Fréttablaðið - 13.07.2006, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 13.07.2006, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 13. júlí 2006 39 Einkasýningu Sigtryggs Bergs Sig- marssonar „The Curse of Sigtrygg- ur Berg Sigmarsson“ lýkur á laug- ardaginn en hún hefur staðið yfir í sýningarýminu Gallerí Dvergur, í kjallara bakhúss að Grundarstíg 21 í Þingholtunum. Sigtryggur sýnir ljósmyndir, texta- og vídeóverk en hann hefur einnig flutt gjörninga í tengslum við sýninguna. Sigtryggur Berg Sig- marsson stundaði myndlistarnám í Hannover en áður stundaði hann nám í sonologiu í Hollandi. Sigtryggur hefur bæði sýnt verk sín og komið fram á hljómleikum víða, jafnt undir sínu eigin nafni sem og með hljóðtilrauna-dúettnum Stilluppsteypu. Fyrr í júnímánuði tók Sigtryggur þátt í listahátíðinni „Sonambiente“ í Berlín, þar sem hann sýndi vídeó- verk, teikningar, ljósmyndir og texta, sem hann hefur verið að vinna með síðustu tíu árin og er sýningin í Gallerí Dvergi nokkurskonar smá útgáfa af þeirri sýningu. Sýningin verður opin frá 17-19 á morgun og laugardag. Bölvun aflétt SIGTRYGGUR BERG SIGMARSSON MYND- LISTARMAÐUR Sýningum er að ljúka í Galleríi Dvergi. Lára Rúnarsdóttir heldur tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld í tilefni af útkomu plötu hennar Þögn. „Við unnum að plötunni allt síðasta sumar. Svo fór hún í smá bið því það eru svo margir sumars- mellir á henni,“ segir Lára hlæj- andi. „Annars er þetta er svona lágstemmd melódísk tilfinninga- plata – svona tilfinningamúsík.“ Tólf lög eru á plötunni og eru þau öll eftir Láru. Flest þeirra eru sungin á íslensku. Lára gaf út plöt- una Standing Still fyrir þremur árum en þá söng hún einungis á ensku. „Ég sem alltaf á ensku en ákvað að breyta til fyrir nýju plöt- una og semja nýja íslenska texta við lögin. Það gekk í 60-70 prósent- um tilvika. Hin lögin urðu bara óþjál og því eru þau á ensku,“ segir Lára en á nýju plötunni syngur hún mikið um sínar daglegu hugsanir. „Á þeim tíma sem ég var að semja lögin var ég að velta fyrir mér ýmsum spurningum sem ég skildi ekki þá en skil betur í dag.“ Lára lék á nokkrum tónleikum í Los Angeles fyrir skömmu og gekk að eigin sögn nokkuð vel. „Ég spil- aði á svona litlum sætum klúbbum í Hollywood. Það gekk rosalega vel og fór í reynslubankann. Það er ágætt að spila fyrir aðra en nán- ustu vini og fjölskyldu,“ segir Lára sem er á leið til Spánar sem skipti- nemi en hún er í tónlistarkennara- námi í Kennaraháskóla Íslands. Bræðurnir Birkir og Daði Birg- issynir, úr hljómsveitinni Jagúar, unnu með Láru að plötunni sem og trommuleikarinn Kiddi, sem áður var í Hjálmum, og bassaleikarinn Pétur Sigurðsson. Þeir munu allir spila með Láru á tónleikunum í kvöld sem hefjast kl. 21. - kh LÁRA RÚNARSDÓTTIR Lára segist ekki vita hvort hún muni syngja á ensku eða íslensku í framtíðinni.FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Tilfinningatónleikar hjá Láru Landsbankinn fagnar 120 ára afmœli um þessar mundir. Af því tilefni höfum við opnað sýninguna „Kraftur heillar þjóðar“ þar sem gefur að líta hið einstaka safn af verkum Jóhannesar S. Kjarvals sem bankinn hefur eignast í gegnum tíðina. Einnig höfum við opnað myndlistarvef á landsbanki.is þar sem verk Kjarvals og umfjöllun um þau er að finna. Verið velkomin á fund við meistara Kjarval í Gerðarsafni í Kópavogi. Boðið er upp á leiðsögn listfræðinga um sýninguna og mun Aðalsteinn Ingólfsson fræða áhugasama um verk Kjarvals næstkomandi laugardag, 15. júlí kl. 15.00. Í dag troða hljómsveitin Shadow Parade og tónlistarmaðurinn Bela upp á vegum tónleikaraðar tíma- ritsins The Reykjavík Grapevine og útgáfufyrirtækisins Smekkleysu. Fyrri tónleikarnir fara fram í Gall- eríi Humri eða frægð í gamla Kjör- garði kl. 17 en um kvöldið færist fjörið niður í bæ því síðari tónleik- arnir verða á Café Amsterdam í Hafnarstræti kl. 21.30. Hljómsveitin Shadow Parade leikur lágstemmt nýbylgjurokk. Bela er listamannsnafn Baldvins Ringsted en í tónlist sinni blandar hann saman gömlu rokki og nýju. Tónleikarnir eru haldnir í sam- starfi við Rás 2. -khh Tvöföld skemmtun BELA LEIKUR ÁSAMT SHADOW PARADE Sumartónleikar Grapevine og Smekkleysu. Sýnt í Landnámssetri í Borgarnesi Sýningar í júlí Föstudag 7. júlí kl. 20 laus sæti Laugardag 8. júlí kl. 20 laus sæti Sunnudag 9. júlí kl. 20 laus sæti Föstudag 14. júlí kl. 20 laus sæti Laugardag 15. júlí kl. 20 laus sæti Sunnudag 16. júlí kl. 20 laus sæti Föstudag 21. júlí kl. 20 laus sæti Laugardag 22. júlí kl. 20 laus sæti Sunnudag 23. júlí kl. 20 laus sæti Föstudag 28. júlí kl. 20 laus sæti Laugardag 29. júlí kl. 20 laus sæti Sunnudag 30. júlí kl. 20 laus sæti LEIKHÚSTILBOÐ Tvíréttaður matur, miði og frítt í Göngin til baka í boði Landnámsseturs Frá kr. 4000 - 4800 MIDAPANTANIR Í SÍMA 437 1600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.