Fréttablaðið - 13.07.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 13.07.2006, Blaðsíða 64
 13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR44 maturogvin@frettabladid.is Hvaða matar gætirðu síst verið án? Mjólkur. Það er mikið drukkið af mjólk, léttmjólk, á mínu heimili. Fyrsta minning um mat? Kjötbollur í brúnni sósu á sunnudögum hjá mömmu þegar ég var lítil. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Ég held að það séu dádýralundir. Ég elda þær sjálf og hef þá með anda- paté í forrét. Ég kaupi villiandapaté og svo bý ég til sultaðan lauk með. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Svið, það er eitthvað sem ég hef reynt að borða en get það ekki. Leyndarmál úr eldhússkápnum? Ég fæ mér oft suðusúkkulaði. En svo er sniðugt að nota hindberjaedik í matargerð, til dæmis er það frábært út á sallat. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Mér finnst geðveikt að vefja hráskinku utan um camembert ost og basilikum lauf og setja þetta inn í ofn í pínustund. Þetta er hrikalega gott. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Ég á alltaf mjólk, jógúrt fyrir börnin og ávexti. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tæk- irðu með þér? Ætli maður myndi ekki taka með sér hveiti til að geta bakað eitthvað. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Það er sennilega innan úr ígulkeri, beint upp úr sjónum, með fullt af Tabasco sósu með. Þetta var alveg ágætt. ÞRÚGUR GLEÐINNAR > EINAR LOGI VIGNISSON TRYGGÐU ÞÉR BLAÐIÐ Í ÁSKRIFT MEÐ 30% AFSLÆTTI Á AÐEINS 489 KR. EINTAKIÐ OG FÁÐU VEGLEGA GJÖF Í KAUPBÆTI GLÆNÝTT VEGGFÓÐUR ER KOMIÐ ÚT ÁSKRIFTARSÍMI 550 5000 | WWW.VISIR.IS > Prófaðu... að setja hunangsmel- ónubita og ristaðar möndluflögur í salatið, ásamt þremur teskeiðum af ferskum lime safa, einni teskeið af sykri, örlítið af söxuðum ferskum engifer og ólífuolíu. Á Kirkjubæjarklaustri er að finna veitingastaðinn Systrakaffi sem er tilvalinn áningarstaðar fyrir ferða- langa sem orðnir eru leiðir á hinu klass- íska sjoppufæði. Matseðill staðarins er afar fjölbreyttur og freistandi og stað- urinn býður líka upp á góða aðstöðu til setu utandyra og er einnig með leik- horn fyrir börnin. Systrakaffi reynir að tengja sig við sögu nunnuklausturins sem var á Kirkjubæjarklaustri í eina tíð með því að skreyta veitingastaðinn með nunnustyttum en í raun mætti ganga enn lengra í því og til dæmis láta starfsfólkið klæðast nunnukyrtlum. Í heild er staðurinn hlýlegur en kannski fullmikið af dúllerí á staðnum. Matseðillinn: Matseðilinn er afar girnilegur og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hvernig væri til dæmis að prófa pítsurnar Abba- dísin og tvær nunnur og ein í fríi? Klausturbleikjan er einnig freist- andi sem og skaftfellskt þurrkað og hangið lambalæri sem borið er fram með brennivínsstaupi. Svo er líka bara hægt að fá sér salat og beyglu. Verð: Verðið er svipað og á veit- ingastöðum í höfuðborginni. Súpa dagsins kostar 850 kr, enskur morgunverður fæst á 1300 krónur, hamborgari á 950kr og glóðarsteikt kjúklingabringa á 2.600 kr. VEITINGASTAÐURINN SYSTRAKAFFI, KLAUSTURVEGI 13, KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, Fjölbreyttur matseðillinn við þjóðveginn SYSTRAKAFFI Á KIRKJUBÆJARKLAUSTRI Nýverið hófust þemadagarnir „sumarvín“ í vínbúðunum og fást vín á kynningarverði fram að verslunarmannahelgi. Hér er ekki um að ræða daga tengda svæðum eða þrúgum (á vordögum voru slíkir dagar haldn- ir Chile og S-Afríku til vegsauka) heldur er hér einfaldlega verið að kynna hin og þessi vín og kynningunni pakkað inn í sumarumbúðir. Vínin eru að jafnaði með ríflega 100 kr. afslætti en sá afsláttur er allur frá umboðsaðilum og framleiðendum kominn, ríkið lækkar sína álagn- ingu ekkert. Neytendur fagna þessu en margir spyrja sig kannski af hverju ríkið leggi ekki sitt af mörkum til að auka afsláttinn þannig að um afslátt sem einhverju skiptir sé að ræða en ástæðan er sögð laga- bókstafir sem varna vínbúðunum að veita afslátt. Sjálfur kysi ég að vín- búðirnar gerðu meira af því að vera með þemadaga sem þjóna ein- hverjum menningarlegum tilgangi og létu afsláttardaga á sumar- og jólavínum eiga sig. Hvimleiður fylgifiskur þessara árstíðabundnu þemadaga er sá að umboðsaðilarnir setja vín frá sömu framleiðundunum fram aftur og aftur. Þeir vilja verja sterkustu merkin sín og kerfið er óhagstætt stærstu umboðunum þar sem kvóti er á því hversu mörg