Fréttablaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 49
ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - LB I 32 99 2 06 /2 00 6 Laus störf á upplýsingatæknisviði Landsbankans Upplýsingatæknisvið Landsbankans hefur á að skipa samhentum hópi fólks sem sinnir áhugaverðum viðfangsefnum í lifandi starfsumhverfi. Lögð er áhersla á að veita starfsmönnum tækifæri til að viðhalda faglegri þekkingu með skipulögðum hætti og þróast í starfi. Við erum metnaðarfullur hópur og sækjumst eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni með okkur. Umsækjendur þurfa að búa yfir góðum samskiptahæfileikum, vera faglegir, agaðir í vinnubrögðum, sjálfstæðir og geta tekið frumkvæði. Gagnaöryggisstjóri Gagnaöryggisstjóri bankans hefur það verkefni að þróa, halda utan um og fylgja eftir verkefnum, t.d. viðlagaáætlun, áhættumati, staðlavinnu og tengdum verkefnum. Viðkomandi þarf að hafa sterkan tæknilegan bakgrunn auk þess að geta sett sig vel inn í staðla og reglugerðir. Háskólamenntun er nauðsynleg og reynsla á þessu sviði mjög æskileg. Starf prófara Við leitum að nákvæmum, duglegum og skipulögðum einstaklingi með brennandi áhuga á öllu sem viðkemur prófun á hugbúnaði. Starfið felst í prófunum á hugbúnaði, þ.m.t. kerfisprófun, sjálfvirkum prófunum, viðtökuprófun og þróun prófana- tilfella ásamt skipulagningu prófana í samvinnu við prófanastjóra og verkefnastjóra. Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun á sviði tölvunarfræði eða sambærilega menntun og sérfræðiþekking á hugbúnaðarprófun er kostur. Hugbúnaðargerð Í bankanum eru um 60 starfsmenn sem starfa við hugbúnaðargerð og sinna þar fjölbreyttum verkefnum. Við viljum fjölga í hópnum og leitum eftir framúr- skarandi forriturum. Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun á sviði tölvunarfræði eða sambærilega menntun. Gagnagrunnsforritun Við leitum að gagnagrunnsforritara sem mun m.a. taka þátt í uppbyggingu og viðhaldi á færslugrunnum bankans. Umsækjendur þurfa að hafa áhuga á gagna- grunnsvinnslu sem og góða þekkingu og reynslu af notkun SQL í Oracle umhverfi. Almenn forritun Við leitum að aðilum til að sérhæfa sig í forritun á sameiginlegri, samnýtanlegri bankaþjónustu sem síðan er notuð í gegnum mismunandi framhliðar. Forritunar- mál eru C++ og C#. Verkefnastjórnun Við leitum að öflugum verkefnastjóra í hópinn með okkur. Viðkomandi þarf að geta sett sig hratt inn í mál, búa yfir góðum greiningarhæfileikum og geta unnið undir álagi. Hæfni í mannlegum samskiptum er lykil- eiginleiki ásamt því að geta sett fram efni hratt og með skýrum hætti. Viðkomandi þarf að hafa háskólamenntun á sviði verk- eða tölvunarfræði með áherslu á viðskipti eða vera viðskiptafræðingur með áherslu á upplýsingatækni. Reynsla á sviði verkefnastjórnunar innan banka eða upplýsingatækni er æskileg. Tæknimaður í kerfisstjórn Okkur vantar áhugasaman aðila til að aðstoða kerfis- stjóra bankans við ýmis dagleg verkefni. Mikill áhugi á rekstri Windowskerfa er nauðsynlegur. Við leitum að öflugum einstaklingi sem hefur hæfileika til að leysa vandamál og hefur áhuga á því að komast í umhverfi sem gefur mikil tækifæri til að þróa áfram hæfni og þekkingu á þessu sviði. Nánari upplýsingar veita Guðmundur Guðmundsson framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs í síma 410 7001 og Ingibjörg Jónsdóttir á starfsmannasviði í síma 410 7902. Umsóknarfrestur er til 14. júní nk. Vinsamlega sendið umsókn ásamt ferilskrá til berglind.ingvarsdottir@landsbanki.is Landsbankinn er eitt stærsta fjármálafyrirtæki landsins og veitir alhliða fjármálaþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Landsbankinn leitast við að ráða til sín og hafa í sínum röðum framúrskarandi starfsfólk og efla það í störfum sínum. Til að stuðla að vexti og arðsemi bankans er áhersla lögð á skemmtilegan vinnustað, starfs- ánægju og gott starfsumhverfi, sem og markvissa starfsþróun og þekkingu starfsfólks. Það er viðhorf stjórnenda Landsbankans að starfsfólkið, metnaður þess, kraftur og hollusta, séu lykillinn að farsælum rekstri bankans. 410 4000 | landsbanki.is ATVINNA LAUGARDAGUR 3. júní 2006 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.