Fréttablaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 74
3. júní 2006 LAUGARDAGUR42
STÓRA SVIÐIÐ
Halldór í Holly-
wood eftir Ólaf
Hauk Símonar-
son. Leikstjóri:
Ágústa Skúla-
dóttir.
Túski ld ings-
óperan eftir
Bertolt Brecht
og Kurt Weill.
Leikstjóri: Stef-
án Jónsson.
Virkjunin eftir
Elfriede Jelinek.
Leikgerð: María
Kr ist jánsdót t i r.
Leikstjóri: Þór-
hildur Þorleifs-
dóttir.
Átta konur eftir
Robert Thomas.
Aðlögun og söng-
textar: Sævar Sigur-
geirsson. Leikstjóri:
Edda Heiðrún
Backman.
F a g n a ð u r
eftir Harold
Pinter. Leik-
stjóri: Stefán
Jónsson.
KASSINN
Pétur Gautur
eftir Henrik
Ibsen. Leik-
stjóri: Baltas-
ar Kormákur.
Umbreyting - ljóð á hreyfingu eftir Bernd
Ogrodnik. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir.
SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ
Frelsi eftir
Hrund Ólafs-
dóttur. Leik-
stjóri: Jón Páll
Eyjólfsson.
Eldhús eftir
máli - Hvers-
dagslegar hryll-
ingssögur eftir
Völu Þórsdóttur
innblásnar af
verkum Svövu
Jakobsdót tu r.
Leikstjóri: Ágústa
Skúladóttir.
Leitin að jól-
unum eftir
Þorvald Þor-
steinsson og
Árna Egilsson.
Leikstjóri: Þór-
hallur Sigurðs-
son.
LITLA SVIÐIÐ
Nú skyldi ég hlæja, væri ég ekki dauður!
byggt á íslenskum þjóðsögum. Leikstjóri:
Ágústa Skúladóttir.
FRUMSÝNINGAR ÞJÓÐLEIKHÚSSINS LEIKÁRIÐ 2005 - 2006
Fyrsta verk Tinnu eftir að hún var ráðin þjóðleikhússtjóri var að stokka upp í starfs-
mannamálum stofnunarinnar og
tókst henni að gera það í tiltölu-
lega góðri sátt við starfsfólk.
Breytingarnar voru ekki bundnar
við reksturinn heldur náðu líka til
verkefnavalsins, sem varð djarf-
ara en gengur og gerist í Þjóðleik-
húsinu auk þess sem sex ný íslensk
verk fóru á fjalirnar.
„Þjóðleikhúsið hefur mikil-
vægu hlutverki að gegna sem lykil
menningarstofnun í landinu og um
leið hefur það víðtækar skyldur.
Verkefnavalið verður að mínu viti
að ráðast af listrænum metnaði en
jafnframt þarf öll úrvinnsla að
vera fagleg og úrvalið það fjöl-
breytt að þangað hafi sem flestir
eitthvað að sækja. Það sem ég tel
þó mestu varða er að stuðla að
nýsköpun í leiklist, fyrst og fremst
með því að veðja á nýskrifuð verk
og nýtt hæfileikafólk. Ég er stolt
af því að á verkefnaskrá nýliðins
vetrar voru ný innlend verk í
meirihluta.“
Hún minnir á að Þjóðleikhúsið
er ekki safn heldur lifandi lista-
stofnun. „Vitanlega fylgir því
áhætta að veðja á ný innlend verk.
Með sama hætti getur það verið
umtalsverð áhætta að veðja á
erlenda höfunda sem ekki hafa
fengið mikla umfjöllun eða kynn-
ingu á Íslandi. En þá áhættu verð-
ur þjóðleikhús að geta tekið innan
skynsamlegra marka.“
Umdeild Virkjun
Tinna tekur undir að pólitískur
broddur hafi sannarlega verið
áberandi í mörgum verka vetrar-
ins, sem sé ekki óeðlilegt því lif-
andi leikhús verði að taki púlsinn
á samfélaginu. „Leikhúsið er í
raun, eða getur að minnsta kosti
verið, ákaflega sterkur samtíma-
spegill. Það segir dæmisögur og
þegar þær dæmisögur eiga sér
áleitnar hliðstæður í samtíman-
um, getur það orðið verulega
afhjúpandi og þá um leið hápólit-
ískt.“
Umdeildasta sýning leikársins
er án efa Virkjunin eftir austur-
ríska nóbelsskáldið Elfriede Jelin-
ek sem sýnt var á Stóra sviðinu.
