Fréttablaðið - 03.06.2006, Síða 49
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-
LB
I
32
99
2
06
/2
00
6
Laus störf á
upplýsingatæknisviði Landsbankans
Upplýsingatæknisvið Landsbankans hefur á að skipa
samhentum hópi fólks sem sinnir áhugaverðum
viðfangsefnum í lifandi starfsumhverfi. Lögð er áhersla
á að veita starfsmönnum tækifæri til að viðhalda
faglegri þekkingu með skipulögðum hætti og þróast
í starfi.
Við erum metnaðarfullur hópur og sækjumst eftir
einstaklingum sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi
verkefni með okkur. Umsækjendur þurfa að búa yfir
góðum samskiptahæfileikum, vera faglegir, agaðir í
vinnubrögðum, sjálfstæðir og geta tekið frumkvæði.
Gagnaöryggisstjóri
Gagnaöryggisstjóri bankans hefur það verkefni að
þróa, halda utan um og fylgja eftir verkefnum, t.d.
viðlagaáætlun, áhættumati, staðlavinnu og tengdum
verkefnum.
Viðkomandi þarf að hafa sterkan tæknilegan bakgrunn
auk þess að geta sett sig vel inn í staðla og reglugerðir.
Háskólamenntun er nauðsynleg og reynsla á þessu sviði
mjög æskileg.
Starf prófara
Við leitum að nákvæmum, duglegum og skipulögðum
einstaklingi með brennandi áhuga á öllu sem viðkemur
prófun á hugbúnaði.
Starfið felst í prófunum á hugbúnaði, þ.m.t. kerfisprófun,
sjálfvirkum prófunum, viðtökuprófun og þróun prófana-
tilfella ásamt skipulagningu prófana í samvinnu við
prófanastjóra og verkefnastjóra.
Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun á sviði
tölvunarfræði eða sambærilega menntun og
sérfræðiþekking á hugbúnaðarprófun er kostur.
Hugbúnaðargerð
Í bankanum eru um 60 starfsmenn sem starfa við
hugbúnaðargerð og sinna þar fjölbreyttum verkefnum.
Við viljum fjölga í hópnum og leitum eftir framúr-
skarandi forriturum. Umsækjendur þurfa að hafa
háskólamenntun á sviði tölvunarfræði eða sambærilega
menntun.
Gagnagrunnsforritun
Við leitum að gagnagrunnsforritara sem mun m.a. taka
þátt í uppbyggingu og viðhaldi á færslugrunnum
bankans. Umsækjendur þurfa að hafa áhuga á gagna-
grunnsvinnslu sem og góða þekkingu og reynslu af
notkun SQL í Oracle umhverfi.
Almenn forritun
Við leitum að aðilum til að sérhæfa sig í forritun á
sameiginlegri, samnýtanlegri bankaþjónustu sem síðan
er notuð í gegnum mismunandi framhliðar. Forritunar-
mál eru C++ og C#.
Verkefnastjórnun
Við leitum að öflugum verkefnastjóra í hópinn með
okkur. Viðkomandi þarf að geta sett sig hratt inn í mál,
búa yfir góðum greiningarhæfileikum og geta unnið
undir álagi. Hæfni í mannlegum samskiptum er lykil-
eiginleiki ásamt því að geta sett fram efni hratt og með
skýrum hætti.
Viðkomandi þarf að hafa háskólamenntun á sviði verk-
eða tölvunarfræði með áherslu á viðskipti eða vera
viðskiptafræðingur með áherslu á upplýsingatækni.
Reynsla á sviði verkefnastjórnunar innan banka eða
upplýsingatækni er æskileg.
Tæknimaður í kerfisstjórn
Okkur vantar áhugasaman aðila til að aðstoða kerfis-
stjóra bankans við ýmis dagleg verkefni. Mikill áhugi á
rekstri Windowskerfa er nauðsynlegur. Við leitum að
öflugum einstaklingi sem hefur hæfileika til að leysa
vandamál og hefur áhuga á því að komast í umhverfi
sem gefur mikil tækifæri til að þróa áfram hæfni og
þekkingu á þessu sviði.
Nánari upplýsingar veita Guðmundur Guðmundsson framkvæmdastjóri
upplýsingatæknisviðs í síma 410 7001 og Ingibjörg Jónsdóttir á starfsmannasviði
í síma 410 7902.
Umsóknarfrestur er til 14. júní nk. Vinsamlega sendið umsókn ásamt ferilskrá til
berglind.ingvarsdottir@landsbanki.is
Landsbankinn er eitt stærsta
fjármálafyrirtæki landsins og
veitir alhliða fjármálaþjónustu
til einstaklinga, fyrirtækja og
stofnana.
Landsbankinn leitast við að ráða
til sín og hafa í sínum röðum
framúrskarandi starfsfólk og efla
það í störfum sínum.
Til að stuðla að vexti og arðsemi
bankans er áhersla lögð á
skemmtilegan vinnustað, starfs-
ánægju og gott starfsumhverfi,
sem og markvissa starfsþróun
og þekkingu starfsfólks.
Það er viðhorf stjórnenda
Landsbankans að starfsfólkið,
metnaður þess, kraftur og
hollusta, séu lykillinn að
farsælum rekstri bankans.
410 4000 | landsbanki.is
ATVINNA
LAUGARDAGUR 3. júní 2006 9