Fréttablaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 60
 20. júlí 2006 FIMMTUDAGUR40 maturogvin@frettabladid.is ÞRÚGUR GLEÐINNAR > EINAR LOGI VIGNISSON VEITINGASTAÐURINN CAFÉ NIELSEN, TJARNARBRAUT 1, 700 EGILSSTAÐIR SÍMI 4712626 Í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða, sem byggt var árið 1944, er kaffihúsið Café Nielsen rekið. Þetta er afskap- lega huggulegt hús á tveimur hæðum og með góðri verönd þar sem einnig er hægt að njóta veitinga utandyra. Það er svolít- il sumarbústaðatilfinning á efri hæð staðarins, sem öll er panel- klædd. Hreindýrasteikina verða allir sem heimsækja staðinn að prófa en hún er framreidd með bláberjum og villibráðarsósu. Matseðillinn: Hægt er að fá ýmsa smárétti og pasta á staðnum, sem og kjöt- og fisk- rétti. Franska súkkulaðikakan er einnig vel þess virði að prófa. Grænmetisætur finna líka rétti við sitt hæfi á matseðlinum því þar er sem dæmi boðið upp á baunabuff frá Vallarnesi ásamt hrísgrjónum. Verð: Saltfiskur með papriku- basilsósu kostar 2.450 kr, súpa dagsins og brauð er á 800 krón- ur, pasta með hvítlauk, rækjum og grænmeti kostar 1.780 og nautapiparsteik með Dijon- piparsósu kostar 3.550 kr. Gómsæt hreindýrasteik Hvaða matar gætirðu síst verið án? Smjörs. Ég nota það í ótæpilegu magni á brauðið og stund- um bara með osti, þegar ég stelst í ísskápinn. Set bara smjör á ostinn og borða það þannig, Svo set ég smjör á kleinur. Smjör er líka miklu hollara og bragðbetra en olíusull, en í hófi kannski. Fyrsta minning um mat: Það er sennilega lambið, sunnudagssteikin var alltaf lambalæri eða svoköll- uð kubbasteik, súpukjöt í ofni. Þetta var afskaplega gott í minningunni. Ef mér líkaði ekki það sem var í boði heima athugaði ég hvað var í mat hjá ömmu, það voru mín fyrstu spor sem matgæðingur. Besta máltíð sem þú hefur fengið: Þær eru margar helvíti góðar, en jólasteikin hjá konunni stendur upp úr, lambahamborgarhryggur. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Slátur. Ég hef sennilega étið yfir mig af slátri þegar ég var lítill og síðan borða ég þetta ekki. Mér leiðast líka pítsur. Hef fordóma gagnvart flatbökum. Mér finnst þetta bara ekki gott. Ég þarf að vera talsvert svangur til að borða þær. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Ef ég er í vand- ræðum með sósur gríp ég stundum í hlynsírópið. Það var upphaflega keypt fyrir pönnukökur en gefur góðan keim í sósur og hefur stundum bjargað sósunum hjá mér. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Mér líður alltaf afskaplega vel eftir að hafa borðað harðfisk, bæði á sál og líkama. Fyrst og fremst borða ég hann af því að hann er góður. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Smjör og mjólk, rjóma og eitthvað af grænmeti. Svo á ég alltaf lauk og eitthvað álegg og kjötpylsur. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Ég tæki með mér kind. Ætli ég myndi ekki taka með mér tvílembu til þess að vera svakalega vel birgur, og salt og pipar. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Það eftir- minnilegasta í svipinn er þegar ég borðaði úlfalda í Dubai í vetur. Hann var seigur, eins og gamalt afsláttarhross. MATGÆÐINGURINN: GÍSLI EINARSSON DAGSKRÁRGERÐARMAÐUR Hefur fordóma gegn flatbökum Fólk getur orðið býsna feimið og til baka þegar það er beðið um að lýsa uppáhaldsvíninu sínu. „Mér finnst það bara gott,“ er algengt svar og auðvitað það svar sem í dagslok skiptir mestu máli. Í sjálfu sér er ekkert sérstakt sáluhjálparatriði að læra að lýsa vínum en það getur hjálpað mikið til við að efla þekkinguna að ná einhverju gripi á lýsing- um á víni. Aðeins þannig er hægt að eiga tjáskipti við aðra um vín og ná að lesa sér að einhverju gagni til um vín, skilja gagnrýni og umfjöll- un í blöðum o.s.frv. Íðorðasafn vínfræðinnnar er ekki víðfeðmt í íslensku og ekkert tæknimál sem þarf að tileinka sér. Nánast eina orðið sem menn þurfa útskýringar á er tannin (eða barkarsýra) en það er efni sem má finna í hýði, steinum og stiklum vínberja og er það sem þurrkar munninn að innan þegar við drekkum vín. Flest önnur íslensk orð eru líkingamál, orð sem hvert mannsbarn skilur, en það ræðst af framsetningargetu höfundarins hversu skiljanlegt það er í samheng- inu; hvort líkingin hittir í mark eða skýst framhjá. Í fermingarkveri vínáhugamannsins, bókinni Vín eftir Þorra Hringsson, er sérlega skýr kafli um nokkur algeng hugtök í vínsmökkun og ætti yfirlestur á honum að duga til að ná prófi í fyrsta bekk í það minnsta. Lýsingar framleiðenda og umboðsmanna eru svo kapítuli út af fyrir sig og klóra sér eflaust fleiri en ég í skallanum við lestur á kynn- ingarefni