Verkið er ekki aðeins hápólitískt
heldur líka óhefðbundið miðað við
það leikhús sem íslenskir áhorf-
endur hafa átt að venjast, enda
segir Tinna að tilgangur sýningar-
innar hafi annars vegar verið að
kynna ákaflega merkan höfund og
um leið fyrstu konuna sem hefur
hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels
fyrir leikritaskrif og hins vegar að
kynna leikhúsgestum nýja
aðferðafræði og nýjan skilning á
möguleikum leikhússins sem mið-
ils.
„Við vissum að Virkjunin yrði
umdeild og ákváðum að taka þá
áhættu. Við vissum líka að það
fólst í verkefnavalinu mikil áskor-
un fyrir alla þá sem komu að und-
irbúningi og vinnslu sýningarinn-
ar. Að mínu viti vann leikhópurinn,
undir styrkri stjórn Þórhildar Þor-
leifsdóttur, umtalsverðan sigur á
viðfangsefninu og skilaði glæsi-
legri og hárbeittri sýningu. Ég
hlýt þó að viðurkenna að okkur í
Þjóðleikhúsinu mistókst að nokkru
að vekja áhuga gesta leikhússins á
þessum merka höfundi. Ef til vill
eru leikhúsgestir hefðbundnir í
skilningi sínum á leikhúsi og ekki
alveg eins tilbúnir til að opna fyrir
nýjungum og ég hafði ætlað; ef til
vill var Virkjunin hreinlega of
snemma á ferðinni.“
Gagnrýni verður að vera fagleg
Þjóðleikhúsið hefur að margra
mati ríkari skyldum að gegna en
önnur leikhús og þótt óhætt sé að
fullyrða að verkefnaval Þjóðleik-
hússins í ár hafi einkennst af djörf-
ung voru ekki allir ánægðir með
afraksturinn. Súsanna Svavars-
dóttir, leiklistarrýnir Fréttablaðs-
ins, var til dæmis harðorð í grein
sem birtist í blaðinu á dögunum og
þótti leikárið leiðinlegt og mis-
heppnað.
Tinna segist vita að væntingar
fólks til Þjóðleikhússins geti verið
margvíslegar og oft æði persónu-
bundnar. „Það er aldrei hægt að
gera svo öllum líki, en þegar
kemur að umfjöllun um leiklist á
opinberum vettvangi verða menn
að kunna að skilja á milli tilfinn-
ingasemi og faglegrar umfjöllun-
ar. Mér finnst mjög mikilvægt að
fjölmiðlar á borð við Fréttablaðið,
sem fara víða og eru áberandi,
geri þá kröfu til þeirra sem þeir
ráða til þess að fjalla um leiklist
að þeir taki starf sitt alvarlega og
sinni því af eins mikilli fag-
mennsku og kostur er. Annað er í
raun lítilsvirðing og dónaskapur
við Þjóðleikhúsið og þá sem þar
starfa. Áhorfendur vilja líka geta
treyst því að það sem stendur á
prenti um sýningar leikhússins sé
að einhverju marki vitræn úttekt,
byggð á góðri yfirsýn og skilningi
á möguleikum leikhússins. Aðeins
þannig getur gagnrýni þjónað til-
gangi sínum og um leið varpað
ljósi á stöðu leiklistarinnar í land-
inu.“
Minni sviðin slógu í gegn
Á heildina litið var aðsóknin í
Þjóðleikhúsið í vetur góð að sögn
Tinnu, þótt hún hefði viljað sjá
fleiri gesti á Stóra sviðinu. „Það
má þó segja að minni sviðin hafi
slegið í gegn á kostnað Stóra sviðs-
ins. Í Kassanum og á Smíðaverk-
stæðinu hafa allar sýningar fengið
frábæra dóma og afburða aðsókn,
en sýningar Stóra sviðsins hafa
ekki allar verið að gera sig eins
vel. Á því eru þó undantekningar
og Túskildingsóperan gekk til að
mynda fyrir fullum sal allt sýn-
ingartímabilið, eins hlaut Halldór
í Hollywood fína aðsókn og Fagn-
aður fór vel af stað. Listrænt séð
er því afrakstur leikársins með
eindæmum góður og það hlýtur að
vega nokkuð, þó í heildina gefi góð
aðsókn á Stóra sviðið óneitanlega
meira af sér í efnahagslegu tilliti,
en góð aðsókn á minni sviðin.“
Að mati Tinnu er það tímanna
tákn að leikhúsgestir virðast í
síauknum mæli sækja í minni
rými og þá innilegu og áreynslu-
lausu stemningu sem þau veita.
