Fréttablaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 79
LAUGARDAGUR 3. júní 2006 47
edda.is
Spennandi,
skemmtilegar,
frumlegar
... og komnar í kilju!
„Æsispennandi glæpasaga sem gefur lesandanum
færi á að taka þátt í að leysa flókna morðgátu.“
Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljósið
„Viktor grípur lesandann traustataki, tekur á rás
og gerir sig ekki líklegan til að sleppa.“
Bergsteinn Sigurðsson, Fbl.
„Frumlegasta íslenska skáldsaga síðan Tómas
Jónsson metsölubók kom út.“
Sigurður Guðmundsson, myndlistarmaður
„Ekta spennutryllir í anda Gamla testamentisins“
Gay Weathers WTVBC
„Sagan um baróninn á Hvítárvöllum er
heillandi saga.“
Halldór Guðmundsson, Fbl.
„Baróninn er frábærlega vel skrifuð bók
og söguleg skáldsaga eins og þær gerast
bestar.“
Jón Ólafsson, Mbl.
„Ástarsaga og hetjusaga ... vel skrifuð
og umfram allt ágæt sagnaskemmtun.“
Skafti Þ. Halldórsson, Mbl.
„Traust söguleg skáldsaga, ævintýra-
leg og spennandi.“
Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljósið
Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
2005
Í sumar verður starfræktur
sveitamarkaður í gamla sláturhús-
inu við Laxá í Leirársveit. Mark-
aðurinn verður opinn alla sunnu-
daga í sumar frá kl. 13-18. Fyrsti
opnunardagur er um helgina en
hann lendir reyndar á laugardegi.
„Í fyrra var haldinn markaðsdag-
ur í sláturhúsinu og þá var klikkað
að gera enda stendur húsið á mjög
góðum stað, alveg við þjóðveg-
inn,“ segir Jóhanna Harðardóttir
sem hefur umsjón með markaðn-
um. Húsnæðið hefur staðið autt
síðan hætt var að nýta það sem
sláturhús fyrir nokkrum árum en í
sumar lifnar heldur betur yfir
staðnum.
Boðið verður upp á ýmsar
vörur á sveitamarkaðinum sem
allar eiga það sameiginlegt að
vera heimatilbúnar. Mikið verður
um alls konar handverk og list-
muni og einnig verður hægt að
kaupa ýmiss konar matvæli beint
frá bóndanum eins og brodd,
sultu, egg, reyktan
fisk, grænmeti og
heimabakað brauð
og kökur. Huggulegt
kaffihús verður einn-
ig starfrækt á staðn-
um þegar markaður-
inn er opinn og
þar verður t.d.
boðið upp á
heimagerðan ís
frá Holtsseli í
Eyjafirði. Hús-
næðið sem
markaðurinn hefur til afnota er
nærri 400 fermetrar svo það er
nægt pláss fyrir handverksfólk og
bændur sem vilja selja afurðir
sínar á staðnum. Sjálf ætlar
Jóhanna að selja útskorin drykkj-
arhorn og egg úr landnáms-
hænum og hvetur hún alla þá
sem eru á ferðinni milli
Reykjavíkur og Borgarness
að stoppa á markaðnum,
kíkja á úrvalið og fá sér
kaffisopa. -snæ
Sveitamarkaður í sláturhúsi
JÓHANNA HARÐARDÓTTIR KJALNES-
INGAGOÐI Hefur umsjón með
markaðnum.
Í árslok verða fjörutíu ár liðin frá
því að tónlistardeild Bókasafns
Hafnarfjarðar hóf að lána út plöt-
ur.
Deildin, sem er hin stærsta
sinnar tegundar, var lengi vel sú
eina á íslensku almenningsbóka-
safni sem gerði slíkt.
Á deildinni er að finna um það
bil 35.000 safngögn; vínylplötur,
geisladiska, myndbönd, DVD-
mynddiska, bækur og nótur. Nán-
ast allt er þetta til útláns. Aðeins
Ríkisútvarpið á stærra vínylplötu-
safn en það er aftur á móti ekki til
útláns hjá þeim.
„Þetta er allt saman að þakka
Friðriki Bjarnasyni tónskáldi og
fyrrverandi organista í Hafnar-
firði og eiginkonu hans Guðlaugu
Pétursdóttur. Þau arfleiddu Hafn-
arfjarðarbæ að stórum hluta eigna
sinna með því skilyrði að það yrði
stofnað þetta safn,“ segir Valdi-
mar Pálsson, forstöðumaður tón-
listardeildarinnar. „Þau eiga heið-
urinn að þjóðsöng okkar
Hafnfirðinga, Þú hýri Hafnar-
fjörður. Friðrik samdi líka lög á
borð við Í Hlíðarendakoti og Hafið
bláa hafið. Það eru ekki allir sem
vita hver maðurinn var en þau
hjónin gerðu bænum og okkur
mikið gagn með þessari gjöf
sinni,“ segir Valdimar, sem hefur
starfað á bókasafninu í sex ár.
Á heimasíðu Bókasafns Hafn-
arfjarðar, www.hafnarfjordur.is/
bokasafn/, er uppfært mánaðar-
lega allt það nýja efni sem kemur
inn. Ætti hinn almenni tónlistará-
hugamaður að finna eitthvað við
sitt hæfi því úrvalið er mikið. Lögð
er mikil áhersla á jaðartónlist
hvers konar auk sígildrar tónlist-
ar og alltaf er að bætast við úrval-
ið í heimstónlist, djassi, klassík og
indí-rokki, svo eitthvað sé nefnt.
-fb
Lánað tónlist
í fjörutíu ár
BÓKASAFN HAFNARFJARÐAR Innan Bóka-
safns Hafnarfjarðar er að finna stærstu tón-
listardeild landsins á almennu bókasafni.
Hljómsveitin Lady & Bird,spilar á
Barnum í kvöld en tónleikarnir
eru loka-
hnykkurinn
á frönsk/
íslenskum
skemmti-
kvöldum.
Þess má
geta að
fyrsta
breiðskífa
Lady & Bird
verður gefin
út í Banda-
ríkjunum í júní en hún kom út hér
á landi fyrir þremur árum.
Lady & Bird
spila í kvöld
BARÐI OG KEREN
Tónleikar Lady &
Bird verða haldnir á
Barnum í kvöld.