Fréttablaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 94
3. júní 2006 LAUGARDAGUR62
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
NÚNA BÚIÐ
Nýr humar, grillpinnar
sólþurrkaður saltfiskur
opið alla laugardaga 11-14
Að raka sig. Alskegg eða sexí
broddar − karlmenn bæjarins eru
hárprúðir þessa dagana og greini-
legt að skeggið er inni.
Kokteilar. Nú er sumarið
á leiðinni og þá er um að
gera að blanda sér sumarlega
kokteila í miðnætursólinni. Á
Netinu er fullt af uppskriftum!
Motorola Razr síminn.
V3-síminn frá Motorola
hefur slegið í gegn í
Bandaríkjunum og
fæst nú í nokkrum
litum þar. Síminn er
nýkominn til landsins,
reyndar bara í svörtu
en alveg jafn töff,
grannur og spengi-
legur. Sundlaugar. Úr því að hitastigið
er ekkert að hækka er um að
gera að skella sér í sund og
heitu pottana á sólardögum.
Þannig er hægt að ná ágæt-
isbrúnku á náttúrulegan hátt
þrátt fyrir 8 stiga hita.
Sterkar strípur. Af Ungfrú
Ísland að dæma er greini-
legt að málið er að vera
með heillit, annað hvort
alveg ljóshærð eða alveg
dökkhærð. Þó er alltaf flott
að setja penar náttúrulegar
strípur í hárið til þess að fá
smá hreyfingu í það.
Silvía
Nótt.
Silvía var töff,
en nú er komið nóg.
En Silvía er hæfileika-
rík stúlka og hlýtur að
finna sér eitthvað betra
að gera. Arfleifð hennar
er fólgin í glystískunni,
ekki tónlistinni eða
talsmátanum.
LÁRÉTT: 2 plat 6 hæð 8 drulla 9
starfsgrein 11 leita að 12 yfirráð
14 híbýli sjávardýra 16 nafnorð 17
flana 18 tunna 20 í röð 21 lokka.
LÓÐRÉTT: 1 létu 3 samtök 4
hlykkjast 5 augnhár 7 skemmtun
10 kvenmannsnafn 13 geislahjúpur
15 óbundinn 16 til sauma 19 til.
LAUSN:
LÁRÉTT: 2 Gabb, 6 Ás, 8 Aur, 9
Fag, 11 Gá, 12 Umráð, 14 Kóral,
16 No, 17 Asa, 18 Áma, 20 Tu, 21
Laða.
LÓÐRÉTT: 1 Gáfu, 3 Aa, 4 Bugðast,
5 Brá, 7 Samkoma, 10 Gró, 13
Ára, 15 Laus, 16 Nál, 19 Að.
Nýjasti bar bæjarins, Barinn á
Laugavegi 22, skartar skemmti-
legum veggskreytingum sem
vakið hafa eftirtekt gesta. Lista-
mennirnir sem heiðurinn eiga að
verkunum heita Guðmundur Hall-
grímsson og Friðrik Svanur Sig-
urðarson, betur þekktir sem Mundi
og Morri, en þeir nema báðir graf-
ískra hönnun við Listaháskóla
Íslands. Verkin sem um ræðir eru
þrjú. Eitt er í stigaganginum sem
liggur upp á þriðju hæðina og
sýnir það konu horfa girndaraug-
um á epli á meðan hárið á henni
flaksast upp allan vegginn. „Mynd-
in er af Evu í aldingarðinum og
sýnir syndafallið. Okkur fannst
þessi saga mjög viðeigandi sem
þema í veggskreytingu á skemmti-
stað þar sem margar syndir eiga
líklega eftir að verða framdar hér
inni,“ segir Morri. Hinar tvær
myndirnar eru á miðhæðinni og
eru einnig trúartengdar. Önnur
þeirra sýnir prest sem er að biðj-
ast fyrir og hin sýnir slökkviliðs-
mann að kljást við loga helvítis.
„Við erum samt hvorugir sérstak-
lega trúaðir,“ ítrekar Mundi og
segir að myndin af syndafallinu
hafi verið útpæld og mikil vinna
lögð í hana á meðan hinar mynd-
irnar tvær hafi verið unnar meira
spontant og án fyrirfram gefinn-
arútkomu.
Salernin á þriðju hæðinni hafa
einnig verið skreytt en verkin þar
inni eru eftir bandaríkjamann að
nafni Skyler. Þannig er kvennaklós-
ettið alsett hundum en strákarnir
horfa á sökkvandi bát og þung-
brýndar verur meðan þeir pissa.
