Fréttablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 8
8 15. júlí 2006 LAUGARDAGUR VEISTU SVARIÐ? 1 Hver hefur verið ráðinn nýr bæjar-stjóri á Grundarfirði? 2 Hvað nefnast samtök múslima í Líbanon sem berjast gegn landtöku Ísraela í landinu? 3 Hvaða íslenski knattspyrnukappi hefur gengið til liðs við Breiðablik? LANDSPÍTALINN Deilan um nýtt hús- næði Blóðbankans við Snorra- braut hefur verið leyst farsællega og með samþykki allra hlutaðeig- andi. Ráðuneytisstjóri heilbrigðis- ráðuneytisins segir deiluna hafa frá upphafi byggst á misskilningi. Starfsfólk Blóðbankans var ósátt við það að framkvæmda- nefnd um nýtt sjúkrahús fengi efstu hæðina til umráða og taldi sig þurfa allt húsnæðið til að geta veitt viðunandi þjónustu. Nú hefur verið ákveðið að framkvæmdanefndin fái helm- ing hæðarinnar undir sína starf- semi, sem er raunar það sem fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins og nefndarinnar sögðu frá upp- hafi að stæði til. Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytis- stjóri heilbrigðisráðuneytisins, segir deiluna hafa byggst á mis- skilningi frá upphafi. „Menn voru að tala í kross eins og stundum gerist, ekki að tala um sama hlutinn. Það þurfti ekki neina sérstaka lausn. Þetta var leyst eins og ráð var fyrir gert strax í upp- hafi.“ Sveinn Guðmundsson, yfir- læknir Blóðbankans er ánægður. „Blóðbankinn fær með þessu móti um 1100 fermetra sem uppfyllir vel okkar þarfir og gefur okkur mikla möguleika á að þróast áfram. Ég tel okkur standa á kross- götum og ég fagna milligöngu ráðuneytisins í þessu máli.“ - sh Deilan um nýtt húsnæði Blóðbankans við Snorrabraut hefur verið leyst: Alfreð fær hálfa efstu hæðina DAVÍÐ Á GUNNARSSON Ráðuneytisstjórinn segir deiluna hafa byggst á misskilningi. PÉTURSBORG, AP Það er bókstaflega bannað að mótmæla G8-fundinum í miðbæ Pétursborgar, að því er skipuleggjendur mótmæla vegna fundarins halda fram. Lögregla borgarinnar mun nú þegar hafa sett rúmlega tvö hundruð manns á bak við lás og slá, en fólkið var grunað um að hafa andóf í hyggju. Fólkið á að hafa verið á leiðinni til borgarinnar þegar það var tekið höndum, en að auki hafi þrjátíu manneskjur verið handteknar í borginni sjálfri. Skipuleggjendurnir eru samt sem áður ákveðnir í að halda friðsam- lega mótmælagöngu í dag, þótt borgaryfirvöld hafi ekki lagt bless- un sína yfir hana. Lögreglan í Pétursborg segir aftur á móti að handtökurnar hafi ekki verið í tengslum við fundinn, fólk væri handtekið dags daglega í borginni, til að mynda vegna þess að það hefði ekki tilskilin leyfi til dvalar í borginni eða hefði brotið aðrar reglur. Engin leið væri að vita hverjir væru mótmælendur og hverjir ekki. Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt Pútín-stjórnina harðlega fyrir að virða ekki fyllilega mannréttindi og vonast mótmælendurnir í Péturs- borg til þess að erlendir leiðtogar á G8-fundinum þrýsti á Pútín forseta um að halda mannréttindi í heiðri. Öryggisgæsla vegna G8-fundarins er gífurlega mikil og yfirvöld ætla sér að koma í veg fyrir að mótmæli skyggi á fundinn sjálfan, eins og gerðist í fyrra á Skotlandi, og á Ítalíu árið 2001 þegar einn maður lét lífið í átökum andófsmanna og lögreglu. Mótmæli hafa verið takmörkuð við hrörlegan íþróttaleikvang á odda afskekktrar eyju í borgar- landinu, um tuttugu kílómetrum frá fundarsvæðinu. Næsta