Fréttablaðið - 13.07.2006, Side 6

Fréttablaðið - 13.07.2006, Side 6
6 13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR LÍBANON, AP Liðsmenn Hezbollah handsömuðu tvo ísraelska her- menn í gærmorgun og varð það til þess að Ísraelsher svaraði fyrir sig með umfangsmiklum árásum úr herflugvélum, skriðdrekum og fallbyssubátum í Suður-Líbanon, á meðan ísraelskir landgönguliðar flykktust yfir landamærin í leit að föngunum tveim. Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, kallaði handtökuna „stríðs- aðgerð“ og sagði líbönsku ríkis- stjórnina ábyrga. Hann sagði jafn- framt að viðbrögð Ísraela „myndu verða öguð, en afar, afar sársauka- full“. Ísraelsher á þegar í afar umdeildum átökum við Palestínu- menn á Gaza-ströndinni, þar sem hermenn reyna að frelsa einn félaga sinn sem handsamaður var 25. júní af aðilum sem taldir eru tengjast Hamas-hreyfingunni. Þau átök hafa vakið mikil viðbrögð alþjóðlega, og hafa ráðamenn valdamestu ríkja heims hvatt Ísra- elsher til að draga sig til baka. Einn ísraelskur hermaður hefur farist í þeim átökum, en minnst 60 Palest- ínumenn, þar af fjölmörg börn og unglingar. Hermaðurinn var skot- inn af félögum sínum fyrir mistök. En í stað þess að draga úr átök- unum, jók Ísraelsher umfang árás- anna á Gaza í gærmorgun og sprengdi heimahús skömmu fyrir dögun í þeirri trú að þar væri að finna háttsettan leiðtoga Hamas- hreyfingarinnar. Svo var þó ekki og fórust níu meðlimir einnar pal- estínskrar fjölskyldu í árásinni, þar af sjö börn. Talsmenn Hezbollah segjast hafa handtekið hermennina í þeim tilgangi að fá ísraelsk yfirvöld til að leysa líbanska fanga úr haldi í Ísrael. Uppreisnarmennirnir sem halda hermanninum í Palestínu hafa einnig farið fram á fangaskipti, en Ísraelar hafa neitað þeim skiptum, þó þeir hafi áður skipst á föngum við Hezbollah. Ísraelar halda minnst níu þúsund Palestínumönn- um í fangelsi í Ísrael, körlum, konum og börnum. Bæði talsmenn Hezbollah og heimastjórnar Palestínu sögðust í gær vonast eftir friðsamlegri lausn á deilunum. En hernaðaraðgerðir Ísraela í gærdag sýndu enn frekar að Ísra- elar hafa lítinn áhuga á samninga- viðræðum um fangaskipti í þetta sinn. Fórust minnst tveir óbreyttir líbanskir borgarar í átökunum, auk sjö ísraelskra hermanna. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt árásir Ísraelsmanna á Gaza-svæðið og sagt þá beita of miklum herafla. Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri SÞ, fordæmdi við- brögð Ísraela gegn Líbanon, og kallaði eftir tafarlausri lausn ísra- elsku hermannanna. Talsmenn Bandaríkjastjórnar sögðust halda Íran og Sýrland ábyrg fyrir hand- töku hermannanna. smk@frettabladid.is Ísraelsher ræðst inn í Suður-Líbanon Viðbrögð Ísraelshers við handtöku Líbana á tveimur ísraelskum hermönnum hafa vakið mikil mótmæli um allan heim. Forsætisráðherra Ísraels segir við- brögð landa sinna verði „öguð en afar, afar sársaukafull“. BRÚ EYÐILÖGÐ Ungur líbanskur maður sýndi friðarmerkið með fingrunum þegar ljós- myndara bar að garði. Maðurinn var að skoða rústir Qassmieh-brúarinnar sem Ísraelsher sprengdi í loft upp í gær í hefndarskyni fyrir handtöku Hezbollah á tveimur ísraelskum hermönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SJÚKRAFLUG „Í sjálfu sér kom ekkert merkilegt þarna upp á annað en það að við sinntum sjúkraflugi í fullu samstarfi við sjúkrahúsið í Eyjum,“ segir Rúnar Árnason, framkvæmda- stjóri Landsflugs, um atvik sem kom upp í fyrradag þegar flytja átti sjúkling frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur en sjúkraflugvél Landsflugs var upptekin í farþega- flugi. „Þarna var ekki um neyðartilvik að ræða, flugvélin var beðin um að sækja sjúklinginn klukkan sjö og hún var tilbúin til brottfarar tíu mínútur í sjö.