Fréttablaðið - 15.07.2006, Page 58

Fréttablaðið - 15.07.2006, Page 58
 15. júlí 2006 LAUGARDAGUR42 Söngkonan Ragnheiður Gröndal kemur fram ásamt hljómsveitinni Black Coffee á sjöttu sumartón- leikum veitingahússins Jómfrúar- innar í dag. Hljómsveitina skipa þeir Guðmundur Pétursson á gítar, Róbert Þórhallsson á bassa og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Leikin verður djasstónlist blönduð poppi og blús. Tónleikarnir hefjast kl. 16 en leikið verður utandyra á Jómfrú- artorginu ef veður leyfir, en ann- ars inni í veitingarhúsinu. Aðgang- ur er ókeypis. Svart kaffi og djass RAGNHEIÐUR GRÖNDAL OG HLJÓMSVEITIN BLACK COFFEE Halda tónleika á veitinga- staðnum Jómfrúnni í dag. Listamennirnir Björk Guðnadóttir, Daníel Magn- ússon og Hildur Bjarnadótt- ir opna sýningar í Nýlista- safninu í dag. Þau notast við ólíka miðla í verkum sínum en viðfang þeirra er ekki fjarri því að eiga samleið. Öll hafa verkin vísanir í landið á einn eða annan hátt. Björk Guðnadóttir segir tilvistar- legar hugleiðingar og mannlegt eðli að öllu jöfnu vera drifkraftinn að listrænni vinnu sinni. Hún sýnir nú innsetningu í Nýlistasafninu sem hún kallar Tilfæringar, en það var framlag hennar í sýningu sem sett var upp á Íslendingaslóðum í Winnipeg í Kanada í fyrra. „Þetta eru ljósmyndir og teikningar en síðan vinn ég inn í rýmið með afgöngum úr flísefni, en þemað er skikkjur,“ útskýrir Björk. Hún segir hluta af sýningu sinni vera ákveðið framhald af verkefni sem hún vann fyrir tiltekið félag í Reykjavíkurborg en það skipu- lagði mikla hátíð þar sem þemað var náttúran. „Ég notaði síðan afgangana af skikkjunum sem ég hannaði fyrir þessa hátíð, í sýn- inguna á Nýlistasafninu en úr þessu varð til mynstur eða form af landslagi.“ Þegar Björk er spurð út í titilinn á sýningu sinni segir hún hann komin af enska orðinu „displacement“, en í raun verði að berja verkið sjálft augum, til að skilja tilvísunina. Þáttur Daníels Magnússonar á sýningunni í Nýlistasafninu er fyrsti hlutinn af þremur sýning- um sem hann mun halda á árs fresti. Allar munu þær taka á goð- sögninni um eyjarnar Ikaria, Fris- land og Drogeo sem Ítalarnir Nicholas og Antonio eru sagðir hafa fundið suður af Íslandi á 16. öld. „Þessar eyjar voru merktar inn á sjókort og voru til í nokkur hundruð ár. Tilvist þeirra er því engin goðsögn,“ áréttar Daníel. „Frisland er meira að segja merkt á kort með nokkur hundruð bæi og borgir en allar þessar eyjar voru þurrkaðar út af kortinu af frænd- um okkar Dönum í byrjun 17. aldar en þeir viðurkenndu aldrei tilvist þeirra.“ Daníel heldur því fram að þarna hafi einu nágrann- arnir sem við Íslendingar höfum átt verið þurrkaðir út af landa- kortinu með einu dönsku penna- striki. „Það sem okkur Íslendinga einmitt vantar eru nágrannar eins og Frislendingar sem bjuggu alveg í næsta nágrenni. Okkur sár- vantar nágranna sem hlæja að okkur en það er ljóst að Frislend- ingar hefðu gert það stórvel, enda voru þeir keltneskir að uppruna en Keltar eru þekktir fyrir kímni- gáfu sína. Þeir hefðu jafnvel komið sér upp sérstökum mála- flokki á þingi eða stofnað sérstakt ráðuneyti til að semja brandara um okkur. Við þurfum að láta hlæja meira að okkur,“ undirstrik- ar Daníel. „Nú eru þessar eyjar aftur á móti sokknar í sjó og við blasir bara grængolandi hafið þar sem þessar eyjur áður stóðu. Sýningin mín er heimsókn til eyjanna en segja má að um sé að ræða land- fræðilega og menningarlega rann- sókn mína á þeim. Sýningin er eig- inlega vinabæjarhót nágranna okkar sem eru horfnir, til okkar Íslendinga.