Fréttablaðið - 15.07.2006, Side 20

Fréttablaðið - 15.07.2006, Side 20
 15. júlí 2006 LAUGARDAGUR20 Í Dagbók Þráins Bertels- sonar er fjallað um ókeypis peninga, sjó- mennsku, hjólreiðar, plokkfisk og Z.Z. Einnig er minnst á köfnunar- efni, sólarlandaferðir, gróðapunga, barnarúm og Framsóknarflokkinn. ■ FÖSTUDAGUR, 7. JÚLÍ ÓKEYPIS PENINGAR Ef ég nota bílinn minn í innanbæj- arsnatt eyðir hann á að giska 15 lítrum af bensíni á hverja 100 kílómetra. Ef bensínlítrinn kostar tæpar 130 krónur kostar 100 km-snatt um 2.000 kall í útlögðum pen- ingum – og þá reikna ég ekki með afskriftum, við- haldi og öðrum kostnaði af bílnum. Ég hjóla inn í Laug- ardal í ræktina 5 daga í viku, tæplega 4 kílómetra hvora leið, 7,5 km fram og til baka. Það eru 37,5 km á viku. Segjum að ég geti farið þessa leið á hjólinu í 30 vikur á ári. Það eru 1125 km. Á bíl mundi bensín- kostnaðurinn verða 22.000 kr. Þetta eru ókeypis peningar handa hjólreiðamanni. Á einu ári er hjólið mitt búið að borga sig upp. Og ekki nóg með það heldur fæ ég þarna hálftíma hreyfingu og útivist daglega og er búinn að hita upp þegar ég mæti í ræktina reiðubúinn að jafnhatta lóðin. Reyndar er ég búinn að gera meira en að hita upp líkamann. Hjólreiðarnar eru hvorki meira né minna en helmingurinn af líkams- ræktinni. Með þeim sé ég líkam- anum fyrir tveimur af þeim fjór- um þáttum sem skynsamleg líkamsrækt beinist að. Þættirnir fjórir eru: Þol, jafnvægi, styrkur og fimi. Á hjólinu þjálfa ég þol og jafnvægi. Með því að lyfta lóðum viðheld ég eða byggi upp vöðva- styrk. Og með því að gera teygju- æfingar sé ég um að halda líkam- anum sæmilega liprum. Um þetta var ég að hugsa á hjólinu mínu í dag til að forða mér frá því að hugsa neikvæðar hugs- anir eins og: Af hverju er aldrei logn? Af hverju lendi ég alltaf í mót- vindi, sama úr hvaða átt vindurinn blæs? Af hverju rignir alltaf þegar ég er á leiðinni í ræktina eða heim og styttir upp um leið og ég kem í hús? Í framhaldi af votviðrasömum hugsunum gáði ég að ódýrum sól- arlandaferðum á netinu og fann Mæjorku-ferð á tilboðsverði, 180.560 kr. fyrir fjóra í tvær vikur, sem sé Sólveigu, mig og barna- börnin, Andra og litlu Sólveigu. Við leggjum í hann 20. júlí. ■ LAUGARDAGUR, 8. JÚLÍ KÆFANDI KÖFNUNAREFNI Fórum með barnabörnin austur í Bolholt á Rangárvöllum og komum við í Hveragerði og fórum í sund í Laugaskarði. Þetta var dýrðlegur dagur. Sló blettinn þegar ég kom heim í kvöld. Ég sé að köfnunarefnið sem ég bar á mosann stendur svo sannarlega undir nafni, það hefur kæft mosann og núna er blettur- inn fagurgrænn að mestu leyti. ■ SUNNUDAGUR, 9. JÚLÍ ÞEGAR VIÐ UNNUM HEIMSMEISTARANA Heimsmeistarakeppni, úrslit. Frakkland: Ítalía. Þetta varð sögulegur leikur. Zinedine Zidane skallaði ítal- ann Materazzi í magann og var rekinn út af. Það var ljótur leikur. Án Z.Z. töpuðu Frakkar vitanlega vítaspyrnukeppninni í lokin og Ítalir eru orðnir heims- meistar- ar í fjórða sinn. Vel að merkja þá hafa Ítalir ekki tapað nema einum leik síðan þjálfar- inn Lippi tók við lið- inu. Það var fyrir Íslandi. Við unnum Ítalíu, 2:0. Þetta má reynd- ar orða á annan hátt: Við unnum síðast þegar við lékum við heimsmeistarana. En hvað sem því líður þá held ég ekki að hann Zidane minn sofi vel í nótt. ■ MÁNUDAGUR, 10. JÚLÍ KRÓKUR Á LEIÐINNI Skipstjórinn minn, hann Árni Þór, hringdi um hádegið. Klukkutíma síðar sigldum við út úr höfninni á Akranesi á mótorbátnum