“ Hann segir Lands- flug ekki fá vinnufrið í Eyjum og telur sig vita ástæðuna: „Málið er að Flugfélag Vestmannaeyja var með þennan sjúkraflugssamning fyrir áramót. Eftir að við tókum við honum hefur verið fylgst með hverju skrefi sem við tökum og farið með það í fjölmiðla, og þar er oftar en ekki farið með rangt mál. Okkar hlið á málinu hefur ekki feng- ið sérstaklega að njóta sín.“ Aðspurður um hvers vegna flug- vélin hafi verið í farþegaflugi segir hann að það sé ekkert nýtt, þetta um í mörg ár. „Flugið tekur tuttugu mínútur og við ákváðum að fljúga þarna með nokkra Eyjamenn til Reykjavíkur.“ - sþs Kvartað hefur verið yfir sjúkraflugi Landsflugs í Vestmannaeyjum: Segir félagið ekki fá vinnufrið FLOGIÐ YFIR VESTMANNAEYJAR Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur látið gera úttekt á sjúkraflugi á öllu landinu. ����������������������������������������� ������������ ������������� ������������ �������������������������� ������������������������������������������������������������������ ���� ����� ����� � ��� ��� �� �������������� ��� �������������� ����� KJÖRKASSINN Heldur þú að verðbólgan lækki á árinu? Já 42% Nei 58% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur þú lesið bók í sumar? Segðu skoðun þína á Vísi.is VIÐSKIPTI Samtök atvinnulífsins telja það undrunarefni að Seðla- bankinn rökstyðji nýj- ustu hækkun stýri- vaxta meðal annars með því að þensla í íbúðabyggingum haldi áfram og að fram- kvæmdir verði enn meiri árið 2007 en 2006. Á heimasíðu sam- takanna segir að ef spá Seðlabankans gengi eftir yrði hér offram- boð á fasteignum og hætta á verðhruni á húsnæði með ófyrirséðum afleiðingum. Í nýjustu spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að eftir metumsvif á þessu ári, og 14,9 prósenta aukn- ingu frá síðasta ári, vaxi fjárfesting í íbúð- arhúsnæði enn um 3,8 prósent á næsta ári. Segja Samtök atvinnulífsins upplýs- ingar frá aðilum á byggingamarkaði benda til þess að verk- takar muni draga úr framkvæmdum við íbúðabyggingar á næsta ári. Það sé í samræmi við minnkandi eftir- spurn og stuðli að jafnvægi á fast- eignamarkaði. - hhs VILHJÁLMUR EGILSSON Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins undrast nýjustu hækkun stýrivaxta. Samtök atvinnulífsins um hækkun stýrivaxta: Undrast rökstuðning Seðlabanka Íslands LÍKNARMÁL Félagi heyrnalausra hafa borist ábendingar um sölu- mann á Akureyri sem gefur sig út fyrir að vera að safna á vegum félagsins. Norræn menningarhá- tíð heyrnalausra fer fram á Norð- urlandi nú í vikunni. „Þegar við erum með sölu í gangi þá er það alltaf í tengslum við dag heyrnarlausra og þá selj- um við yfirleitt eitthvað sem snertir táknmálið. Þá höfum við einnig selt happdrættismiða,“ segir Kristinn Jón Bjarnason, framkvæmdastjóri Félags heyrn- arlausra. Hann segir að þarna sé hins vegar á ferðinni maður sem sé að misnota góðvilja fólks. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona kemur upp en talið er að sami maður hafi leikið þennan leik víðar um land. - öhö Sölumaður gengur í hús: Ekki á vegum heyrnalausra LONDON, AP Helsti fjármálaráð- gjafi breska Verkamannaflokks- ins, Levy lávarður, var í gær hand- tekinn í tengslum við rannsókn bresku lögreglunnar á ásökunum um að Tony Blair forsætisráð- herra hafi með óeðlilegum hætti séð til þess að auðkýfingar, sem styrktu flokkinn, fengju sæti í lávarðadeild þingsins. Talsmaður Blairs sagði í gær að þótt þetta mál varðaði Verka- mannaflokkinn þá hefði það engin áhrif á ríkisstjórn Blairs. Handtakan gæti þó aukið mjög á pólitísk vandræði Blairs. Levy er einn af nánustu bandamönn- um hans. - gb Breska fjármálahneykslið: Ráðgjafi Blairs handtekinn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.