Fréttablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 15. júlí 2006 5 Montoya hættir og de la Rosa tekur við sæti hans í liðinu. Formúlu 1 kappinn Juan Pablo Montoya hefur sagt skilið við McLaren Mercedes liðið og reyndar Formúlu 1 yfir höfuð. Brottför hans var ákveðin í sameiningu við liðið og samkvæmt fréttum er allt í góðu þar á milli. Töluvert hefur gengið á innan liðsins að undanförnu og sögusagnir verið uppi um að til stæði að reka Montoya. Til þess kom þó ekki. Ástæðan fyrir þessum snöggu umskiptum er meðal annars sú að Montoya vill eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni, en kona hans á von á öðru barni þeirra í september. Hann er þó hvergi nærri hættur í kapp- akstri því á næsta ári mun hann keppa fyrir Ganassi í Nascar. Sam- kvæmt fréttum var það samningur- inn við Ganassi-liðið sem kom öllu af stað fyrir Montoya. Í stað Kolumbíumannsins Mont- oya mun Spánverjinn Pedro de la Rosa taka sæti í McLaren Mercedes liðinu en hann hefur verið tilraunaökumaður þess um skeið. Auk hans keppir Finninn Kimi Räikkönen fyrir liðið. Breytingar hjá McLaren Mercedes Montoya fagnar sigri fyrir hönd McLaren Mercedes á Silverstone í fyrra. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES RAUNHÆFUR KOSTUR Í RAFMAGNS- BÍLAFRAMLEIÐSLU. Richard Marks, fyrrum verkfræðingur hjá GM, hefur hannað og smíðað rafmagns- bíl sem kemst 40-65 km á rafmagni sem í Bandaríkjunum kostar jafnvirði 38 króna. Bílnum er aðallega ætlað að nýtast í íbúðarhverfum og öðrum svæðum þar sem umferðarhraði er ekki mikill, enda er hámarkshraði bílsins í dag takmark- aður við 40 km á klukkustund. Bíllinn er ný hönnun frá grunni. Marks fékk verkstæði sem sérhæfir sig í smíði kappakstsursbíla til að smíða grunninn að bílnum, til að hann líktist ekki „enn einum golfbílnum“. Frumgerð bílsins er vel nothæf, gengur fyrir sex átta volta rafhlöðum og er hávaða- og mengunarlaus. Næsta skref Marks er að laða að fjárfesta til að gera fjöldaframleiðslu mögulega. 38 krónur af eldsneyti Rafmagnsbíll Richards Marks er ekki bein- línis straumlínulaga, en hann er vistvænn og hagkvæmur í rekstri. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.