Fréttablaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 52
ATVINNA
12 3. júní 2006 LAUGARDAGUR
Fljótsdalshéra› - Lyngási 12 - 700 Egilssta›ir - sími 4 700 700 - www.fljotsdalsherad.is
Grunnskólakennarar
Vegna óvæntra afleysinga næsta skólaár og viðbótar á kennslukvóta
vantar kennara í eina og hálfa stöðu í Fellaskóla, Fellabæ.
Um er að ræða eina fulla stöðu á unglingastigi með áherslu á raungreinar og hálfa stöðu þar
sem sérkennsla væri fyrsti kostur þó fleira kæmi til greina. Þó um afleysingu sé að ræða í
fullu stöðuna er allt eins líklegt að um framtíðarstarf gæti verið að ræða.
Fellaskóli er heildstæður grunnskóli með um 100 nemendur og er hverfisskóli nemenda í
þéttbýliskjarnanum Fellabæ á Fljótsdalshéraði og næsta dreifbýli hans. Í Fellaskóla er reynt að
stuðla að sjálfsaga nemenda bæði hvað snertir nám og hegðun. Ekkert punktakerfi er í
skólanum en reynt að fylgjast vel með gengi hvers nemenda. Samhentur hópur starfsfólks
starfar við skólann.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Gestsson, skólastjóri, vs. 4 700 730, hs. 471 1748,
netfang: sverrir@fell.is. Umsóknarfrestur er til 20. júní. Umsóknir sendist til Fellaskóla
v/Einhleyping, 700 Egilsstaðir.
Fljótsdalshéra›
fl
jo
ts
d
a
ls
h
er
a
d
.i
s
Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands auglýsir
eftirfarandi stöður lausar til umsóknar:
I. Verkefnisstjóri Heimsóknarþjónustu.
50% starfshlutfall
Verkefnisstjóri hefur umsjón með verkefninu.
Hann tekur m.a. viðtöl við sjálfboðaliða og gestgjafa
og kemur á tengslum þeirra á milli.
Menntun og hæfniskröfur:
• Almenn menntun
• Umburðarlyndi og hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði
• Stundvísi og skipulagshæfni
Laun eru greidd skv. kjarasamningum VR.
II. Starfsmaður við næturvörslu í Konukoti,
athvarfi fyrir heimilislausar konur.
75-100% starfshlutfall
Starfsmaður ber ábyrgð á móttöku og þjónustu við
notendur heimilisins auk almennrar umsjónar.
Menntun og hæfniskröfur:
• Almenn menntun
• Reynsla af störfum með fólki sem á við geðræn og/eða
félagsleg vandamál að stríða mjög mikilvæg
• Umburðarlyndi og hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði
• Stundvísi og skipulagshæfni
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Eflingar.
Umsóknarfrestur er til 10. júní 2006.
Upplýsingar veitir Katla Þorsteinsdóttir
framkvæmdastjóri í síma 545-0402
(netfang katla@redcross.is)
Umsóknir sendist til:
Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands
b.t. Kötlu Þorsteinsdóttur
Laugavegi 120, 4. hæð, 104 Reykjavík
eða netfang katla@redcross.is
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI