Fréttablaðið - 13.07.2006, Blaðsíða 63
13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR43
Kvikmyndin Stick It segir frá Haley
Graham er gömul fimleikadrottning
sem yfirgaf liðsfélaga sína á ögur-
stundu og rústaði þar með orðspor
sitt í íþróttinni. Hún er iðinn við að
koma sér í klandur með hverskyns
tilraunum í jaðaríþróttum sem ögra
bæði þyngdarlögmálinu og hinum
almennu lögum.
Einstæður pabbinn hennar á í
mestum erfiðleikum með að halda
dóttur sinni á mottunni og dag einn
kemur áhættufíknin Haley um koll
þegar eitt af áhættuatriðum hennar
endar fyrir unglingadómstól. Dóm-
arinn hefur ekki mikla samúð með
Haley og dæmir hana í fimleika-
flokkinn Vickerman en þar ræður
harðhausinn Burt Vickerman
ríkjum.
Vickerman sér hæfileika í
Haley og ákveður að koma henni
aftur til metorða, hvort sem óláta-
belginum líkar það betur eða verr
en það kann að kosta Haley blóð,
svita og tár enda þarf hún að keppa
við eina efnilegustu fimleikakonu
hópsins, Joanne Charis. Vicker-
man gerir Haley grein fyrir því að
hún fái að ráða sér sjálfri, svo
lengi sem hún skaði ekki sjálfa sig
og ekkert blóð komi á áhöldin og
upphefst þá sannkölluð öskubusku-
saga Haley Graham í fimleika-
heiminum.
Það er handritshöfundurinn
Jessica Bendinger sem leikstýrir
Stick it en hún skrifaði einmitt
handritið að klappstýrumyndinni
Bring It On. Hin unga Missy Pere-
grym leiðir fríðan flokk ungra
kvenna sem ætla sér sigur á lands-
mótinu og gæðaleikarinn Jeff
Bridges fer með hlutverk Vicker-
mans þjálfara.
Slagur á tvíslá
STICK IT Fjallar um ólátabelginn Haley
Graham sem er dæmd til að æfa með
Vickerman-fimleikahópnum.
Ofurmennisins og þannig sér
Clark Kent jarðarbúa. Og hver er
Clark Kent? Hann er veiklulegur
og með lítið sjálfstraust, í raun
heigull. Clark Kent er gagnrýni
Ofurmennisins á mannkynið
sjálft.“ Þannig útskýrir leigu-
morðinginn Bill hugmyndir sínar
um hvað Ofurmennið er í hans
huga fyrir Beatrix Kiddo, rétt
áður en hún drepur hann.
Ofurmennið er eitt stærsta
popp-tákn allra tíma og er á sama
stalli og Coka Cola og Elvis
Presley. Það birtist fyrst árið 1938
á síðum Action Comics sem gefið
var út á vegum Detective Comics
en þá höfðu höfundarnir tveir, þeir
Jerry Siegel og Joe Schuster,
gengið með þessa persónu í kollin-
um í átta ár. Reyndar var Ofur-
mennið fyrst hugsað sem illmenni
sem ætlaði að koma til jarðar og
ná þar undirtökunum en Siegel
umbreytti henni til góðs.
Ofurmennið var selt til Detect-
ive Comics fyrir 130 dali árið 1938
en fljótlega kom í ljós að útgáfan
sveik þá félaga um höfundarlaun
og birtist meðal annars frétt um
málið í Saturday Evening Post árið
1941. Siegel og Schuster fóru í mál
við fyrirtækið en það var leyst
áður en það fór fyrir dómstóla.
Siegel og Schuster græddu aldrei
mikið á Ofurmenninu og þeir upp-
skáru ekki laun erfiðis síns fyrr
en fyrsta kvikmyndin var gerð
árið 1978 en þá greiddi Warner-
fyrirtækið þeim 35 þúsund dollara
hvor auk þess að sjá um heilbrigð-
istryggingar þeirra.
Ofurgyðingurinn Clark Kent?
Mikið hefur verið skrifað um per-
sónuna Ofurmennið sem margir
vilja líkja við Jesú Krist enda var
Ofurmennið sent til jarðar af föður
sínum. Í DVD-hátíðarútgáfu af
fyrstu myndinni kemur fram að
handritshöfundarnir hafi hugsað
Krypton sem biblíulegan stað þar
sem allir hafi talað fágaða ensku.
„Líkingin er augljós þegar Jor-El
sendir Ofurmennið til jarðar, rétt
eins og Guð sendi Krist til að bjarga
mannkyninu,“ segir Tom Manki-
ewicz í heimildarmyndinni.
Reyndar má þess geta að bæði
Siegel og Schuster voru gyðingar
og segir sagan að þeir hafi hugsað
Ofurmennið sem svar við gyðinga-
hatri Hitlers. Þorkell Ágúst Óttars-
son skrifar um fyrstu myndina á
vef Deus ex Cinema og segir þar að
höfundarnir tveir hafi viljað sýna
hann sem Messías sjálfan sem
kæmi til jarðar og gerði hana að
réttlátum og kærleiksríkum stað.
Vissulega má túlka Ofurmennið
sem Krist. Þeir eru báðir sendir til
jarðar og þeim er ætlað að vernda
íbúa plánetunnar frá hinu illa. Þor-
kell Ágúst bendir reyndar á að
Ofurmennið sé mun meira í ætt við
Messíasar-hugmyndir gyðinga.
„Þetta sést hvað best í því að hjálp-
ræðisverk Ofurmennisins svipar
mjög til messíasarvæntingar gyð-
inga. Hann er sterkur og útsjónar-
samur og leysir vandann með því að
yfirbuga kúgarana og illþýðið. Hvað
þetta varðar minnir hann lítið á
Krist guðspjallanna, sem beitti
aðeins einu sinni ofbeldi,“ skrifar
Þorkell Ágúst og útskýrir jafnframt
að gyðingar til forna hafi átt mjög
erfitt með skilja hvernig herkon-
ungurinn Messías gat dáið á dráps-
tóli kúgaranna án þess að lyfta
sverði. - fgg
Handritshöfundurinn Royce Mat-
hew hefur kært Walt Disney og
framleiðandann Jerry Bruck-
heimer fyrir að hafa stolið hug-
myndinni sinni um sjóræningjana
í Pirates Of The Caribbean.
Mathew heldur því fram að
hann hafi skrifað handrit sem
gekk undir vinnuheitinu Super-
natural Pirate Movie og segir að
þar hafi skip sjóræningjans jafn-
framt heitið Black Pearl, líkt og
skip Jacks Sparrow í fyrstu
myndinni.
Mathew segist einnig hafa not-
ast við nöfnin Elizabeth og Will
Turner í sínu handriti og krefst
himinhárra skaðabóta frá Disney
og Bruckheimer enda hefur
framhaldsmyndin, Dead Man´s
Chest, malað gull í Evrópu og
Bandaríkjunum.
Stolin hugmynd?
PIRATES OF THE CARIBBEAN Kannski var
Jack Sparrow stolin persóna frá handrits-
höfundinum Royce Mathew.