Fréttablaðið - 15.07.2006, Side 8
8 15. júlí 2006 LAUGARDAGUR
VEISTU SVARIÐ?
1 Hver hefur verið ráðinn nýr bæjar-stjóri á Grundarfirði?
2 Hvað nefnast samtök múslima í Líbanon sem berjast gegn landtöku
Ísraela í landinu?
3 Hvaða íslenski knattspyrnukappi hefur gengið til liðs við Breiðablik?
LANDSPÍTALINN Deilan um nýtt hús-
næði Blóðbankans við Snorra-
braut hefur verið leyst farsællega
og með samþykki allra hlutaðeig-
andi. Ráðuneytisstjóri heilbrigðis-
ráðuneytisins segir deiluna hafa
frá upphafi byggst á misskilningi.
Starfsfólk Blóðbankans var
ósátt við það að framkvæmda-
nefnd um nýtt sjúkrahús fengi
efstu hæðina til umráða og taldi
sig þurfa allt húsnæðið til að geta
veitt viðunandi þjónustu.
Nú hefur verið ákveðið að
framkvæmdanefndin fái helm-
ing hæðarinnar undir sína starf-
semi, sem er raunar það sem
fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins
og nefndarinnar sögðu frá upp-
hafi að stæði til.
Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytis-
stjóri heilbrigðisráðuneytisins,
segir deiluna hafa byggst á mis-
skilningi frá upphafi. „Menn voru
að tala í kross eins og stundum
gerist, ekki að tala um sama
hlutinn. Það þurfti ekki neina
sérstaka lausn. Þetta var leyst eins
og ráð var fyrir gert strax í upp-
hafi.“
Sveinn Guðmundsson, yfir-
læknir Blóðbankans er ánægður.
„Blóðbankinn fær með þessu móti
um 1100 fermetra sem uppfyllir
vel okkar þarfir og gefur okkur
mikla möguleika á að þróast
áfram. Ég tel okkur standa á kross-
götum og ég fagna milligöngu
ráðuneytisins í þessu máli.“ - sh
Deilan um nýtt húsnæði Blóðbankans við Snorrabraut hefur verið leyst:
Alfreð fær hálfa efstu hæðina
DAVÍÐ Á GUNNARSSON Ráðuneytisstjórinn
segir deiluna hafa byggst á misskilningi.
PÉTURSBORG, AP Það er bókstaflega
bannað að mótmæla G8-fundinum í
miðbæ Pétursborgar, að því er
skipuleggjendur mótmæla vegna
fundarins halda fram.
Lögregla borgarinnar mun nú
þegar hafa sett rúmlega tvö
hundruð manns á bak við lás og slá,
en fólkið var grunað um að hafa
andóf í hyggju. Fólkið á að hafa
verið á leiðinni til borgarinnar
þegar það var tekið höndum, en að
auki hafi þrjátíu manneskjur verið
handteknar í borginni sjálfri.
Skipuleggjendurnir eru samt sem
áður ákveðnir í að halda friðsam-
lega mótmælagöngu í dag, þótt
borgaryfirvöld hafi ekki lagt bless-
un sína yfir hana.
Lögreglan í Pétursborg segir
aftur á móti að handtökurnar hafi
ekki verið í tengslum við fundinn,
fólk væri handtekið dags daglega í
borginni, til að mynda vegna þess
að það hefði ekki tilskilin leyfi til
dvalar í borginni eða hefði brotið
aðrar reglur. Engin leið væri að vita
hverjir væru mótmælendur og
hverjir ekki.
Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt
Pútín-stjórnina harðlega fyrir að
virða ekki fyllilega mannréttindi og
vonast mótmælendurnir í Péturs-
borg til þess að erlendir leiðtogar á
G8-fundinum þrýsti á Pútín forseta
um að halda mannréttindi í heiðri.
Öryggisgæsla vegna G8-fundarins
er gífurlega mikil og yfirvöld ætla
sér að koma í veg fyrir að mótmæli
skyggi á fundinn sjálfan, eins og
gerðist í fyrra á Skotlandi, og á
Ítalíu árið 2001 þegar einn maður
lét lífið í átökum andófsmanna og
lögreglu.
Mótmæli hafa verið takmörkuð
við hrörlegan íþróttaleikvang á
odda afskekktrar eyju í borgar-
landinu, um tuttugu kílómetrum
frá fundarsvæðinu. Næsta stoppi-
stöð almenningssamgangna er í
þriggja kílómetra fjarlægð og jafn-
vel þeirri stoppistöð hefur verið
lokað meðan á fundinum stendur.
