Fréttablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 6
6 15. júlí 2006 LAUGARDAGUR Birta er komin út! Sigríður Arnardóttir Trúir á örlögin Súpermann Leikhús Tíska Öflugasta sjónvarpsdagskráin STARFSLOK Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri hefur óskað eftir lausn frá embætti frá og með 1. október næst- komandi. Fjár- málaráðherra hefur fallist á beiðnina og mun Indriði því hætta störfum að september loknum. Indriði er 65 ára og hefur gegnt starfi rík- isskattstjóra frá 1. janúar 1999. Þar áður var hann um langt árabil skrifstofustjóri í fjármálaráðu- neytinu og starfaði þar áður í menntamálaráðuneytinu. - sh Ríkisskattstjóri hættir í október: Indriði hættir sem skattstjóri INDRIÐI H. ÞOR- LÁKSSON KJÖRKASSINN Hefurðu unnið í garðinum í sumar? Já 22% Nei 78% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefurðu smakkað hrefnukjöt? Segðu þína skoðun á Vísi.is MATVÆLAVERÐ Helst steytti á hug- myndum um afnám verndartolla landbúnaðarvara í starfi matvæla- nefndar forsætisráðherra. Hávær- ar kröfur voru uppi í nefndinni um að gerð yrði tillaga um afnám þeirra en fulltrúi bænda lagðist alfarið gegn þeim. Samkvæmt útreikningum starfsfólks Hag- stofunnar myndi matarreikningur meðalheimilis í landinu lækka um rúmar 80 þúsund krónur ef vernd- artollarnir yrðu aflagðir. Alþýðusambandið, sem átti fulltrúa í nefndinni, krafðist þess að landbúnaðarkerfið yrði stokkað upp og fært „úr kerfi hafta og hamla, í kerfi með verulegum auknum beinum greiðslum sem rynnu til bænda,“ eins og segir í yfirlýsingu þess. Þar sem ekki náðist samstaða um þær hug- myndir vildi sambandið ekki standa að sameiginlegum tillögum nefndarinnar „sem leiða myndu til verulegra lækkana á sælgæti og gosi en óverulegra lækkana á verði venjulegra matvæla,“ eins og það er orðað. Samtök verslunar og þjónustu vilja einnig að tollar vegna inn- flutnings á búvöru verði afnumdir en telja mikilvæg skref stigin með afnámi vörugjalda og að öll mat- vara beri sama hlutfall virðisauka- skatts. Um leið er mótmælt hug- myndum Lýðheilsustofnunar um að halda beri í hærri skattlagn- ingu á einstakar tegundir matvæla sem taldar eru óhollari en aðrar. Slík opinber neyslustýring hafi hingað til alltaf mistekist. Það kemur Össuri Skarphéðins- syni, þingmanni Samfylkingarinn- ar, ekki á óvart að ekki hafi náðst samstaða í nefndinni enda hafi fulltrúar landbúnaðarins átt þar sæti. Össur telur mik- ilsvert að sam- staða hafi náðst um ákveðin skref, sem feli í sér nokkra lækkun matar- verðs ef að lögum verða, en segir mikilvægt að ganga lengra. „Það er ljóst að til að ná árangri sem munar um og skiptir neytendur miklu máli þá verður að afnema ofurtollana á innfluttum matvör- um. Við í Samfylkingunni munum strax í haust leggja til að stigið verði stórt skref, til dæmis með helmingslækkun, og að síðar verði stefnt að því að afnema þá alveg.“ Hann segir að á móti verði að ganga til viðræðna við bændur um aðgerðir til að hjálpa þeim á aðlög- unartímanum. „Markmiðið á að vera að hér verði matarverð ekki hærra en í Evrópusambandslöndunum og ég held reyndar að besta leiðin til að ná verðinu verulega niður sé að ganga í ESB,“ segir Össur og minnir á að lækkun matarverðs sé eitt þeirra mála sem flokkur hans hefur lagt hvað mesta áherslu á á síðustu árum. Forsætisráðherra vildi það eitt um málið segja að skýrslan yrði tekin til skoðunar. Ekki náðist í landbúnaðarráðherra. bjorn@frettabladid.is Steytti á afnámi verndar- tolla landbúnaðarvara Fulltrúi bænda í matvælaverðsnefnd forsætisráðherra lagðist gegn hugmyndum um afnám verndartolla búvara. ASÍ vildi ekki standa að sameiginlegum tillögum nefndarinnar þar sem ekki var lögð til stórfelld uppstokkun landbúnaðarkerfisins. Össur Skarphéðinsson segir nauðsynlegt að afnema ofurtolla. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON KEYPT INN Matarreikningur meðalheimilis myndi lækka um 130 þúsund krónur á ári, yrði farið að þeim hugmyndum sem helst voru ræddar í matvöruverðsnefnd forsætisráðherra. WASHINGTON, AP Valerie Plame, fyrrverandi njósnari hjá banda- rísku leyniþjónustunni CIA, hefur lagt fram kæru á hendur Dicks Cheney, varaforseta Bandaríkj- anna, Karls Rove, ráðgjafa Banda- ríkjaforseta, og fleiri embættis- manna Hvíta hússins í Washington. Hún sakar þá um að hafa skipu- lagt „hvíslherferð“ með það að markmiði að eyðileggja feril hennar hjá leyniþjónustunni. Hún heldur því fram í kærunni að Cheney, Rove og I. Lewis Libby, sem er fyrrverandi starfsmanna- stjóri