„Þar er nálægðin við listamennina
á sviðinu svo mikil að augnablikið,
„núið“, verður næstum því áþreif-
anlegt. Slík upplifun er einstök og
þakklátt mótvægi við tilfinninga-
leysi og síbylju miðla á borð við
sjónvarp. Það hefur oft reynst erf-
iðara að skapa þessa innilegu
stemningu á Stóra sviðinu, það
liggur í hlutarins eðli, það er þó
alls ekki einhlítt.“
Skuldum hlaðin stofnun
Auk þess að hafa hrist upp í verk-
efnavalinu gerði Tinna breytingar
á sýningafyrirkomulagi Þjóðleik-
hússins. Verkin eru nú sýnd þéttar
en áður en því fylgja kostir og
gallar. „Það hefur reynst vel í list-
rænu tilliti. Sýningarnar keyrast
upp í fágaða rútínu á skömmum
tíma, en á móti höfum við orðið
vör við að fólk hefur í sumum til-
fellum misst af sýningum sem það
ætlaði að sjá, einfaldlega vegna
þess að sýningatímabilið var
styttra en það hefur átt að venj-
ast.
Með því að þétta sýningar og
beina starfinu að því að sinna einni
sýningu í einu á hverju sviði
höfum við líka verið að leita leiða
til að skera niður kostnað, þar sem
öll aðstaða er með þeim hætti í
húsinu að geymslupláss fyrir leik-
myndir er lítið sem ekkert. Það
hefur í gegnum tíðina kostað mikla
fjármuni að þurfa nánast að taka
leikmyndir niður í frumparta til
að koma þeim fyrir og geta geymt
þær milli sýningarkvölda á mis-
munandi leikritum. Við ætlum þó
að leita leiða til að gefa gangsýn-
ingum aukið rými næsta vetur
með því að láta sýningatímabilin
skarast meira.
Það er þó tilfellið að það er
almennt mjög erfitt að ná nokk-
urri hagræðingu í rekstri Þjóð-
leikhússins þar sem öll tækniað-
stað baksviðs er löngu orðin úrelt
að svo til öllu leyti og kallar á stöð-
ugar bráðabirgðalausnir og redd-
ingar. Það er löngu tímabært að
taka á þeim málum af myndar-
skap. Það sem þótti fullgott fyrir
um áttatíu árum þegar Guðjón
Samúelsson hannaði Þjóðleikhúsið
Kraftaverk á
hverjum degi
Óhætt er að segja að Tinna Gunnlaugsdóttir hafi
hrist upp í Þjóðleikhúsinu á sínu fyrsta ári sem
leikhússtjóri. Verkefnavalið og efnistökin voru
venju fremur djörf en að sama skapi umdeild.
Bergsteinn Sigurðsson ræddi við þjóðleikhússtjóra
um leikárið sem er senn á enda.
Ef til vill eru leikhúsgestir
hefðbundnir í skilningi
sínum á leikhúsi og ekki
alveg eins tilbúnir til að
opna fyrir nýjungum og
ég hafði ætlað; ef til vill
var Virkjunin hreinlega
of snemma á ferðinni.
Skuldir hafa hlaðist upp með tímanum og það verður að segjast eins og er að hann
var ansi þungur bagginn sem mér sem stjórnanda var gert að axla þegar ég tók við
embætti. Ég er enn með þann bagga á bakinu og sé ekki hvernig mér á að takast
að jafna stöðuna.