Fréttablaðið - 13.07.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.07.2006, Blaðsíða 6
6 13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR LÍBANON, AP Liðsmenn Hezbollah handsömuðu tvo ísraelska her- menn í gærmorgun og varð það til þess að Ísraelsher svaraði fyrir sig með umfangsmiklum árásum úr herflugvélum, skriðdrekum og fallbyssubátum í Suður-Líbanon, á meðan ísraelskir landgönguliðar flykktust yfir landamærin í leit að föngunum tveim. Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, kallaði handtökuna „stríðs- aðgerð“ og sagði líbönsku ríkis- stjórnina ábyrga. Hann sagði jafn- framt að viðbrögð Ísraela „myndu verða öguð, en afar, afar sársauka- full“. Ísraelsher á þegar í afar umdeildum átökum við Palestínu- menn á Gaza-ströndinni, þar sem hermenn reyna að frelsa einn félaga sinn sem handsamaður var 25. júní af aðilum sem taldir eru tengjast Hamas-hreyfingunni. Þau átök hafa vakið mikil viðbrögð alþjóðlega, og hafa ráðamenn valdamestu ríkja heims hvatt Ísra- elsher til að draga sig til baka. Einn ísraelskur hermaður hefur farist í þeim átökum, en minnst 60 Palest- ínumenn, þar af fjölmörg börn og unglingar. Hermaðurinn var skot- inn af félögum sínum fyrir mistök. En í stað þess að draga úr átök- unum, jók Ísraelsher umfang árás- anna á Gaza í gærmorgun og sprengdi heimahús skömmu fyrir dögun í þeirri trú að þar væri að finna háttsettan leiðtoga Hamas- hreyfingarinnar. Svo var þó ekki og fórust níu meðlimir einnar pal- estínskrar fjölskyldu í árásinni, þar af sjö börn. Talsmenn Hezbollah segjast hafa handtekið hermennina í þeim tilgangi að fá ísraelsk yfirvöld til að leysa líbanska fanga úr haldi í Ísrael. Uppreisnarmennirnir sem halda hermanninum í Palestínu hafa einnig farið fram á fangaskipti, en Ísraelar hafa neitað þeim skiptum, þó þeir hafi áður skipst á föngum við Hezbollah. Ísraelar halda minnst níu þúsund Palestínumönn- um í fangelsi í Ísrael, körlum, konum og börnum. Bæði talsmenn Hezbollah og heimastjórnar Palestínu sögðust í gær vonast eftir friðsamlegri lausn á deilunum. En hernaðaraðgerðir Ísraela í gærdag sýndu enn frekar að Ísra- elar hafa lítinn áhuga á samninga- viðræðum um fangaskipti í þetta sinn. Fórust minnst tveir óbreyttir líbanskir borgarar í átökunum, auk sjö ísraelskra hermanna. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt árásir Ísraelsmanna á Gaza-svæðið og sagt þá beita of miklum herafla. Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri SÞ, fordæmdi við- brögð Ísraela gegn Líbanon, og kallaði eftir tafarlausri lausn ísra- elsku hermannanna. Talsmenn Bandaríkjastjórnar sögðust halda Íran og Sýrland ábyrg fyrir hand- töku hermannanna. smk@frettabladid.is Ísraelsher ræðst inn í Suður-Líbanon Viðbrögð Ísraelshers við handtöku Líbana á tveimur ísraelskum hermönnum hafa vakið mikil mótmæli um allan heim. Forsætisráðherra Ísraels segir við- brögð landa sinna verði „öguð en afar, afar sársaukafull“. BRÚ EYÐILÖGÐ Ungur líbanskur maður sýndi friðarmerkið með fingrunum þegar ljós- myndara bar að garði. Maðurinn var að skoða rústir Qassmieh-brúarinnar sem Ísraelsher sprengdi í loft upp í gær í hefndarskyni fyrir handtöku Hezbollah á tveimur ísraelskum hermönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SJÚKRAFLUG „Í sjálfu sér kom ekkert merkilegt þarna upp á annað en það að við sinntum sjúkraflugi í fullu samstarfi við sjúkrahúsið í Eyjum,“ segir Rúnar Árnason, framkvæmda- stjóri Landsflugs, um atvik sem kom upp í fyrradag þegar flytja átti sjúkling frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur en sjúkraflugvél Landsflugs var upptekin í farþega- flugi. „Þarna var ekki um neyðartilvik að ræða, flugvélin var beðin um að sækja sjúklinginn klukkan sjö og hún var tilbúin til brottfarar tíu mínútur í sjö.