Fréttablaðið - 30.05.2006, Page 35

Fréttablaðið - 30.05.2006, Page 35
7 Ísbúðin Brynja, sem er til húsa að Aðalstræti 3, á sér lengri sögu en margan gæti grunað, alveg aftur til 1942-3. Hjónin Fríður Leósdóttir og Júlíus Fossberg Arason eru fimmtu eigendur ísbúðarinnar, en segja má að hún hafi staðið í blóma frá því að þau tóku við rekstrinum fyrir 21 ári. Fríður segir búðina hafa byrjað sem eins konar „kaupmann á horn- inu“. „Upp úr 1950 var ein ísvél tekin í notkun á sumrin í búðinni,“ útskýr- ir hún. „Þegar við tókum við rekstr- inum var einni vél bætt við og ís seldur allt árið um kring. Núna erum við komin með sjö íshólf í búðina og ísinn hefur aldrei verið vinsælli.“ Aðspurð um vinsældir Brynju- íssins segir Fríður að hollusta sé einfaldlega vanabindandi. „Ísinn er heimalagaður, meðal annars unn- inn upp úr Norðurmjólk, og eru ekki nema 130 fitueiningar í hverjum 100 grömmum af hvítum ís,“ segir hún stolt í bragði. „Bragðarefur með ávöxtum er ein vinsælasta ístegundin, sem er líklega af því að sífellt fleiri vilja temja sér hollan lífsstíl. Svo er ís í brauði sívinsæll,“ bætir hún við. „Við njótum líka ákveðinnar sér- stöðu vegna piparmola frá Mola á Dalvík sem við setjum í bragðaref- inn,“ segir Fríður. „Í samvinnu við Mola ákváðum við að prófa blönd- una á viðskiptavinum okkar og sló hún í gegn. Það er til dæmis mjög vinsælt að blanda piparmolum og jarðarberjum saman í bragðarefn- um. Annars er flóran mikil og fólk hefur nokkuð frjálsar hendur með ísinn sem það kaupir,“ segir hún að lokum. Piparmolar og jarðarber Brynjuís trekkir viðskiptavini alls staðar að. Fríður hefur ásamt manni sínum Júlíusi rekið ísbúðina Brynju síðastliðin 21 ár. Búðin hefur staðið í blóma frá því að þau hjónin tóku við rekstrinum. FRETTABLADID@HEIDA.IS Kalli er mjög vinsæll krakkaís í kallaboxi. Þeir koma í nokkrum litum hver með sinn karakt- er. Hægt er að fara með boxið aftur í búðina og fá áfyllingu fyrir aðeins 150 krónur. Það svalasta í dag er ís með pipardýfu sem er framleidd af Mola á Dalvík. Hér sést bragðarefur með piparmolum, jarðarberj- um og einni súkkulaðitegund. Ís í formi er klassískur og nýtur sífelldra vinsælda. Ísinn í Brynju er tiltölulega hollur miðað við það sem þekkist, en 130 fitueiningar eru í hverjum 100 grömmum af hvítum ís. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { norðurland } ■■■■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.