Fréttablaðið - 15.07.2006, Page 59

Fréttablaðið - 15.07.2006, Page 59
LAUGARDAGUR 15. júlí 2006 43 Rúmlega 200 manns mættu á fótboltavöllinn í Hann- over á dögunum til þess að taka þátt í fjölmennasta knattspyrnuleiknum á HM. Hlynur Hallsson myndlist- armaður átti hugmyndina að viðburðinum sem heppn- aðist með miklum ágætum. „Leikar fóru 2-1 fyrir bláa liðinu,“ útskýrir Hlynur, „rauða liðið skor- aði markið sitt úr einu vítaspyrn- unni sem var dæmd.“ Leikurinn fór vel fram en dómarinn hafði vitaskuld í nógu að snúast við að fylgjast með öllum keppendunum. „Þetta var ábyggilega mjög erfitt fyrir hann en fólk var mjög sam- viskusamt ef hann dæmdi eitthvað undarlega og leiðrétti hann ef svo bar undir.“ Allt fór fram stórslysa- laust nema hvað einn leikmaður tábrotnaði í upphituninni. „Dóm- arinn rak einn út af og gaf honum rauða spjaldið í fimm mínútur og þá bað hann fólk um að vera ekki að æsa sig um of – sérstaklega vegna yngri leikmannanna,“ útskýrir Hlynur. Atburðurinn var liður í sam- sýningunni Seitenwechsel sem þýski listahópurinn ART IG skipu- lagði í tenglsum við heimsmeist- arakeppnina sem nýlega lauk í Þýskalandi en segja má að gjör- ingur Hlyns sé til marks um hversu sameinandi fótboltaíþrótt- in getur verið. „Sumir leikmann- anna voru miklir fótboltaáhuga- menn sem voru komnir til þess að skora mörk en það var líka hell- ingur af myndlistarmönnum og fleirum sem fannst bara gaman að fá að taka þátt. Síðan voru krakkar alveg niður í fjögurra ára aldurinn og fjölmargir á aldrinum 10-12 ára. Svo var ein kona um sjötugt sem spilaði með,“ segir Hlynur. „Það var mjög flott að fylgjast með leiknum ofan úr stúku,“ útskýrir listamaðurinn. „Það myndaðist hálfgerð þvaga á vell- inum og þegar boltinn fór af stað tók hjörðin á rás á eftir honum. Sumir voru greinilega búnir að ákveða að vera ýmist í sókn eða vörn og sumir lágu bara á vellin- um og biðu eftir boltanum.“ Hlynur segist sérstaklega ánægður með hversu vel íþrótta- menn á svæðinu tóku viðburðin- um og mættu vel. Öðrum kepp- endum fannst líka ótrúlegt tækifæri að fá að spila á FIFA- grasinu sem sett var á völlinn vegna heimsmeistarakeppninnar en mikil fræði búa að baki bless- uðu undirlaginu sem keppt er á. Atburður þessi var einstakur í sinni röð og Hlynur skrásetti hann bæði á myndband og með ljós- myndum sem hann segist ef til vill ætla að sýna á næstunni. Þeir sem misstu af tækifæri til að taka þátt í leiknum fá því vonandi að berja hann augum, þó það verði aðeins af skjá – enda eru jú margir sem láta sér það nægja. - khh KEPPENDUR Á ÖLLUM ALDRI Leikurinn fór vel fram og gekk stórslysalaust þrátt fyrir mannfjöldann. Einn tábrotnaði þó í upphit- un. MYND/HLYNUR HALLSSON EÐLILEGA GEKK MIKIÐ Á Í TEIGNUM Fjölmennasti leikurinn á HM fór fram í Hannover. MYND/HLYNUR HALLSSON Tvö hundruð manna bolti HVAÐ? HVENÆR? HVAR?JÚLÍ 12 13 14 15 16 17 18 Laugardagur ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Kóreski orgelleikarinn Ji-Youn Han leikur á vegum Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju.  14.00 Sumartónleikar í Skálholti. Staðartónskáldið Doina Rotaru fjall- ar um verk sín og tónlist Rúmeníu. Kl. 15 flytur kammerkórinn Carmina efnisskrá byggða á tónlistarhand- ritinu Melódíu. Stjórnandi Árni Heimir Ingólfsson. Kl. 17 flytur kammerkórinn Carmina tónlist eftir Rotaru.  