stoppi- stöð almenningssamgangna er í þriggja kílómetra fjarlægð og jafn- vel þeirri stoppistöð hefur verið lokað meðan á fundinum stendur. Aðstandendur mótmælafundar- ins á íþróttaleikvanginum líktu þessu við að vera í dýragarði og sögðu að yfirvöld ætluðu að láta líta út fyrir að alls engin stjórnar- andstaða væri í landinu. Segja má að það hafi gengið eftir, því leik- vangurinn er risavaxinn, rúmar um fimmtíu þúsund manneskjur, og „gleypti“ með öllu þá fjögur hund- ruð mótmælendur sem lögðu leið sína þangað í gær. klemens@frettabladid.is Mótmælendur einangraðir Athygli vekur hversu lítið hefur verið um mótmæli vegna G8-fundarins í Pétursborg. Engar mótmæla- göngur eru leyfðar í borginni og öll mótmæli eiga að fara fram í 20 kílómetra fjarlægð frá fundinum. HRÓPANDINN Í EYÐIMÖRKINNI Þessi einmana trúbador gafst ekki upp í gær, heldur söng áfram gegn alþjóðavæðingu í tjaldbúðum mótmælenda á Kirov-íþróttaleikvanginum í Pétursborg. NORDICPHOTOS/AFP SEYÐISFJÖRÐUR Að sögn Adrians J. King, sprengjusérfræðings hjá Landhelgisgæslunni, vinnur sprengju- deild gæslunnar að skýrslu vegna sprengihættu við El Grillo. Landhelgisgæslan hefur fjar- lægt yfir fimm hundruð sprengjur úr skipinu síðan 1972. Flestar þeirra hafa verið í mjög góðu ástandi og því bæði hættulegar þeim sem ekki hafa vit á að láta þessa hluti vera og eins einstakl- ingum sem taka með sér sprengjur úr flakinu fyrir forvitnissakir. Það er meðal annars vegna þessa sem sprengjudeild gæslunnar vinnur að skýrslu um hvernig bregðast megi við sprengihættu við flakið. Í síðustu viku fór sprengju- deildin enn eina ferðina niður að flaki El Grillo í Seyðisfirði til að fjarlægja sprengikúlur sem fund- ust þar af köfurum. Sérstaklega þjálfaðir kafarar sprengjudeildarinnar fundu þriggja tommu sprengikúlu úr loftvarnarbyssu skipsins. Sprengi- kúlan var virk og í mjög góðu ástandi miðað við að hafa legið á hafsbotni í rúm sextíu ár. Kúlunni var fargað síðar um daginn, með þeim hætti að hún var sprengd upp á tveggja metra dýpi í fjöru á Seyðisfirði. - æþe Unnið að skýrslu vegna sprengihættu í El Grillo: Sprengjur fjarlægðar BRETLAND Samkvæmt nýrri breskri rannsókn er eitt af hverjum 100 börnum í Bretlandi einhverft. Þetta er mun hærri tala en áður hefur verið stuðst við, en fyrir tíunda áratuginn töldu sérfræð- ingar að á hverja 10.000 íbúa Bret- lands væru fjögur til fimm tilfelli af einhverfu. Fréttavefur breska ríkisút- varpsins, BBC, greinir frá þessu, en niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í læknatímaritinu Lancet í vikunni. Sérfræðingarnir taka fram að þeir vita ekki hvort um betri greiningarferli er að ræða, eða hvort einhverfum börn- um fer fjölgandi í Bretlandi. - smk Einhverfa rannsökuð: Eitt af hverjum 100 börnum ERLENT Bandarískum vísindamönn- um hefur tekist að græða nema og senditæki í heila lamaðs manns sem gera það að verkum að hann getur hreyft músarbendil á tölvu- skjá og stjórnað sjónvarpi og vél- menni með hugarorkunni. Neminn nemur heilabylgjur mannsins og sendir þannig skila- boð í stað þess að fingur ýti á takka. Vísindamenn vonast til að geta þróað tæknina þannig að hún geti hjálpað sem flestum sem eru hreyfihamlaðir vegna mænuskaða eða taugasjúkdóma á borð við Lou Gehrig-sjúkdóminn. - kóþ Bandarísk tilraun: Hugarorkan er hreyfiafl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.