Fréttablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 15. júlí 2006 3 Ný forþjöppu- og kælitækni bætir 60 hestöflum við mótor- inn. Bílabúð Benna frumsýnir um þessar mundir nýjan 911 Turbo. Bíllinn er með 6 strokka vél sem skilar 480 hestöflum og hámarks- togi upp á 680 Nm frá 2100 til 4000 snúningum. Bíllinn er 60 hestöflum aflmeiri heldur en fyrirrennarinn, þrátt fyrir að 3,6 lítra slagrýmið sé óbreytt. Tæknimenn Porsche náðu þessum árangri með nýstárlegri forþjöppu- og kælitækni; túrbínu með breytilegri afkastagetu. Hröðun bílsins eftir þessa breyt- ingu frá 0 upp í 100 km hraða er 3,7 sekúndur á sjálfskiptum bíl með Tiptronic S skiptingu. Nýr Porsche 911 Nýi 911 bíllinn er svipaður forvera sínum í útliti en 60 hestar hafa bæst við í hest- húsið. Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Átján ára ofurmenni Í upphafi verð ég að viðurkenna að ég hef verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur. Meira að segja tvisvar eða þrisvar ef ég man rétt. Ég hef líka setið í bílum hjá öðrum ökumönnum þegar þeir hafa verið stoppaðir. Yfirleitt er verið að fylgja umferðarhraða sem er meiri en takmarkanir segja til um, kannski aðeins verið að flýta sér líka. Um leið og löggan sést er hoppað á bremsuna. Ég held því að stundum mælist fólk á minni hraða en það var þegar það sá lögreglubílinn. Að vísu sýna flestir hraða- mælar ögn meira en raunhraða en ég held samt að fólk sé stund- um mælt á meðan það er að hægja á sér. Þannig að sá sem var í raun og sann á 120 km hraða mælist kannski á 110. Við það bætast skekkjumörk, sem væru fjórir kílómetrar eftir því sem ég best veit, þannig að bílstjór- inn er sektaður fyrir 106 km hraða. Þetta er í það minnsta mín kenning. Gaman væri að fá hana staðfesta eða hrakta af gamal- reyndum lögregluþjóni. En gefum okkur í smá stund að þetta sé raunin. Hugsum svo til átján ára unglingsins sem var mældur á 169 km hraða í vikunni á Vestur- landsvegi. Er séns að hann hafi verið búinn að hægja á sér þegar hann var mældur? Kannski mikið? Hvað sem því líður þá er það ótrúleg firra að halda að eitt ár undir stýri sé næg reynsla til að stjórna bíl á þessum hraða. Það má segja sem svo að fjórir þætt- ir verki saman við að skapa öryggi eða hættu þegar ekið er hratt. Sá fyrsti er bíllinn. Sé hann góður og vel við haldið eru minni líkur á að hann klikki. Það þarf ekki að þýða að líkurnar á slysi séu minni. Annar þáttur er vegurinn. Þeir sem hafa gefið sér tíma til að skoða yfirborð íslenskra vega vita að þar eru margar slysa- gildrur. Að auki eru þeir mjóir og kræklóttir og nánast bjóða upp á útafkeyrslur. Þeir sem hafa keyrt á hraðbrautunum í Þýskalandi skynja hvernig vega- gerðin leikur lykilhlutverk í umferðaröryggi. Þar eru vegir meira að segja betur hannaðir til að losa sig við rigningarvatn. Kílómetrinn kostar enda marg- falt á við sömu vegalengd hér á landi. Þriðji þátturinn er umferðin. Sá sem ferðast á öðrum hraða en hinir í umferðinni verður hættu- legur öllum sem hann er nálægt OG skapast hætta af þeim á móti. Svo einfalt er það, engar undan- tekningar. Þá er einn þáttur eftir og það er bílstjórinn. Í raun má segja að hans þáttur verði aldrei nema brot af jöfnunni þegar aðstæður eru góðar. Það þarf hinsvegar ekki nema örlítið frávik í ein- hverjum hinna þáttana til að öll jafnan færist yfir á hann og hinir þættirnir verði algjört auka- atriði. Þegar það gerist á 50 km hraða á auðum vegi má oftast bjarga fyrir horn. Á 90 km hraða þarf heilmikla heppni til en á 169 km hraða getur maður gleymt því. Bregðist bíllinn á þeim hraða, einhver úr gagnstæðri átt beygir skyndilega fyrir mann eða veggripið tapast, þá er það einfaldlega ekki á valdi öku- mannsins að bjarga neinu. Þó maður sé átján ára. NÝTT! Söluaðilar um land allt Gabriel höggdeyfar, AISIN kúplingssett, TRISCAN spindilkúlur, stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir. Tímareimar, ökuljós, stefnuljós ofl. Sætaáklæði, sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn, hestamenn o.fl. Kerruljós, bretti og nef- hjól á kerrur. Bílamottur.�������������� ������� ���������� ���� ������������ ���������� ��� �
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.