16.00 Lokatónleikar Þremenninga- sambandsins í Norræna húsinu. Þremenningasambandið er tríó sem leikur klassíska tónlist og starfar í sumar á vegum Hins hússins og Reykjavíkurborgar.  16.00 Söngkonan Ragnheiður Gröndal kemur fram ásamt hljóm- sveitinni Black Coffee, en hana skipa þeir Guðmundur Pétursson á gítar, Róbert Þórhallsson á bassa og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Leikin verður djasstónlist blönduð poppi og blús. Leikið verður utan- dyra á Jómfrúartorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis.  21.00 Sópransöngkonurnar Elma Atladóttir og Bryndís Jónsdóttir ásamt Þóru Fríðu Sæmundsdóttur píanóleikara flytja lög og ljóð eftir þingeysk tónskáld og ljóðskáld. ■ ■ OPNANIR  16.00 Myndlistarmaðurinn Snorri Ásmundsson opnar sýn- ingu hjá Jónas Viðar gallerí að Kaupvangsstræti 12 á Akureyri.  17.00 Listamennirnir Björk Guðnadóttir, Daníel Magnússon og Hildur Bjarnadóttir opna sýn- ingar í Nýlistasafninu á Laugavegi 26.  Jónína Magnúsdóttir, Ninný, opnar myndlistarsýninguna í góðu formi á Thorvaldsen bar í Austurstræti 8. Á sýningunni sýnir Ninný abstrakt málverk, þar sem hún leik- ur sér með form og liti. Sýningin mun standa til 11. ágúst. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Hljómsveitin Sixties leikur á Kringlukránni.  23.59 DJ Curver og DJ Kiki-Ow halda 90’s partí á Bar 11. Yfirskrift kvöldsins er No limits. ■ ■ ÚTIVIST  14.00 Árleg söguganga um elsta hluta Oddeyrar á Akureyri. Lagt verður af stað frá Gránufélagshúsunum. ■ ■ SÝNINGAR  13.00 Sumarsýning Listasafns ASÍ er helguð vatnslitamyndum. Málararnir Hafsteinn Austmann, Kristín Þorkelsdóttir, Daði Guðbjörnsson og Eiríkur Smith eiga myndir á sýningunni en þar eru einnig til sýnis vatnslitamyndir eftir Svavar Guðnason. Safnið er opið frá kl. 13-17 og aðgangur er ókeypis.  13.00 Yfirlitssýning á málverkum Louisu Matthíasdóttur stend- ur yfir í Listasafni Akureyrar. Sýningin spannar vítt svið í list Louisu og eru elstu verkin frá fimmta áratug tuttugustu aldar- innar, en jafnframt gefur að líta myndskreytingar, mynsturteikningar og stórar pastelmyndir og krítart- eikningar sem hafa aldrei fyrr verið til sýnis. ■ ■ UPPÁKOMUR  10.00 Fjölbreytt dagskrá á Bryggjudögum á Stokkseyri, þar á meðal kappróður, sandkastala- keppni, unglingahljómsveitir, opin hús og trúbadorar og tónleikar með söngkonunni Heru.  15.00 Landsvæðið Tröð, við Hellissand á Snæfellsnesi, svæði Skógræktar- og landverndarfé- lagsins undir Jökli, verður opnað formlega undir merkjum Opins skógar skógræktarfélaganna. Einar K. Guðfinnsson opnar skóg- inn með táknrænum hætti.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.