Fréttablaðið - 13.07.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 13.07.2006, Blaðsíða 36
[ ] Arndís Hreiðarsdóttir og Guðrún Lára Alfredsdóttir, eða Dísa og Nana eins og flestir þekkja þær, búa saman á Sólvallagötu. Þær hafa gert íbúðina sína mikið upp á þeim tveimur árum sem þær hafa búið í henni en hafa nú sett hana á sölu. Íbúð þeirra Dísu og og Nönu eins er uppfull af hljóðfærum á ólík- legustu stöðum. „Það er frábært að fá gesti í heimsókn og leyfa þeim að heyra tónlistina sem er vinnslu,“ segir Nana kampakát. „Núna erum við að vinna í efni frá Dísu, sem til stendur að gefa út um jólin 2007. Það á eftir að útsetja lögin og því mætti segja að þau eigi eftir að eignast eigið líf. Mér finnst frábært að fá tæki- færi til að syngja frumsamið efni,“ bætir hún við. „Það er síðan ekki verra ef vinir okkar úr tónlistargeiranum kíkja á okkur,“ segir Dísa og hlær. „Þá er hljóðfærum dreift á mann- skapinn, en það kemur margt skemmtilegt út úr því.“ Á einum veggnum hanga síðan bassi, sem Dísa keypti í Nashville þegar hún var á tónleikaferðalagi með Brúðarbandinu, og gítar sem Nana fékk á netinu. „Ég spila á gítar og finnst gaman að safna þeim. Þessi er mjög góður, en það var bleiki liturinn sem réði því að hann varð fyrir valinu,“ útskýrir Nana. „Ég legg mikið upp úr útlit- inu þegar ég treð upp, á sérstaka búninga sem ég kem fram í og bleiki gítarinn er hluti af ímynd- inni.“ Dísa og Nana segja töluverða vinnu hafa farið í íbúðina enda var hún í slæmu ástandi þegar þær fluttu inn fyrir tveimur árum. Þær eru nú að leita að nýrri íbúð og hafa sett þá gömlu á sölu. En hvers vegna að flytja þegar allt er komið í gott stand? Nana verður fyrri til að svara þeirri spurningu. „Ég er áhugasöm um hönnun og finnst gaman að breyta til, en í nýju íbúðinni verður til dæmis allt í nýtískulegum stíl. Eigum við ekki bara að segja að við séum að hefja nýjan og spenn- andi kafla,“ segir hún full eftir- væntingar. roald@frettabladid.is Tónleikar í eldhúsinu Það er ekki erfitt að geta sér til um hvar áhugasvið Dísu og Nönu liggur, þar sem íbúðin þeirra á Sólvallagötunni er uppfull af hljóðfærum, sem eru eins og hverjar aðrar mublur. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓMAR VILHELMSSON Nana bjó áður í kommúnu með fimm manns. Dísa flutti tímabundið inn til hennar og þær áttuðu sig þá fljótlega á því að betra væri að búa í eigin húsnæði og fluttu á Sólvallagötuna. Dekurrófurnar á heimilinu. Kettlingarnir heita Marley í höfuðið á átrúnaðargoði Dísu, Bob Marley, og Presley, eftir kónginum sem er í miklu eftirlæti hjá Nönu. Myndir af Marilyn Monroe prýða fataher- bergi stelpnanna. Þær segja hana ekki vera í neinu sérstöku uppáhaldi, þótt hún sé vissulega töffari í ætt við Madonnu og Elvis Presley, sem Nana fílar. Nana segir Madonnu hafa sýnt sér að það skipti ekki máli að vera besta söngkonan í bransanum heldur góður listamaður. Bassi (til hægri), sem Dísa eignaðist á tón- leikaferðalagi í Bandaríkjunum, og bleikur gítar (til vinstri), sem Nana keypti á eBay. Á gólfinu er gamalt plötusafn frá Dísu en í því er að finna margar perlur. Sjálf heldur hún mest upp á plötu með Minipops, en eftirlætistónlistarmenn hennar eru Ani Di Franco og Bob Marley. Sólblóm geta lífgað verulega upp á heimilið - sérstaklega þegar okkur vantar smá sól í lífið. Bæjarlind 6, Kóp. • s. 5347470 • www.feim.is Opi› mánud. - föstud. 10-18 og laugardaga 10-14 Brúðargjafir og brúðargjafalistar F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.