Fréttablaðið - 13.07.2006, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 13.07.2006, Blaðsíða 71
FIMMTUDAGUR 13. júlí 2006 51 FÓTBOLTI Vjatšeslav Bulavin, þjálf- ari eistneska liðsins TVMK Tall- inn, var ekki nægilega sáttur eftir að lið hans tapaði gegn Íslands- meisturum FH í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu á þriðju- daginn. Atli Guðnason skoraði sig- urmark FH á 93 mínútu leiksins í 3-2 sigri en síðari leikurinn fer fram þann 19. júlí. Tryggvi Guð- mundsson og Sigurvin Ólafsson skoruðu hin tvö mörk FH. „Ég hefði verið sáttur með að ná 2-2 jafntefli en eftir tapið erum við alls ekki sáttir. Varnarmaður- inn sem leyfði Guðnasyni að skora gerði fáránleg mistök. Íslenska liðið getur kennt okkur mikið. Fyrsta markið var skólabókar- dæmi um það hvernig á að spila knattspyrnu og skora mark. Bolt- inn gekk vel á milli manna sem voru á réttum stöðum og sending- arnar voru góðar og frábærlega tímasettar. Við vorum ekki að spila nógu vel og það vantaði alla hreyfingu í liðið,“ sagði Bulavin við Fréttablaðið í gær. „Við horfðum á myndbönd af FH og okkur fannst þeir alltaf vera miklu ákveðnari í fyrri hálf- leiknum en þeim síðari, þessvegna byrjuðum við rólega og spiluðum sókndjarfara í síðari hálfleiknum. Það vantaði um tíu leikmenn í liðið auk þess sem sumir spiluðu tæpir en vonandi verðum við með full- skipað lið á Íslandi en ég er reynd- ar ekki mjög bjartsýnn á góð úrslit þar,“ sagði Vjatšeslav Bulavin. Miðjumaðurinn Kert Haavistu var heldur ekki sáttur. „Við ætluð- um okkur kannski um of undir lokin en sigurmarkið var mjög klaufalegt. Við gerðum mistök undir lokin opg það var mjög svekkjandi að fá á sig þetta mark,“ sagði Haavistu. - hþh Þjálfari TVMK Tallinn var ekki nægilega sáttur eftir 3-2 tapið gegn Íslandsmeisturum FH á þriðjudaginn: Er alls ekki bjartsýnn fyrir Íslandsförina 1-0 Tryggvi Guðmundsson skorar hér fyrsta mark FH í leiknum af þremur. Þjálfari eistneska liðsins hreifst mjög af markinu.JOOSEP MARTINSON/ESTONIAN DAILY NEWSPAPER FÓTBOLTI Líklegt er að Grindvík- ingar semji við danska varnar- og miðjumanninn Morten Overgaard út tímabilið. Sigurður Jónsson, þjálfari Grindavíkur, sagði við Fréttablaðið í gær að Overgaard væri stór og sterkur leikmaður sem gæti hjálpað liðinu mikið í sumar. „Við höfum verið óheppnir með meiðsli. Paul McShane var tæklað- ur fáránlega í leiknum á móti ÍA, þar sem var dæmt á hann í þokka- bót sem var fáránlegur dómur. Hann er með skurð á hnénu og er óvíst hvað hann verður lengi frá, sömu sögu er að segja af David Hannah. Hann er líka meiddur en prófar að æfa um helgina. Óli Stef- án Flóventsson er kinnbeinsbrot- inn og Mounir Ahandour gæti verið frá í 3-4 vikur. Við höfum verið óheppnir en vonandi fer lukkan að snúast okkur í hag núna,“ sagði Sigurður í gær en auk þess seldi liðið Sinisa Kekic til Þróttar. Overgaard kemur frá AB í Dan- mörku en hefur áður leikið með Lyngby, Herfølge og Køge í Dan- mörku þar sem hann á að baki 252 leiki. Hann hefur leikið tvo ung- mennalandsliðsleiki fyrir Dani en hann var á sinni fyrstu æfingu með Grindvíkingum í gærkvöldi. - hþh Daninn Morten Overgaard: Semur líklega við Grindavík FÓTBOLTI „Ég er kominn 91,3 pró- sent í stand en er til í allt eins og staðan er í dag,“ sagði sláttuvélar- sölumaðurinn Bjarni Þórður Hall- dórsson við Fréttablaðið í gær. Bjarni meiddist illa í nára en eftir tvær vikur er nákvæmlega ár frá því það gerðist. „Ég er nýkominn í ágætis stand en þetta hefur verið erfið törn. Það er um mánuður síðan ég byrjaði að leika mér með bolta en er nýbyrjað- ur að sparka almennilega. Ég gerði ekkert ráð fyrir því að vera í fót- bolta í sumar og ég er því mjög ánægður með að vera að æfa á fullu núna,“ sagði Bjarni sem getur nú farið að setja pressu á Fjalar Þorgeirsson um byrjunarliðssæti í Fylkisliðinu. Fylkismenn hafa hug á því að lána markmanninn efni- lega Jóhann Ólaf Sigurðsson og er líklegt að hann fari til liðs í neðri deildunum út sumarið. - hþh Bjarni Þórður Halldórsson: Kominn 91,3 prósent í stand BJARNI ÞÓRÐUR Er ánægður með að vera kominn á æfingasvæðið á nýjan leik. FÓTBOLTI Enn og aftur er Gíneubú- inn Sam Bangoura til vandræða hjá gamla Íslendingafélaginu Stoke City. Bangoura hefur ekki enn mætt til æfinga hjá félaginu síðan sumarfríi lauk fyrir tveimur vikum og veit enginn hvar hann er niðurkominn. Liðið hélt til Austur- ríkis í gær í æfingaferð án Bang- oura. Hann mætti einnig of seint til félagsins eftir að hann var keyptur sem og eftir Afríkukeppnina í febrúar síðastliðnum en þá sagðist hann hafa þurft að dveljast heima fyrir vegna „fjölskylduvandræða“. Bangoura er dýrasti leikmaður Stoke frá upphafi. Hann var keypt- ur á 1,25 milljónir evra frá belg- íska félaginu Standart Liege í fyrra. - esá Gíneubúinn Sam Bangoura: Ekki mættur til æfinga Útsala hefst í dag Kringlunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.