Aðstandendur mótmælafundar-
ins á íþróttaleikvanginum líktu
þessu við að vera í dýragarði og
sögðu að yfirvöld ætluðu að láta
líta út fyrir að alls engin stjórnar-
andstaða væri í landinu. Segja má
að það hafi gengið eftir, því leik-
vangurinn er risavaxinn, rúmar um
fimmtíu þúsund manneskjur, og
„gleypti“ með öllu þá fjögur hund-
ruð mótmælendur sem lögðu leið
sína þangað í gær.
klemens@frettabladid.is
Mótmælendur
einangraðir
Athygli vekur hversu lítið hefur verið um mótmæli
vegna G8-fundarins í Pétursborg. Engar mótmæla-
göngur eru leyfðar í borginni og öll mótmæli eiga
að fara fram í 20 kílómetra fjarlægð frá fundinum.
HRÓPANDINN Í EYÐIMÖRKINNI Þessi einmana trúbador gafst ekki upp í gær, heldur söng
áfram gegn alþjóðavæðingu í tjaldbúðum mótmælenda á Kirov-íþróttaleikvanginum í
Pétursborg. NORDICPHOTOS/AFP
SEYÐISFJÖRÐUR Að sögn Adrians J.
King, sprengjusérfræðings hjá
Landhelgisgæslunni, vinnur sprengju-
deild gæslunnar að skýrslu vegna
sprengihættu við El Grillo.
Landhelgisgæslan hefur fjar-
lægt yfir fimm hundruð sprengjur
úr skipinu síðan 1972. Flestar
þeirra hafa verið í mjög góðu
ástandi og því bæði hættulegar
þeim sem ekki hafa vit á að láta
þessa hluti vera og eins einstakl-
ingum sem taka með sér sprengjur
úr flakinu fyrir forvitnissakir.
Það er meðal annars vegna þessa
sem sprengjudeild gæslunnar
vinnur að skýrslu um hvernig
bregðast megi við sprengihættu
við flakið.
Í síðustu viku fór sprengju-
deildin enn eina ferðina niður að
flaki El Grillo í Seyðisfirði til að
fjarlægja sprengikúlur sem fund-
ust þar af köfurum.
Sérstaklega þjálfaðir kafarar
sprengjudeildarinnar fundu
þriggja tommu sprengikúlu úr
loftvarnarbyssu skipsins. Sprengi-
kúlan var virk og í mjög góðu
ástandi miðað við að hafa legið á
hafsbotni í rúm sextíu ár.
Kúlunni var fargað síðar um
daginn, með þeim hætti að hún
var sprengd upp á tveggja metra
dýpi í fjöru á Seyðisfirði.
- æþe
Unnið að skýrslu vegna sprengihættu í El Grillo:
Sprengjur fjarlægðar
BRETLAND Samkvæmt nýrri breskri
rannsókn er eitt af hverjum 100
börnum í Bretlandi einhverft.
Þetta er mun hærri tala en áður
hefur verið stuðst við, en fyrir
tíunda áratuginn töldu sérfræð-
ingar að á hverja 10.000 íbúa Bret-
lands væru fjögur til fimm tilfelli
af einhverfu.
Fréttavefur breska ríkisút-
varpsins, BBC, greinir frá þessu,
en niðurstöður rannsóknarinnar
voru birtar í læknatímaritinu
Lancet í vikunni. Sérfræðingarnir
taka fram að þeir vita ekki hvort
um betri greiningarferli er að
ræða, eða hvort einhverfum börn-
um fer fjölgandi í Bretlandi. - smk
Einhverfa rannsökuð:
Eitt af hverjum
100 börnum
ERLENT Bandarískum vísindamönn-
um hefur tekist að græða nema og
senditæki í heila lamaðs manns
sem gera það að verkum að hann
getur hreyft músarbendil á tölvu-
skjá og stjórnað sjónvarpi og vél-
menni með hugarorkunni.
Neminn nemur heilabylgjur
mannsins og sendir þannig skila-
boð í stað þess að fingur ýti á
takka.
Vísindamenn vonast til að geta
þróað tæknina þannig að hún geti
hjálpað sem flestum sem eru
hreyfihamlaðir vegna mænuskaða
eða taugasjúkdóma á borð við Lou
Gehrig-sjúkdóminn. - kóþ
Bandarísk tilraun:
Hugarorkan er
hreyfiafl