina. Með ódulinni hrifiiingu og stolti, sýndi hann systkinunum það sem fullgert var af þessu mikla riti, en meiri hluti bókarinnar var enn ósaminn, en efni til hennar var á miðum og lausum blöðum. Seinna ætluðu þeir svo i sameiningu að semja bók um dvöl sina á Tongerewa og ibúana þar. Berit var svo kurteis að segja þeim, að hún hlakkaði til að lesa þá bók, er hún kæmi út. 3 Þau systkinin Árni og Berit þurftu lika að svara mörgum spurn- ingum. í fyrstu voru prestarn- ir undrandi yfir þvi, hvernig systkinin væru hér komin, án þess nokkur hefði orðið skip- komunnar var. Það var ekki á hverjum degi, sem skip af þessari stærð kom til Tonger- ewa. Ef ekkert sérstakt hefði staðið til á eynni, myndi lika hafa farið svo að einhvern hefði komið auga á skipið strax og það nálgaðist, og hefði verið fylgzt með komu skipsins þar til báturinn kom að landi, en brúðkaupsathöfnin hafði verið þess vald- andi að enginn tók eftir skipinu. Siðastliðna þrjá sólar- hringa hafði hver ein- asti maður úr þorpinu við þessa vik verið i brúðkaupsveizlu i þorpi einu alllangt inni i skóginum, þar sem skógurinn var þéttur og viðlendur. Það var dóttir rikasta mannsins á eynni, sem var að gifta sig, og var þvi ekkert til sparað. Að lokum var svo komið, að margir voru orðnir ölv- aðir og gleymdu þvi að horfa út á hafið, og þess vegna kom enginn auga á skipið. Þegar prestarnir höfðu heyrt ágrip af sögu systkinanna, buðu þeir þeim strax að dvelja i húsi þeirra, þar til skipsferð félli fyrir þau til Hawaii. Hvenær þau fengju ferð, gæti enginn vitað. Það gat orðið næstu daga og það gat lika orðið langt til næstu skipsferðar. Um þetta var engin föst áætlun. Berit var ekkert hrifin af þvi að eiga að setjast að i þessu sóðalega húsi. Hún sá, að það myndi verða mikið verk að koma þar öllu i röð og reglu og þrifa til, en án þess gat hún ekki hugsað sér að setjast hér að. Ef til víll þætti lika þessum gömlu einsetu- mönnum vænt um, að hún tæki þarna dálitið til. Á þann hátt gæti hún lika endurgoldið gest- risni þeirra. Hún vonað- ist eftir að hún gæti fengið einhverja konuna úr þorpinu til að hjálpa sér við erfiðustu verkin. Systkinin tóku boði prestanna með þökkum, og Berit fór strax að reyna að þrifa svolitið tíl, en það var’ erfitt verk. Hér hafði vist aldrei verið „gert hreint” siðan húsið var byggt fyrir tuttugu og þremur árum. En Berit fékk nóg af vatni og sápu og tvær konur til að hjálpa sér, og leið þá ekki á löngu, að allt var orðið hreint og i röð og reglu. Þessir gömlu einsetu- menn létu Berit öllu ráða og skiptu sér ekk- ert af, þótt hún umbylti öllu i stofunum. En hún gat ráðið það af ýmsu, bæði hrósyrðum og hljóðri aðdáun prest- anna, að þeir nutu þess, að sjá allt hreint og fág- að, eftir margra ára sóðaskap, og ekki sizt að fá góðan vel framreidd- an mat. Á meðan Berit vann að húsverkunum, notaði Ámi timann til að kynna sér eyjuna. Prestamir áttu litinn hálfyfir- byggðan bát. Hann leit illa út en var þó sjófær, aft minnsta kosti inni á lóninu. Árni, sem ætið undi sér svo vel á sjón- um, varð glaður við, er prestar vildu lána hon- um bátinn. Honum var það óblandin ánægja að sigla bátnum fram og aftur um þetta „inn- haf”, sem lá innan kór- alrifsins. Á kóralrifinu sem myndaði sporöskju lagaðan hring, voru eig- inlega 24 smáeyjar, sem kóralrifið tengdi saman. Prestarnir settu Árna það skilyrði, er þeir létu bátinn af hendi, að hann færi ekkert út úr lóninu. Þeir óttuðust, að bátn- um hvolfdi i brimgarð- inum fyrir utan, og auk þess var straumur- inn i sundunum stór- hættulegur. Áma þótti þetta leitt, en það var þó alltaf dálitið „sport” að sigla á lóninu, sem var um 20 km. langt og um 5 km. þar sem það var breiðast. Þetta lón eða innhaf var ákaflega sérkenni- legt. Það var hvergi meira en 20-30 metra djúpt, og vatniðvar svo spegiltært, að vel sást til botns, og gróður og dýralif blasti við sýn. Þegar vatnsflöturinn var spegilsléttur, og það var hann oftast, gat Árni legið timunum saman á maganum á borðstokkn- um og starað ofan i sjú- inn. Urmull af fiskum sást niðri i djúpinu, og vom þeir marglitir og af ýmsum stærðum. Árna fannst það þvi undravert að fólkið á eyjunni bragðaði varla fisk. Ein- stöku sinnum sá hann eyjarskeggja veiða dá- litið af krabbadýrum og skelfiskum, en aðallega lifði fólkið á kókoshnet- um. Hneturnar voru matreiddar á ýmsan hátt. Þær vom steiktar og soðnar, etnar kaldar og heitar, og notaðar i salat og búðinga og not- aðar i stað mjólkur. Prestarnir höfðu meiri fjölbreytni i fæði, þvi að þeir höfðu lika að- keyptar niðursöðuvörur óg nýlenduvörur. Þeir höfðu nokkrar kindur og garð með káli og öðm grænmeti. Berit gat þvi fengið nóg gott i matinn og gat breytt til daglega. Árni undraðist mest fiskimergðina i lóninu og utan þess. Allt var fullt af marglitum stór- um og smáum fiskum, en enginn virtist sinna veiðiskap. Er þau syst- kinin höfðu dvalið þarna i nokkrar vikur, ræddi hann þetta mál við föður Gaspard. „Já, ég var lika undr- andi yfir þessu fyrst, er ég var hér”, svaraði presturinn „og ég ákvað að láta það vera mitt fyrsta verk að kenna innfæddu fólki hér að veiða fisk og eta. Þessi tilraun min hafði nær kostað mig lifið. Það sannaðist, sem þessi náttúruböm vissu vel áður, að næstum allar þessar marglitu fisk- tegundir i lóninu eru baneitraðar. Oft eru bakuggarnir eitraðir og oft verður allur fiskur- inn eitraður við suðuna. Fyrsta máltið min af soðnum fiski hér úr lón- inu kostaði mig sex

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.