Mundi og Morri hafa annars
komið víða við þegar listin er ann-
ars vegar. Morri á t.d. heiðurinn
að veggskreytingunum í bakgarði
Dillon og Mundi er á kafi í fata-
hönnun og hannaði m.a. skreyting-
una á metanstrætisvögnunum sem
keyra um götur borgarinnar. Meiri
samvinna er á döfinni hjá strákun-
um því framundan er sýning á sex-
tán verkum þar sem klámmyndir
og ástarsögur koma mikið við sögu
en sýningin verður að öllum lík-
indum fljótlega sett upp í verslun-
inni Kronkron. Gaman er líka að
segja frá því að strákarnri hafa nú
þegar fengið tilboð um fleiri
vegggskreytingar í kjölfar verk-
anna á Barnum.
snaefridur@frettabladid.is
LISTAMENNIRNIR MUNDI OG MORRI: SKREYTTU VEGGINA Á BARNUM
Syndafall í stiganum
FLOTTUR VEGGUR Tvíeykið Mundi og Morri við vegginn góða á Barnum sem sýnir Evu þar sem hún er að láta freistast af eplinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FRÉTTIR AF FÓLKI
Breytingar eru fyrirhugaðar á dagskrá útvarpsstöðvarinnar X-ins 977. Eins
og Fréttablaðið greindi frá í vikunni
eru Egill Einarsson og félagar í
Köllunum.is komnir með þátt á
stöðinni á laugardögum. Nú
um mánaðamótin rann Helvít-
is morgunþátturinn sitt skeið
á enda en samningur við
stjórnendur þáttarins, Gunnar
Sigurðsson og Viðar Pétursson, var ekki
endurnýjaður. Þorkell Máni Pétursson
leysir þá félaga af á morgunvaktinni fyrst
um sinn en Frosti Logason dagskrárstjóri
vinnur nú hörðum höndum að því að
endurskipuleggja dagskrána. Búast má
við nýrri og sumarlegri dagskrá X-ins í
næstu viku.
Þetta var því ekki góð vika fyrir Gunnar Sigurðsson, eða Gunna
samloku eins og hann er oft kallaður,
því eins og Fréttablaðið greindi frá í gær
verða Strákarnir ekki á dagskrá Stöðvar
2 næsta vetur. Gunnar og Atli Albertsson
hafa komið ferskir inn í Strákana í vetur
en fyrirhugaðar breytingar gera ekki
ráð fyrir þeim áfram í félagi við Sveppa,
Audda og Pétur. Ekki er
alveg útséð með að
þeir félagar muni áfram
birtast á skjám lands-
manna þó ekkert
hafi verið ákveðið
í þeim efnum.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á bls. 8
1 Margaret Beckett
2 Mikael Torfason
3 Sleater-Kinney
HRÓSIÐ...
fær Valgeir Sigurðsson sem
stjórnaði nýverið upptökum á
nýjustu plötu Wills Oldham.
Í sumar verður starfræktur flóa-
markaður á horni Klapparstígs og
Laugavegs, nánar tiltekið í bak-
garði Sirkus. Það er kvikmynda-
gerðarkonan Silja Hauksdóttir og
leikkonan Elma Lísa Gunnarsdótt-
ir sem standa að markaðnum sem
er opinn alla föstudaga og laugar-
daga í sumar á milli kl. 12-18.
„Það má finna glitrandi gim-
steinaflíkur inn á milli gallabuxna
og lopapeysna og því má segja að
hér sé að finna fatnað sem hentar
jafnt á laugardagskvöldi sem á
mánudagsmorgni,“ segir Silja sem
lofar fjölbreyttu fataúrvali.
Síðastliðin tvö sumur hefur
markaður verið rekinn á þessum
sama stað en fyrsti markaðsdagur
sumarsins var í gær og þá var
boðið upp á förðun á þúsund kall og
spákona spáði frítt fyrir gesti.
Gestir mega búast við álíka
uppákomum á markaðnum í sumar
og verður þar einnig boðið upp á
tískusýningar, tónlistaratriði, hár-
greiðslu og fleira. Úrvalið á mark-
aðnum í gær lofaði góðu en fyrir
utan fatnað var þar að finna alls
konar töskur, glingur, klúta, belti
og svo má búast við því að ýmislegt
annað dót slæðist með í bland við
fötin. Öllum tískudrósum bæjarins
er velkomið að leigja bás á mark-
aðnum og er áhugasömum bent á að
setja sig í samband við stelpurnar.
-snæ
Glitrandi flóamarkaður
NOTAÐAR GERSEMAR Elma Lísa og Silja Hauks standa fyrir Sirkus-markaðnum í miðbæ
Reykjavíkur alla föstudaga og laugardaga í sumar þar sem ýmsar tískutýpur selja fatnað og
glingur. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
��������������
�������
����������
����
����������
�����������
��������������
���������������
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
Hópur fólks vinnur um þessar mundir að skipulagningu samtaka sem nefn-
ast Framtíð Íslands. Um er að ræða frjáls
félagasamtök af því tagi sem á ensku eru
nefnd „think tank“ eða hugveitu eins og
mætti ef til vill útleggja það á íslensku.
Slík samtök búa jafnan yfir mikilli
þekkingu á tilteknu sérsviði og veita
jafnvel ríkisstjórnum ráðgjöf í viðkomandi
málaflokki. Irma Erlingsdóttir, forstöðu-
maður Rannsóknarstofu í kvennafræðum
við HÍ, er sögð potturinn og pannan í
skipulagningu Framtíðar Íslands, sem
mun einblína á umhverfismál í víðum
og þverpólitískum skilningi, allt frá nátt-
úruvernd að atvinnustefnu. Ekki þarf að
koma á óvart að þekktir áhugamenn um
umhverfismál koma að samtökunum,
þar á meðal Andri Snær Magnason rit-
höfundur og María Ellingsen
leikkona. Þessa dagana
bera félagsmenn Framtíðar
Íslands saman bækur sínar
og munu væntanlega
greina frá samtökun-
um og tilgangi þeirra
í fjölmiðlum á næstu
dögum.