Villa. Við veiddum vel og gerðum að afl- anum um borð. Ég var orðinn illa svangur þegar ég kom heim um átta-leytið. Greip þorskflak og bjó til plokkfisk. Það tók mig 17 mínútur. Sólveig var stórhrifin af plokkfisknum, enda eru hvítlaukur, rjómaostur og olífuolía mögnuð leynivopn. Mér finnst gaman að elda handa kon- unni minni. Ég veit nefnilega um ákveðinn krók á leið- inni að hjartanu. ■ ÞRIÐJUDAGUR, 11. JÚLÍ GRÓÐAPUNGAR Sem hjólreiðamaður efast ég um að maðurinn sé kominn af öpum. Þó getur vel verið að Darwin og jafnvel vísindamenn yfirleitt séu komnir af öpum, en ég tel augljóst að ökumenn séu komnir ýmist af nautgripum eða sauðfé. Þetta les ég úr svipbrigðum þeirra sem ég sé gera einhver heimskupör í umferðinni; það er meðfædd árátta hjá bílstjórum að svína á hjólreiðamönnum og þegar þeir átta sig á því að maður hefur takmarkaðan áhuga á að leyfa þeim að keyra yfir sig verða þeir annaðhvort eins og sauðir á svip- inn eða eins og naut. Nýjasta brella peningaskrílsins er að kaupa jarðir til að geta kúgað hærri leigu út úr sumarhúsaeig- endum. Sem betur fer vill svo til að sú athöfn að græða peninga er aðeins höfuðáhugamál lítils minnihluta í þjóðfélaginu – allur þorri fólks kýs að eyða ævinni í að hugsa um áhugaverðari hluti en peninga. Miklir gróðapungar hafa fæstir orðið langlífir í mannkynssögunni. Þó lærði maður á sínum tíma um Marcus Licinius Crassus og aðferð hans til að græða á fasteignavið- skiptum. En sá góði maður rak einkaslökkvilið í Rómaborg. Þegar eldur kom upp einhvers staðar mætti Crassus með slökkviliðið og gerði húseigandanum smánartil- boð í eignina. Og þá fyrst þegar kaupin höfðu verið gerð sagði Crassus slökkviliðinu að taka til starfa. Svona skríl á að loka inni á stofnunum svo að venjulegt fólk geti lifað í friði fyrir þeim sem eru sjúkir af taumlausri græðgi og hafa hvorki hjartalag né sköpun- argáfu til að láta peninga vinna og gera gagn. Marcus Crassus fékk að smakka á græðginni að lokum. Maður sem var orðinn leiður á ágirnd hans og árásargirni hellti ofan í hann bráðnu gulli. Þá fékk hann loksins nóg. ■ MIÐVIKUDAGUR, 12. JÚLÍ SAMTÍMAMAÐUR NAPÓLEONS Í dag er afmælisdagurinn hans pabba míns. Hann var fæddur 12. júlí 1894. Napóleon dó 5. maí 1821. Beet- hoven dó 26. mars 1827. Undarleg tilhugsun að faðir minn skuli hafa verið uppi á sömu öld og þeir. Gegnum hann tengist ég 19du öldinni og er á vissan hátt samtímamaður Napóleons. ■ FIMMTUDAGUR, 13. JÚLÍ BARNARÚM, SJÓHATTUR OG FRAMSÓKNAR- FLOKKURINN Ég þarf að borga 7.000 krónur aukalega til að fá barnarúm handa litlu Sól á Mæjorku. Það finnst mér fáránlegt. Ég er búinn að borga ferð og gistingu fyrir hana og nú á ég að borga aukalega af því að hún sefur í barnarúmi. Næst finna ferðaskrifstofur upp á því að láta fullorðna borga aukalega fyrir að sofa í fullorðins- rúmum: „Því miður, það eru bara barnarúm á þessu hóteli. En full- orðnir geta að sjálfsögðu fengið fullorðinsrúm – gegn vægu gjaldi. Guðni Ágústsson var að lýsa yfir framboði til varaformanns Framsóknarflokksins. Það kemur mér á óvart. Ég hélt að Guðni þekkti sinn vitjunartíma. Núna þarf Framsókn formann sem nær til fólks. En þetta er, eins og maðurinn sagði, ekki minn sjóhattur. Samt er skrýtið að sjá þungavigtarmann leggjast til hvíldar í pólitísku barna- rúmi. Gróðapungar – og réttur til að vera í friði fyrir taumlausri græðgi Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.