Fréttablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 59
LAUGARDAGUR 15. júlí 2006 43 Rúmlega 200 manns mættu á fótboltavöllinn í Hann- over á dögunum til þess að taka þátt í fjölmennasta knattspyrnuleiknum á HM. Hlynur Hallsson myndlist- armaður átti hugmyndina að viðburðinum sem heppn- aðist með miklum ágætum. „Leikar fóru 2-1 fyrir bláa liðinu,“ útskýrir Hlynur, „rauða liðið skor- aði markið sitt úr einu vítaspyrn- unni sem var dæmd.“ Leikurinn fór vel fram en dómarinn hafði vitaskuld í nógu að snúast við að fylgjast með öllum keppendunum. „Þetta var ábyggilega mjög erfitt fyrir hann en fólk var mjög sam- viskusamt ef hann dæmdi eitthvað undarlega og leiðrétti hann ef svo bar undir.“ Allt fór fram stórslysa- laust nema hvað einn leikmaður tábrotnaði í upphituninni. „Dóm- arinn rak einn út af og gaf honum rauða spjaldið í fimm mínútur og þá bað hann fólk um að vera ekki að æsa sig um of – sérstaklega vegna yngri leikmannanna,“ útskýrir Hlynur. Atburðurinn var liður í sam- sýningunni Seitenwechsel sem þýski listahópurinn ART IG skipu- lagði í tenglsum við heimsmeist- arakeppnina sem nýlega lauk í Þýskalandi en segja má að gjör- ingur Hlyns sé til marks um hversu sameinandi fótboltaíþrótt- in getur verið. „Sumir leikmann- anna voru miklir fótboltaáhuga- menn sem voru komnir til þess að skora mörk en það var líka hell- ingur af myndlistarmönnum og fleirum sem fannst bara gaman að fá að taka þátt. Síðan voru krakkar alveg niður í fjögurra ára aldurinn og fjölmargir á aldrinum 10-12 ára. Svo var ein kona um sjötugt sem spilaði með,“ segir Hlynur. „Það var mjög flott að fylgjast með leiknum ofan úr stúku,“ útskýrir listamaðurinn. „Það myndaðist hálfgerð þvaga á vell- inum og þegar boltinn fór af stað tók hjörðin á rás á eftir honum. Sumir voru greinilega búnir að ákveða að vera ýmist í sókn eða vörn og sumir lágu bara á vellin- um og biðu eftir boltanum.“ Hlynur segist sérstaklega ánægður með hversu vel íþrótta- menn á svæðinu tóku viðburðin- um og mættu vel. Öðrum kepp- endum fannst líka ótrúlegt tækifæri að fá að spila á FIFA- grasinu sem sett var á völlinn vegna heimsmeistarakeppninnar en mikil fræði búa að baki bless- uðu undirlaginu sem keppt er á. Atburður þessi var einstakur í sinni röð og Hlynur skrásetti hann bæði á myndband og með ljós- myndum sem hann segist ef til vill ætla að sýna á næstunni. Þeir sem misstu af tækifæri til að taka þátt í leiknum fá því vonandi að berja hann augum, þó það verði aðeins af skjá – enda eru jú margir sem láta sér það nægja. - khh KEPPENDUR Á ÖLLUM ALDRI Leikurinn fór vel fram og gekk stórslysalaust þrátt fyrir mannfjöldann. Einn tábrotnaði þó í upphit- un. MYND/HLYNUR HALLSSON EÐLILEGA GEKK MIKIÐ Á Í TEIGNUM Fjölmennasti leikurinn á HM fór fram í Hannover. MYND/HLYNUR HALLSSON Tvö hundruð manna bolti HVAÐ? HVENÆR? HVAR?JÚLÍ 12 13 14 15 16 17 18 Laugardagur ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Kóreski orgelleikarinn Ji-Youn Han leikur á vegum Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju.  14.00 Sumartónleikar í Skálholti. Staðartónskáldið Doina Rotaru fjall- ar um verk sín og tónlist Rúmeníu. Kl. 15 flytur kammerkórinn Carmina efnisskrá byggða á tónlistarhand- ritinu Melódíu. Stjórnandi Árni Heimir Ingólfsson. Kl. 17 flytur kammerkórinn Carmina tónlist eftir Rotaru.  16.00 Lokatónleikar Þremenninga- sambandsins í Norræna húsinu. Þremenningasambandið er tríó sem leikur klassíska tónlist og starfar í sumar á vegum Hins hússins og Reykjavíkurborgar.  16.00 Söngkonan Ragnheiður Gröndal kemur fram ásamt hljóm- sveitinni Black Coffee, en hana skipa þeir Guðmundur Pétursson á gítar, Róbert Þórhallsson á bassa og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Leikin verður djasstónlist blönduð poppi og blús. Leikið verður utan- dyra á Jómfrúartorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis.  21.00 Sópransöngkonurnar Elma Atladóttir og Bryndís Jónsdóttir ásamt Þóru Fríðu Sæmundsdóttur píanóleikara flytja lög og ljóð eftir þingeysk tónskáld og ljóðskáld. ■ ■ OPNANIR  16.00 Myndlistarmaðurinn Snorri Ásmundsson opnar sýn- ingu hjá Jónas Viðar gallerí að Kaupvangsstræti 12 á Akureyri.  17.00 Listamennirnir Björk Guðnadóttir, Daníel Magnússon og Hildur Bjarnadóttir opna sýn- ingar í Nýlistasafninu á Laugavegi 26.  Jónína Magnúsdóttir, Ninný, opnar myndlistarsýninguna í góðu formi á Thorvaldsen bar í Austurstræti 8. Á sýningunni sýnir Ninný abstrakt málverk, þar sem hún leik- ur sér með form og liti. Sýningin mun standa til 11. ágúst. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Hljómsveitin Sixties leikur á Kringlukránni.  23.59 DJ Curver og DJ Kiki-Ow halda 90’s partí á Bar 11. Yfirskrift kvöldsins er No limits. ■ ■ ÚTIVIST  14.00 Árleg söguganga um elsta hluta Oddeyrar á Akureyri. Lagt verður af stað frá Gránufélagshúsunum. ■ ■ SÝNINGAR  13.00 Sumarsýning Listasafns ASÍ er helguð vatnslitamyndum. Málararnir Hafsteinn Austmann, Kristín Þorkelsdóttir, Daði Guðbjörnsson og Eiríkur Smith eiga myndir á sýningunni en þar eru einnig til sýnis vatnslitamyndir eftir Svavar Guðnason. Safnið er opið frá kl. 13-17 og aðgangur er ókeypis.  13.00 Yfirlitssýning á málverkum Louisu Matthíasdóttur stend- ur yfir í Listasafni Akureyrar. Sýningin spannar vítt svið í list Louisu og eru elstu verkin frá fimmta áratug tuttugustu aldar- innar, en jafnframt gefur að líta myndskreytingar, mynsturteikningar og stórar pastelmyndir og krítart- eikningar sem hafa aldrei fyrr verið til sýnis. ■ ■ UPPÁKOMUR  10.00 Fjölbreytt dagskrá á Bryggjudögum á Stokkseyri, þar á meðal kappróður, sandkastala- keppni, unglingahljómsveitir, opin hús og trúbadorar og tónleikar með söngkonunni Heru.  15.00 Landsvæðið Tröð, við Hellissand á Snæfellsnesi, svæði Skógræktar- og landverndarfé- lagsins undir Jökli, verður opnað formlega undir merkjum Opins skógar skógræktarfélaganna. Einar K. Guðfinnsson opnar skóg- inn með táknrænum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.