Hvíta hússins, hafi lekið því til fjölmiðla að hún væri njósnari hjá CIA gagngert til þess að refsa eiginmanni hennar, Joseph Wil- son, sem er fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna, fyrir það að hann sagði Bandaríkjastjórn hafa ýkt hættuna af Íraksstjórn til þess að réttlæta innrásina í Írak. Wilson hafði ferðast til Nígers í Afríku og komist þar að raun um að líklega væri ekkert hæft í ásök- unum Bush Bandaríkjaforseta um að Saddam Hussein hefði ætlað að útvega sér úran frá Afríku. Opinberlega var fyrst ljóstrað upp um að Plame væri njósnari í júlí árið 2003 í grein sem pistla- höfundurinn Robert Novak skrif- aði. Novak hefur upplýst að hann hafi á sínum tíma fengið staðfest- ingu fyrir því að Plame væri njósnari bæði hjá Karl Rove og Bill Harlow, upplýsingafulltrúa CIA. - gb Valerie Plame, fyrrverandi njósnari og sendiherrafrú: Hefur kært Dick Cheney fyrir að leka til fjölmiðla JOSEPH WILSON OG VALERIE PLAME Sendi- herrahjónin fyrrverandi segja bandaríska ráðamenn hafa stofnað lífi þeirra í hættu með því að leka til fjölmiðla að hún væri njósnari á vegum CIA. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÁHRIF Á TEKJUR RÍKISSJÓÐS Að teknu tilliti til veltuaukningar í kjölfar skattalækkana. Í milljörðum króna. Afnám vörugjalds -1.170 Niðurfelling tolla -490 Samræming virðisaukaskatts -800 Lækkun virðisaukaskatts af veitingaþjónustu -810 Alls -3.270 Afnám tollverndar af búvöru 1.510 Alls -1.760 LÆKKUN ÁRSÚTGJALDA HEIMIL- ANNA Afnám vörugjalds 21.900 kr. Niðurfelling tolla 8.700 kr. Samræming virðisaukaskatts 8.100 kr. Lækkun virðisaukaskatts af veitingaþjónustu 10.900 kr. Alls 49.600 kr. Afnám tollverndar af búvöru 81.800 kr. Alls 131.400 kr. DÓMUR Romas Kosakovskis, Lithá- inn sem reyndi að smygla rúmum tveimur lítrum af amfetamínbasa og tæpum lítra af brennisteinssýru inn til landsins í lok febrúar síðast- liðnum, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar að auki var honum gert að greiða rúma milljón króna í sakarkostnað. Romas sýndi engin svipbrigði við dómsuppkvaðninguna, en létt virtist yfir honum áður en dómari gekk í salinn því hann gantaðist við lögfræðing sinn, Björgvin Jónsson, áður en dómshald hófst. Að dómsuppkvaðningu lokinni kaus Romas að una dómnum ekki og áfrýjaði máli sínu til Hæsta- réttar Íslands. Gæsluvarðhald yfir honum var því framlengt þar til Hæstiréttur kveður upp dóm í málinu. Vökvinn sem Romas reyndi að smygla inn til landsins fyrr á þessu ári hefði dugað til framleiðslu á um sautján kílóum af amfetamíni. Ef hann hefði haft það magn í fórum sínum þegar hann var handtekinn, hefði hann mátt búast við 12 til 13 ára dómi. Samkvæmt Daða Kristjáns- syni, lögfræðingi ákæruvaldsins, er vaninn sá að erlendir glæpa- menn afpláni aðeins helming dóms, á meðan heimamenn séu látnir afplána tvo þriðju hluta refsingarinnar. Hann segir ástæðu þess vera að erfiðara reynist erlendum glæpamönnum að afplána dóm í íslenskum fangels- um heldur en íslenskum kollegum þeirra. - æþe Litháinn Romas Kosakovski var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í gær: Gantaðist við verjanda sinn SAKBORNINGURINN Romas hefur áfrýjað máli sínu til Hæstaréttar. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Spilliefni á lagersvæði Mikið magn spilliefna stendur enn á gamla lager- svæði Olís við Köllunarklettsveg þrátt fyrir að fyrirtækið hafi sagt að öll efni yrðu horfin af lóðunni í lok þessarar viku. Undanfarnar þrjár vikur hafa ýmis spilliefni staðið á svæðinu vegna flutninga. MENGUN Skorað á Birki Jón Fufan, Félag ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni, skorar á Birki Jón Jónsson, þingmann Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, að bjóða sig fram til forystu flokksins á flokksþinginu sem verður í ágúst. STJÓRNMÁL SVÍÞJÓÐ, AP Sænskur maður hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi í Bosníu þegar hann barðist þar sem málaliði á tíunda áratugnum. Jackie Arklov er sakaður um að hafa pyntað og misþyrmt föngum, og var árið 1995 dæmdur í 13 ára fangelsi í Bosníu fyrir stríðsglæpi, en sænsk yfirvöld létu málið falla niður vegna skorts á sönnunum þegar hann far fluttur til Svíþjóð- ar árið 1996. Nýja ákæran byggir á nýjum sönn- ungargögnum. Arklov situr nú í sænsku fangelsi fyrir morð á tveimur lögreglumönnum eftir bankarán árið 1999, en hann hlaut lífstíðardóm fyrir þann glæp. - smk Sænskur maður: Ákærður fyrir stríðsglæpi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.