Tíminn - 31.12.1977, Síða 37

Tíminn - 31.12.1977, Síða 37
Laugardagur 31. desember 1977 37 SIMRAD RÁÐSTEFNA KEJ — A vegum Simrad og um- boðs þessá íslandi var á fimmtu- dag haldin ráðstefna um fisk- veiðimál á Hótel Esju um leið og kynnt voru Simrad asdic-tæki, dýptarmælar, höfuðlinuút- búnaður og siglingartæki. A Bændafundir ráðstefnuna mættu nær áttatiu skipsstjórnar- og útgerðarmenn og meðal þeirra sem héldu ræður á ráðstefnunni voru Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðingur, Agúst Einarsson LIÍJ, Svavar Ár- mannsson hjá Fiskveiðisjóði, Austurlandi Barði Árnason hjá Landsbanka Islands og Kári Jóhannesson F.A.O. Opnunarræðuna hélt Erik Mustad framkvæmdastjóri hjá Simrad. Þá fóru fram almennar umræður og fyrirspurnum var svarað. Skorað á stjórnvöld að afnema söluskatt af kjöti og kjötvörum FI — Búnaðarsamband Austur- lands boðaði til tveggja bænda- funda fyrir miðjan desember en þvi miður hefur nokkuð dregizt að segja frá niðurstöðum hér I blaðinu. Fyrri fundurinn var að Staðarborg I Breiðdal þann 12. des., en hinn sföari að Vala- skjálf Egilsstööum 13. des. Frummælandiá báðum þessum fundum var Arni Jónasson, erindreki Stéttarsambands bænda. Fundir.nir mótmæltu úrskurði yfirnefndar um verðlagsgrund- völl landbúnaðarins og bentu sérstaklega á fjármagnsliðinn í þvi sambandi, en þar eru m.a. laun húsfreyju lægra metin en laun bóndans fyrir sömu vinnu, sem gengur i berhögg við gild- andi lög. Skorað er á stjórnvöld að af- nema söluskatt af kjöti og kjöt- vörum án þess að niðurgreiðslur verði skertar. Með þvi myndi sala innanlands aukast veru- lega og jafnframt verkar sú ráðstöfun til lækkunar visitölu, segir i ályktuninni. Rættvarum þann vanda, sem við er að fást i afurðasölumál- um landbúnaðarins og töldu fundarmenn á Egilsstöðum timabundna gjaldtöku af inn- fluttu kjarnfóðri skásta af þeim leiðum, sem aukafundur Stéttarsambands bænda benti á til úrbóta á vandanum. Gleðilegt nýór þökkum viðskiptin á liðnum órum Sölufélag Dalvíkur h.f. Rœkjuvinnsla Vittu fundirnir þá hlutdrægni, sem viðhöfð var i rikisfjöl- miðlunum við siðustu verð- breytingar og telur hana ský- laust hlutleysisbrot. Að Staðarbergi i Breiðdal fögnuðu menn þeirri ákvörðun Stéttarsambandsins að verja nokkurri fjárhæð til markaðs- leitar fyrir landbúnaðarafurðir erlendis i samvinnu við SIS og rikisvaldið, en telur þá upphæð of lága og að rikinu beri skylda til að leggja fram eigi lægri upp- hæð i sama skyni, þar sem það sé stórt hagsmunamál fyrir alla þjóðina, að góður markaður finnist fyrir þessa ágætu og sér- stæðu vöru. Fundurinn telur að endurtek- in vilyrði landbúnaðarráðherra um aukningu á rekstrar- og afurðarlánum til bænda, svo að sláturleyfishafar geti greitt 90% af v'erði sauðfjárafurða við mót- töku, verði að vera meira en orðin tóm. Ætti rikisstjórnin að knýja Seðlabankann til þeirrar fyrirgreiðslu. Einnig var þvi beint að land- búnaðarráðherra að hann beitti sér fyrir afnámi innflutnings- gjalda, tolla og söluskatts af vélum og varahlutum til land- búnaðarins. • •HMtHMMMMMttMtMmMJ Tímínn er ] peningar | ] Auglýsicf : í Timanum I • • .••••••••»••••••••••••••••••♦♦••• SKIPSTJÓRAR - ÚTGERÐARMENN FARIÐ VEL MEÐ NÓTINA NOTIÐ KRAFTBLAKKIR TRIPLEX gefur jafnt og gott átak sem dreyfist á stóran flöt nótarinnar, átak sem skiptist á 3 rúllur. Hraðari og öruggari dráttur nótar. Hverri rúllu skipt þannig^ að hægt er að ráða hraða korklinunnar og garnsins sér- staklega. TRIPLEX kraftblakkirnar eru notaðar af öllum aflahæstu hringnótaskipum á N-At- lantshafi. Leitið nánari upplýsinga: Garðastræti 6 Símar 1-54-01 & 1-63-41 Óskum Siglfirðingum öllum,viðskiptavin- um svo og blaðburðarbörnum gleðilegs nýárs Þökkum liðið. Söluturninn F.F. Aðalgötu 23, Siglufirði. Öllum viðskiptavinum óska ég gleðilegs nýárs með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum. Guðmundur Þorsteinsson gullsmiður, Bankastræti 12.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.