vínbúðanna, t.d. nýlegum bæklingi um sumarvín. Lýsing- arnar er flestar hefðbundnar og geta verið hjálplegar þeim sem eru sæmilega vanir að lesa sig í gegnum svona texta. Flestar eru lýsingarnar þó argasta bull, uppfullar af helstu klis- junum um frábært jafnvægi, mikla fyllingu, langt eftir- bragð o.s.frv. Merkilegt hversu margar ambögur geta skriðið inn í tveggja línu lýsingar og lífseig kynvillan þar sem hvorugkyns vín og kvenkyns þrúgur skipta um kyn og verða karlkyns, samanber „Ástralskur Shiraz er alltaf góður“ og „Þessi ferski ungi Chardonnay“. Hafliði Loftsson, verkfræðingur á daginn en víninn- flytjandi hjá Ber ehf. á kvöldin, hæðist að þvæluhefð- inni í bráðskondnum lýsingum sínum sem eru sem einnar ekru vín í kassavínsdal. Spænska stórvínið Vinas del Vero Somontano Gran Vos Reserva er þannig „Gamall góðkunningi villibráðarveiðimanna en stórfínt með ráðuneytisbúfénaði, s.s. lamba- og nautasteik.“ VERT AÐ SPÁ Í: Nú þegar sólin skín loks er viðeigandi að hleypa bólunum úr fangi freyðivínsflasknanna. Castillo Perelada er flott spænskt freyðivín á góðu verði, Seco á 890 kr. „er hvorki of súrt né of sætt og ætti því að henta öllum, kerlingum og körlum“ á meðan Reserva á 1.540 kr. er kröftugra og „ekki fyrir veimiltítur“. Ekki fyrir veimiltítur > Grillaðu ...naanbrauð pensl- að með ólífuolíu og settu ofan á pepp- eroni eða skinku, muldan ferskan geitaost og ferskt spínat til að búa til fljótlega grillpítsu. Hákon Már Oddsson kvik- myndagerðarmaður er duglegur að nýta það sem náttúran hefur upp á að bjóða í matargerðinni. „Ég var alinn upp við það að ná í njóla og hvönn á vorin og saxa niður og láta ofan á brauð. Hvönnin er mögnuð jurt og gefur gott bragð,“ segir Hákon. Hann notar hvönn meðal annars með soðnum laxi, sem hann gefur uppskrift að hér, en mælir einnig með því að vefja fisk inn í hvönn og grilla. „Ég sker greinar af henni og svo má nota sprotana í salat.“ Hvönnin verður römm þegar á líður og því um að gera að nota hvönnina í matargerð snemma á sumrin. „Það er skemmtilegast að gera eitthvað úr því sem maður hefur í náttúrunni. Ég reyni að fá græn- meti frá bændunum og að veiða sjálfur,“ segir Hákon, en hann eldar mikið af fiski. Hann er í áskrift hjá Akri og fær vikulega lífrænt grænmeti úr sveitinni, enda er hann „tækifærissinnuð grænmetisæta“. Hákon veiddi í net í Þjórsá um helgina og bauð upp á afraksturinn í matarboði í vikunni en fimm punda lax nægði fyrir tólf manns. „Svo kom ég við hjá móður minni í Ölfusinu og fann úr sér vaxinn karsa, dill og kóríander í garðinum, sem ég notaði í grafinn lax,“ segir Hákon. Uppskrift að laxaveislu Hákons kemur hér. Grafinn lax: ferskt dill, kóríander og karsi eða annað krydd úr garðinum hvítur pipar, hálf til ein teskeið ferskur lax sjávarsalt, allt að ein matskeið/kíló af fiski hrásykur, allt að ein matskeið/kíló af fiski Graflaxsósa: sýrður rjómi tvær til þrjár matskeiðar af sinnepi teskeið af hunangi eða eftir smekk saxað dill Laxinn er flakaður og beinhreins- aður en roðið látið eiga sig. Blandið saman sjávarsalti og hrásykri, setj- ið flökin á smjörpappír og sáldrið sykur-salt blöndunni yfir þannig að fiskurinn þekist. Kryddjurtirnar eru marðar, ekki saxaðar, en betra er að hafa kryddjurtirnar heilar því þá er auðveldara að hreinsa fiskinn þegar hann er tilbúinn. Kryddjurtirnar eru lagðar yfir ásamt hvítum pipar ef vill og fiskurinn lagður í samloku ef um tvö flök er að ræða (látið flökin snúa andfætis). Smjörpappír er brotinn um flökin og hægt er að setja þau í plastpoka ef vill, en síðan er fiskurinn settur á fat í kæli. Snúið samlokunni minnst einu sinni en laxinn er tilbúinn eftir 12–24 tíma. Fyrir graflaxsósu er sýrður rjómi blandaður með örlítið af fljótandi hunangi og sinnepi eftir smekk og söxuðu dilli. Heill soðinn lax: slægður lax með haus og sporði hvönn salt og krydd eftir smekk Greinar af hvönninni eru settar í fiskipott með laxinum. Vatn sett ofan í þannig að fljóti yfir fiskinn og hitað upp að suðu og þá lækkað undir eldinn. Fyrir hvert pund af fiski má reikna um átta mínútur af frekari dvöl í pottinum. Saltið vatn- ið og kryddið eftir smekk. Gott er að bera laxinn fram með bökuðu grænmeti, til dæmis gróft skorn- um sætum kartöflum, sellerírót, lauk, hvítlauk, púrru og rauðrófum með rósmaríngreinum og skvettu af ólífuolíu. rosag@frettabladid.is Laxaveisla með hvönn HÁKON MÁR ODDSSON Hákon notar íslenskt hráefni til hins ítrasta en hann hefur einnig áhuga á framandi matargerð. „Ég hef gaman af grískri og japanskri matargerð og svo bjó ég lengi á Ítalíu og elda oft ítalskan mat,“ segir Hákon. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.