vín hvert umboð má tilnefna. Minni umboðin með sérhæft framboð njóta sín hins vegar og er ánægjulegt að sjá að sum þeirra nota sumardagana til að kynna virkilega áhugaverð vín. Eitt hlutverk mitt í þessum pistlum er auðvitað að benda fólki á það sem áhugavert er og lýk ég því aðfinnslum mínum um fyrirkomulag þemadaga og sný mér að vínunum sem eru á boðstólum! Afar viðeigandi er að fagna heimsmeistaratitli Ítala í fót- bolta með ítölskum vínum. Sé rennt yfir þau vín sem í boði eru á sumardögunum eru ítölsk vín nokkuð áberandi og það sem meira er, ansi mörg af vínum sem vekja sérstakan áhuga eru ítölsk. Mörg eru frá eldhuganum Arnari Bjarnasyni sem rekur innflutningsfyrirtækið Vín og matur. Arnar bjó um nokkurt skeið á Ítalíu og breiðir fagnaðarboðskap ítalskr- ar matar- og víngerðar út af miklum móð eins og lesa má á síðu hans, vinogmatur.is. Frá honum er t.d. hið prýði- lega hvítvín Casal di Serra (1.390 kr.) úr verdicchio þrúgunni skemmtilegu. Einnig tvö fyrirtaks chianti-vín, Fontodi (1.690 kr.) og Castello Di Querceto (1.590 kr.). Sumardagarnir ganga út á að gera góð kaup og þau verða vart mikið betri en í Farnese Sangiovese á 850 kr. Einnig eru á kynningarverði flott vín frá þekktum framleiðendum á borð við Banfi, Dievole, Masi, Pasqua og Tommasi. VERT AÐ SPÁ Í: Ítölsku sætvínin sem kölluð eru því helga nafni Vin Santo eru skemmtileg sem fordrykkur eða eftir mat. Eitt slíkt er í boði á sum- ardögum, Vin Santo Sommavite á aðeins 990 kr. Ítölsku sumarvínin Brynja Baldursdóttir, deildarstjóri hjá Símanum, er þekkt fyrir góða takta í eldhúsinu meðal vina og vandamanna. Hér gefur hún uppskrift þar sem ein- faldleikinn er í fyrirrúmi. „Ég smakkaði þennan borgara fyrst á lítilli hamborgarabúllu í Los Angeles, Father‘s Office. Vin- kona mín sem býr í LA var svo snjöll að finna út hvað var í borg- aranum. Það er rúmlega ár síðan ég fékk uppskriftina en ég breytti henni svolítið og púslaði þessu saman,“ segir Brynja, en lúxus- hamborgararnir vekja alltaf mikla lukku í matarboðum Brynju. „Ég hef eldað þetta mjög oft og við- held þeirri reglu sem er á veit- ingastaðnum að það er ekki hægt að breyta eða bæta. Þetta er bara hinn fullkomni hamborgari, hin eina og sanna uppskrift,“ segir Brynja. Hún segir að meðlætið, sætar kartöflur með hvítlauks- rjómaosti og sýrðum rjóma, sé ómissandi, en það er einnig ættað frá Father‘s Office. Brynja er dugleg að prófa eitt- hvað nýtt þegar hún eldar. „Ég er hrifnust af réttum þar sem hráefn- ið fær að njóta sín og einfaldleik- inn er í fyrirrúmi. Ég vil ekki drekkja hráefninu í kryddi og sósum,“ segir hún. Hún mælir með lúxushamborgarakjöti frá Gallerí Kjöti en ciabatta brauðin er hægt að fá í flestum bakaríum og stór- verslunum. LA BORGARI FYRIR FJÓRA: 4 200 gr. hamborgarar 4 ciabatta brauð Rucola salat Gráðaostur Salt Pipar SULTAÐUR LAUKUR: 2 laukar hálft box sveppir (má sleppa) 5-6 msk púðursykur MEÐLÆTI: 2-3 sætar kartöflur ein dós hvítlauksrjómaostur (t.d. Boursin) ein dós sýrður rjómi „Aðalatriðið er sultaði laukur- inn. Það má alveg setja nóg af púð- ursykri og ég set stundum miklu meira en ég tilgreini hér,“ segir Brynja. Fyrst eru laukurinn og sveppirnir skornir í hæfilega bita og brúnaðir á pönnu í ólífuolíu þang- að til laukurinn er gylltur. Þá er púðursykrinum bætt út í. Gott getur verið að setja eina til tvær mat- skeiðar af sjóðandi vatni á pönnuna um leið og sykurinn er settur út á. Þá er lok sett á pönnuna og þetta látið malla í minnst hálftíma. Hamborgararnir eru grillaðir á útigrilli en hægt er að steikja þá á pönnu ef veðrið býður ekki upp á grill. Hamborgararnir eru saltaðir og pipraðir og undir lokin er gráða- osti bætt ofan á. Hamborgararnir eru bornir fram í ciabatta brauðinu með rucolasalati og sultaða laukn- um. Kartöflurnar eru skornar í ræmur eða bita og settar í eldfast mót. Þá er ólífuolía sett út á og sjáv- arsalt mulið yfir. Þetta er bakað við háan hita í ofni í ca. hálftíma. Hvítlauksrjóma- ostinum og sýrða rjómanum er blandað saman og sósan er borin fram með kartöflunum. rosag@frettabladid.is Lúxushamborgari með sætum kartöflum BRYNJA BALDURSDÓTTIR Hinn fullkomni borgari á rætur sínar að rekja til lítillar hamborg- arabúllu í Los Angeles. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON MATGÆÐINGURINN ELÍN MARÍA BJÖRNSDÓTTIR DAGSKRÁRGERÐARKONA Dádýrasteik með andapaté í uppáhaldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.