“ Daníel segist setja eyjarnar á svið, en hann útfærir síðan verkið enn frekar með lengri og styttri textum. „Einn textinn á sýningunni hljómar til dæmis svona „Icelanders wish to be what foreigners think they are“, en ákveðin mynd af landinu fylgir þessum texta. Síðan er önnur mynd sem sýnir íslenskt þúfu- landslag og ofan í þessa mynd er búið að skrifa texta sem á stendur, „so fucking peaceful“.“ Hildur Bjarnadóttir vinnur á nýstárlegan hátt úr textílhefð á sýningunni en hún nefnir hana Fleti. „Um er ræða sex myndir sem allar eru unnar úr hör en sett- ar á striga. Ég hef alla tíð fylgt textílhefðinni í verkum mínum og í sjálfu sér þekki ég lítið annað. Móðir mín hafði eflaust einhver áhrif á mig hvað varðar val á miðli í þessum efnum, en hún starfaði lengst af sem handavinnukenn- ari.“ Hildur segir suma telja sig ögra hefbundinni nálgun konsept- listamanna með verkum sínum þar sem handverkið sjálft er það sem skiptir máli en ekki hugmynd- in. Um þetta segir listfræðingur- inn Auður Ólafsdóttir, „strigaverk Hildar er án myndar, það er hand- verkið sjálft sem er verkið. Með því móti hefur Hildur í raun enda- skipti á þeirri röksemdafærstlu marga konseptlistamanna að efn- isleg útfærsla sé aukaatriði.“ Sýningarnar verða opnaðar kl. 17 í dag og standa til 6. ágúst. bryndisbjarna@frettabladid.is Týndar eyjar og textíll DANÍEL MAGNÚSSON, BJÖRK GUÐNADÓTTIR OG HILDUR BJARNADÓTTIR Öll hafa verkin tilvísanir í landið á einn eða annan hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þriðju tónleikarnir í tónleikaröð- inni Sumartónleikar í Akureyrar- kirkju verða haldnir á morgun kl. 17 en þá flytur kammerkórinn Schola cantorum verk eftir Hein- rich Schütz og Þorkel Sigurbjörns- son. Stjórnandi á tónleikunum er Hörður Áskelsson en meðleikari á selló er Inga Rós Ingólfsdóttir. Kórinn var stofnaður upp úr síðustu áramótum á grunni Schola cantorum, kammerkórs Hall- grímskirkju. Kórinn hafði þá starfað við góðan orðstír í níu ár, undir stjórn Harðar Áskelssonar og haldið fjölmarga tónleika þar sem einkum var flutt tónlist frá endurreisnar- og barokktíma. Einnig var samtímatónlist áber- andi í verkefnaskrá kórsins og frumflutti kórinn mörg verk eftir íslensk tónskáld. Í kjölfar endurnýjunar kórsins voru fyrstu tónleikar hópsins haldnir í mars sl. í Hallgríms- kirkju þar sem eingöngu voru flutt verk eftir Heinrich Schütz. Hinn 1. júní sl. tók svo kórinn þátt í frumflutningi á sinfóníu nr. 2 eftir Atla Heimi Sveinsson ásamt Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Á döfinni er einnig frumflutningur óratorí- unnar Eddu 1 ásamt Sinfóníu- hljómsveit Íslands og sálumessa eftir franska barokktónskáldið André Campra ásamt barokk- sveit. Aðgangur á tónleika í Akureyr- arkirkju er ókeypis. - khh Schola Cantorum í Akureyrarkirkju KAMMERKÓRINN SCHOLA CANTORUM Syngur norðan heiða um helgina. Á Seyðisfirði 17. – 23. júlí 2006 Listasmiðjur, opnunarhátíð, alþjóðlegt pikknikk, stuttmynda- veisla, hönnunarsýning, uppskeruhátíð, RISAtónlistarveisla og Todmobile ball. Sjá www.lunga.is 14. júlí - uppselt 15. júlí - laus sæti 20. júlí - uppselt 21. júlí - laus sæti 27 júlí - laus sæti LEIKHÚSTILBOÐ Tvíréttaður matur, miði og frítt í Göngin til baka í boði Landnámsseturs Frá kr. 4000 - 4800 MIDAPANTANIR Í SÍMA 437 1600 Föstudag 14. júlí kl. 20 uppselt Laugardag 15. júlí kl. 20 uppselt Sunnudag 16. júlí kl. 15 aukasýning Sunnudag 16. júlí kl. 20 örfá sæti Föstudag 21. júlí kl. 20 laus sæti Laugardag 22. júlí kl. 20 laus sæti Sunnudag 23. júlí kl. 20 laus sæti Föstudag 28. júlí kl. 20 laus sæti Laugardag 29. júlí kl. 20 laus sæti Sunnudag 30. júlí kl. 20 laus sæti Sýnt í Landnámssetri í Borgarnesi SJÁLFSTÆÐU LEIKHÚSIN Tjarnarbíó Sími 561 0250 Sun. 16/7 Kl. 20:30 This Side Up – Singapore Miðaverð 2.000 www.leikhopar.is ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ �������������� �

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.