“ Hann segir Lands- flug ekki fá vinnufrið í Eyjum og telur sig vita ástæðuna: „Málið er að Flugfélag Vestmannaeyja var með þennan sjúkraflugssamning fyrir áramót. Eftir að við tókum við honum hefur verið fylgst með hverju skrefi sem við tökum og farið með það í fjölmiðla, og þar er oftar en ekki farið með rangt mál. Okkar hlið á málinu hefur ekki feng- ið sérstaklega að njóta sín.“ Aðspurður um hvers vegna flug- vélin hafi verið í farþegaflugi segir hann að það sé ekkert nýtt, þetta um í mörg ár. „Flugið tekur tuttugu mínútur og við ákváðum að fljúga þarna með nokkra Eyjamenn til Reykjavíkur.“ - sþs Kvartað hefur verið yfir sjúkraflugi Landsflugs í Vestmannaeyjum: Segir félagið ekki fá vinnufrið FLOGIÐ YFIR VESTMANNAEYJAR Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur látið gera úttekt á sjúkraflugi á öllu landinu. ����������������������������������������� ������������ ������������� ������������ �������������������������� ������������������������������������������������������������������ ���� ����� ����� � ��� ��� �� �������������� ��� �������������� ����� KJÖRKASSINN Heldur þú að verðbólgan lækki á árinu? Já 42% Nei 58% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur þú lesið bók í sumar? Segðu skoðun þína á Vísi.is VIÐSKIPTI Samtök atvinnulífsins telja það undrunarefni að Seðla- bankinn rökstyðji nýj- ustu hækkun stýri- vaxta meðal annars með því að þensla í íbúðabyggingum haldi áfram og að fram- kvæmdir verði enn meiri árið 2007 en 2006. Á heimasíðu sam- takanna segir að ef spá Seðlabankans gengi eftir yrði hér offram- boð á fasteignum og hætta á verðhruni á húsnæði með ófyrirséðum afleiðingum. Í nýjustu spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að eftir metumsvif á þessu ári, og 14,9 prósenta aukn- ingu frá síðasta ári, vaxi fjárfesting í íbúð- arhúsnæði enn um 3,8 prósent á næsta ári. Segja Samtök atvinnulífsins upplýs- ingar frá aðilum á byggingamarkaði benda til þess að verk- takar muni draga úr framkvæmdum við íbúðabyggingar á næsta ári. Það sé í samræmi við minnkandi eftir- spurn og stuðli að jafnvægi á fast- eignamarkaði. - hhs VILHJÁLMUR EGILSSON Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins undrast nýjustu hækkun stýrivaxta. Samtök atvinnulífsins um hækkun stýrivaxta: Undrast rökstuðning Seðlabanka Íslands LÍKNARMÁL Félagi heyrnalausra hafa borist ábendingar um sölu- mann á Akureyri sem gefur sig út fyrir að vera að safna á vegum félagsins. Norræn menningarhá- tíð heyrnalausra fer fram á Norð- urlandi nú í vikunni. „Þegar við erum með sölu í gangi þá er það alltaf í tengslum við dag heyrnarlausra og þá selj- um við yfirleitt eitthvað sem snertir táknmálið. Þá höfum við einnig selt happdrættismiða,“ segir Kristinn Jón Bjarnason, framkvæmdastjóri Félags heyrn- arlausra. Hann segir að þarna sé hins vegar á ferðinni maður sem sé að misnota góðvilja fólks. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona kemur upp en talið er að sami maður hafi leikið þennan leik víðar um land. - öhö Sölumaður gengur í hús: Ekki á vegum heyrnalausra LONDON, AP Helsti fjármálaráð- gjafi breska Verkamannaflokks- ins, Levy lávarður, var í gær hand- tekinn í tengslum við rannsókn bresku lögreglunnar á ásökunum um að Tony Blair forsætisráð- herra hafi með óeðlilegum hætti séð til þess að auðkýfingar, sem styrktu flokkinn, fengju sæti í lávarðadeild þingsins. Talsmaður Blairs sagði í gær að þótt þetta mál varðaði Verka- mannaflokkinn þá hefði það engin áhrif á ríkisstjórn Blairs. Handtakan gæti þó aukið mjög á pólitísk vandræði Blairs. Levy er einn af nánustu bandamönn- um hans. - gb Breska fjármálahneykslið: Ráðgjafi Blairs handtekinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.